Tónlistararfur Evrópu tekinn fyrir í Kaldalóni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2016 09:30 Strom & Wasser ásamt gestum: Haukur Gröndal, Ingó Hassenstein, Heinz Ratz, Ragnheiður Gröndal, Egill Ólafsson, Burkhand Ruppaner, Manu Amon og Luca Seitz. „Tónlistin fer um víðan völl og hinn fjölbreytti tónlistararfur okkar Evrópubúa er undir,“ segir Haukur Gröndal tónlistarmaður hress þegar hann lýsir tónleikum sem fram fara í Kaldalóni í Hörpu í kvöld og hefjast klukkan 21. Hann er þar sjálfur á sviði, ásamt þýsku hljómsveitinni Strom & Wasser, Agli Ólafssyni og Ragnheiði Gröndal. Þau hafa verið á tónleikaferðalagi um landið og leikið og sungið við góðar undirtektir, nú verður hringnum lokað. Forsprakki sveitarinnar er ljóðskáldið, tónlistarmaðurinn og aktívistinn Heinz Ratz sem er margverðlaunaður í heimalandi sínu. Hann hefur vakið athygli á aðstæðum flóttafólks meðal annars með því að ganga um 1.000 kílómetra á milli flóttamannabúða í Þýskalandi og ræða við fólkið þar. Upp úr því rannsóknarverkefni stofnaði hann hljómsveit með tónlistarmönnum sem hann hitti í búðunum sem hefur komið víða fram á tónlistarhátíðum síðustu ár, að sögn Hauks. Þau Haukur, Egill og Ragnhildur hafa farið tvær tónleikaferðir um Þýskaland á þessu ári með Strom & Wasser og búið er að gefa út tvöfaldan geisladisk með tónlist sem varð til í þeirri samvinnu. Haukur lýsir því hvað fyrir Heinz Ratz vakir með því verkefni sem nú er í gangi. „Nú er Heinz Ratz að hugsa um Evrópu sem heild. Eftir hin hryllilegu stríð á síðustu öld kom upp hugmynd um samstarf innan álfunnar og hann veltir þeirri spurningu upp hvort sú hugsjón sé enn við lýði eða hvort hún hafi vikið fyrir endalausu peningatali. Hann vill kynnast þjóðunum og hefur ákveðið að á tíu árum ætli hann að gera tónlistarverkefni með fólki úr tíu borgum í Evrópu. Hann valdi Reykjavík sem fyrstu borgina af því hún er á jaðrinum í álfunni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. september 2016. Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Tónlistin fer um víðan völl og hinn fjölbreytti tónlistararfur okkar Evrópubúa er undir,“ segir Haukur Gröndal tónlistarmaður hress þegar hann lýsir tónleikum sem fram fara í Kaldalóni í Hörpu í kvöld og hefjast klukkan 21. Hann er þar sjálfur á sviði, ásamt þýsku hljómsveitinni Strom & Wasser, Agli Ólafssyni og Ragnheiði Gröndal. Þau hafa verið á tónleikaferðalagi um landið og leikið og sungið við góðar undirtektir, nú verður hringnum lokað. Forsprakki sveitarinnar er ljóðskáldið, tónlistarmaðurinn og aktívistinn Heinz Ratz sem er margverðlaunaður í heimalandi sínu. Hann hefur vakið athygli á aðstæðum flóttafólks meðal annars með því að ganga um 1.000 kílómetra á milli flóttamannabúða í Þýskalandi og ræða við fólkið þar. Upp úr því rannsóknarverkefni stofnaði hann hljómsveit með tónlistarmönnum sem hann hitti í búðunum sem hefur komið víða fram á tónlistarhátíðum síðustu ár, að sögn Hauks. Þau Haukur, Egill og Ragnhildur hafa farið tvær tónleikaferðir um Þýskaland á þessu ári með Strom & Wasser og búið er að gefa út tvöfaldan geisladisk með tónlist sem varð til í þeirri samvinnu. Haukur lýsir því hvað fyrir Heinz Ratz vakir með því verkefni sem nú er í gangi. „Nú er Heinz Ratz að hugsa um Evrópu sem heild. Eftir hin hryllilegu stríð á síðustu öld kom upp hugmynd um samstarf innan álfunnar og hann veltir þeirri spurningu upp hvort sú hugsjón sé enn við lýði eða hvort hún hafi vikið fyrir endalausu peningatali. Hann vill kynnast þjóðunum og hefur ákveðið að á tíu árum ætli hann að gera tónlistarverkefni með fólki úr tíu borgum í Evrópu. Hann valdi Reykjavík sem fyrstu borgina af því hún er á jaðrinum í álfunni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. september 2016.
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira