Fögnuðu fram á nótt í Eyjum enda Páll á leiðinni á þing Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2016 10:47 Páll Magnússon á greinilega gott bakland á Heimaey enda Eyjamaður mikill. Mynd/Håkon Broder Lund Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eftir yfirburðarsigur í baráttunni um oddvitasætið í prófkjörinu sem lauk í gær. Lokatölur lágu ekki fyrir fyrr en seint í nótt en þá kom í ljós að Páll hafði hlotið 1771 atkvæði í 1. sætið en 3901 greiddi atkvæði í prófkjörinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hlaut 1021 atkvæði í 1. sætið og hafnaði í fjórða sæti listans. Ljóst er að úrslitin eru mikil tíðindi enda vel mögulegt að sitjandi ráðherra komist ekki inn á þing. Ásmundur Friðriksson hafnaði í 2. sæti og Vilhjálmur Árnason í því þriðja. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður flokksins, hafnaði í fimmta sæti listans. Karlmenn eru því í þremur efstu sætunum og gæti varið svo að kjörnefnd ákveði að breyta röðun á listanum með tilliti til kynja. Vilhjálmi Bjarnasyni, sem hafnaði í fjórða sæti listans í Kraganum, líst ekki vel á að leikreglunum sé breytt eftir á, eins og hann orðar það í samtali við Vísi. Fjögur efstu sæti flokksins í Kraganum eru skipuð karlmönnum og má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í kosningunum í Suður- og Suðvesturkjördæmi.Sjá einnig:Formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna í sjokki Páll, sem tilkynnti framboð sitt fyrir sléttum mánuði, sagðist í samtali við Vísi í nótt hrærður yfir þeim mikla stuðningi sem hann hefði fengið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“ Um 200 manna veisla var haldin á kosningaskrifstofu Páls á Heimaey í gærkvöldi og fram á nótt. Þar var glatt á hjalla eins og sjá má á myndunum að neðan sem Håkon Broder Lund tók.Vísir hvetur þátttakendur í prófkjöri allra flokka til að senda inn myndir frá kosningabaráttunni á ritstjorn@visir.is. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Páll Magnússon hefur áhyggjur af stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. 11. september 2016 00:51 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eftir yfirburðarsigur í baráttunni um oddvitasætið í prófkjörinu sem lauk í gær. Lokatölur lágu ekki fyrir fyrr en seint í nótt en þá kom í ljós að Páll hafði hlotið 1771 atkvæði í 1. sætið en 3901 greiddi atkvæði í prófkjörinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hlaut 1021 atkvæði í 1. sætið og hafnaði í fjórða sæti listans. Ljóst er að úrslitin eru mikil tíðindi enda vel mögulegt að sitjandi ráðherra komist ekki inn á þing. Ásmundur Friðriksson hafnaði í 2. sæti og Vilhjálmur Árnason í því þriðja. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður flokksins, hafnaði í fimmta sæti listans. Karlmenn eru því í þremur efstu sætunum og gæti varið svo að kjörnefnd ákveði að breyta röðun á listanum með tilliti til kynja. Vilhjálmi Bjarnasyni, sem hafnaði í fjórða sæti listans í Kraganum, líst ekki vel á að leikreglunum sé breytt eftir á, eins og hann orðar það í samtali við Vísi. Fjögur efstu sæti flokksins í Kraganum eru skipuð karlmönnum og má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í kosningunum í Suður- og Suðvesturkjördæmi.Sjá einnig:Formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna í sjokki Páll, sem tilkynnti framboð sitt fyrir sléttum mánuði, sagðist í samtali við Vísi í nótt hrærður yfir þeim mikla stuðningi sem hann hefði fengið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“ Um 200 manna veisla var haldin á kosningaskrifstofu Páls á Heimaey í gærkvöldi og fram á nótt. Þar var glatt á hjalla eins og sjá má á myndunum að neðan sem Håkon Broder Lund tók.Vísir hvetur þátttakendur í prófkjöri allra flokka til að senda inn myndir frá kosningabaráttunni á ritstjorn@visir.is.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Páll Magnússon hefur áhyggjur af stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. 11. september 2016 00:51 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30
Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Páll Magnússon hefur áhyggjur af stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. 11. september 2016 00:51
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31