Ætlar ekki að enda líf sitt strax Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. september 2016 17:45 Vervoort stolt með silfrið sitt. vísir/getty Verðlaunahafi á Ólympíumóti fatlaðra gekk frá pappírum um eigið líknardráp fyrir átta árum síðan. Belgíska konan Marieke Vervoort er að glíma við ólæknandi vöðvahrörnunarsjúkdóm. Sjúkdómurinn mun valda henni gríðarlegum sársauka síðar og hún ætlar ekki að ganga í gegnum það helvíti. Fyrir átta árum síðan gekk þessi 37 ára gamla kona frá öllum pappírum þannig að hún getur bundið löglega endi á sitt líf er hún biður um það. Belgískir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hún ætlaði að binda enda á líf sitt eftir Ólympíumótið en það er ekki rétt. „Ég er enn að njóta hverrar stundar. Þegar vondu dagarnir verða orðnir fleiri en þeir góðu þá mun ég fara en það er ekki enn komið að því,“ sagði Vervoort.Vervoort á fleygiferð í Ríó.vísir/epaHún nældi í silfurverðlaun í 400 metra hjólastólaspretti um nýliðna helgi. Hún fékk gull og silfur á mótinu í London fyrir fjórum árum síðan. Mótið í Ríó er hennar svanasöngur í íþróttunum enda er líkamlegt ástand hennar orðið þannig að það er orðið of erfitt að æfa. „Ég er mjög ánægð að hafa fengið silfur núna. Það er samt súrsætt því ég hef gengið í gegnum miklar kvalir og svo er erfitt að kveðja íþróttaferilinn. Íþróttir hafa verið mitt líf.“ Líknardráp er löglegt í Belgíu og hún segir möguleikann á þessari útgönguleið hafa gefið henni hugrekki. „Fólk finnur fyrir ákveðinni ró að hafa þennan valmöguleika. Ég er viss um að ég veit hvenær ég vil fara.“ Erlendar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sjá meira
Verðlaunahafi á Ólympíumóti fatlaðra gekk frá pappírum um eigið líknardráp fyrir átta árum síðan. Belgíska konan Marieke Vervoort er að glíma við ólæknandi vöðvahrörnunarsjúkdóm. Sjúkdómurinn mun valda henni gríðarlegum sársauka síðar og hún ætlar ekki að ganga í gegnum það helvíti. Fyrir átta árum síðan gekk þessi 37 ára gamla kona frá öllum pappírum þannig að hún getur bundið löglega endi á sitt líf er hún biður um það. Belgískir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hún ætlaði að binda enda á líf sitt eftir Ólympíumótið en það er ekki rétt. „Ég er enn að njóta hverrar stundar. Þegar vondu dagarnir verða orðnir fleiri en þeir góðu þá mun ég fara en það er ekki enn komið að því,“ sagði Vervoort.Vervoort á fleygiferð í Ríó.vísir/epaHún nældi í silfurverðlaun í 400 metra hjólastólaspretti um nýliðna helgi. Hún fékk gull og silfur á mótinu í London fyrir fjórum árum síðan. Mótið í Ríó er hennar svanasöngur í íþróttunum enda er líkamlegt ástand hennar orðið þannig að það er orðið of erfitt að æfa. „Ég er mjög ánægð að hafa fengið silfur núna. Það er samt súrsætt því ég hef gengið í gegnum miklar kvalir og svo er erfitt að kveðja íþróttaferilinn. Íþróttir hafa verið mitt líf.“ Líknardráp er löglegt í Belgíu og hún segir möguleikann á þessari útgönguleið hafa gefið henni hugrekki. „Fólk finnur fyrir ákveðinni ró að hafa þennan valmöguleika. Ég er viss um að ég veit hvenær ég vil fara.“
Erlendar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sjá meira