Sárþjáð kerfi Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. september 2016 07:00 Það er árangursrík aðferð til að svæfa mann hratt að ræða við hann um muninn á einkarekstri og einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það er hins vegar mjög kynþokkafullt umræðuefni út frá mælikvörðum pólitískrar rökræðu. Nú er svo komið að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra er að innleiða breytingar á rekstrarfyrirkomulagi heilsugæslunnar sem hafa staðið lengi fyrir dyrum. Opnaðar verða þrjár nýjar heilsugæslustöðvar sem reknar verða af fyrirtækjum í einkaeigu og þær breytingar verða gerðar á fjármögnun heilsugæslunnar að fjármagn mun fylgja hverjum sjúklingi með það fyrir augum að auka rekstrarskilvirkni og hagkvæmni. Fram kemur í skýrslu McKinsey & Company um íslenska heilbrigðiskerfið sem kom út fyrr í þessum mánuði að fjöldi heimilislækna á Íslandi sé svipaður og annars staðar á Norðurlöndunum. Hins vegar er biðtími eftir heimilislækni mun lengri hér en í Svíþjóð svo dæmi sé tekið. Þetta er vísbending um að eitthvað sé að kerfinu og þess vegna er innleiðing nýrrar stefnu að sænskri fyrirmynd jákvæð stefnubreyting. Vandamálið við hina nýju stefnu er að heilbrigðisráðherrann hefur ekki tamið sér nægilega mikla heimtufrekju. Af virðingu við sinn gamla mótherja á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, hefur gamli togaraskipstjórinn ákveðið að vera þægur og góður og nýta það fjármagn sem þegar er í kerfinu til að fjármagna stöðvarnar fremur en að fara að fordæmi Svíanna sem hann lítur svo upp til og auka útgjöld til heilsugæslunnar samhliða breytingum á rekstrarfyrirkomulaginu. Ásetningur heilbrigðisráðherra er góður og leiðin að markmiðinu er góð. Það er hins vegar dýrt að reka góða heilsugæslu og menn gera það ekki með hangandi hendi. Breytingar á rekstrarfyrirkomulagi heilsugæslunnar í þágu skilvirkni bera þess merki að kreista eigi afköst úr kerfi sem er illa fjármagnað fyrir. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Grafarvogi, er ekki maður sem hleypur í fjölmiðla af því að það er skemmtilegt sport. „Ég get nefnt sem dæmi að í Gautaborg, þaðan sem þetta kerfi er tekið og staðfært hér, þar settu menn inn í kerfið töluverða aukapeninga, aukafjármögnun upp á allt að 37 prósent til þess að búa til nýtt og öflugra kerfi,“ sagði Ófeigur í fréttum Stöðvar 2 um breytingarnar. Heilbrigðisráðherrann vill verða sænskur en ætlar samt að vera íslenskur áfram. Í Vopnin kvödd eftir Hemingway bryður aðalsöguhetjan Hinrik kaffibaunir áður en hann gengur á fund ástkonunnar Katrínar Barkley því hann vill hressa sig við og eyða þeim hughrifum að hann hafi setið að sumbli. Viðleitni stjórnvalda til að laga heilbrigðiskerfið minnir á tilraunir af þessu tagi. Þær hrökkva ákaflega skammt. Maður getur logið að sjálfum sér og öðrum og fengið sér kaffi. Það haggar því hins vegar ekki að timburmennskan er staðreynd. Það má taka upp nýtt rekstrarfyrirkomulag heilsugæslunnar. Það breytir því ekki að undir niðri er kerfi sem er sárþjáð af fjárskorti og sinnuleysi þeirra sem bera ábyrgð á fjármögnun þess.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Það er árangursrík aðferð til að svæfa mann hratt að ræða við hann um muninn á einkarekstri og einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það er hins vegar mjög kynþokkafullt umræðuefni út frá mælikvörðum pólitískrar rökræðu. Nú er svo komið að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra er að innleiða breytingar á rekstrarfyrirkomulagi heilsugæslunnar sem hafa staðið lengi fyrir dyrum. Opnaðar verða þrjár nýjar heilsugæslustöðvar sem reknar verða af fyrirtækjum í einkaeigu og þær breytingar verða gerðar á fjármögnun heilsugæslunnar að fjármagn mun fylgja hverjum sjúklingi með það fyrir augum að auka rekstrarskilvirkni og hagkvæmni. Fram kemur í skýrslu McKinsey & Company um íslenska heilbrigðiskerfið sem kom út fyrr í þessum mánuði að fjöldi heimilislækna á Íslandi sé svipaður og annars staðar á Norðurlöndunum. Hins vegar er biðtími eftir heimilislækni mun lengri hér en í Svíþjóð svo dæmi sé tekið. Þetta er vísbending um að eitthvað sé að kerfinu og þess vegna er innleiðing nýrrar stefnu að sænskri fyrirmynd jákvæð stefnubreyting. Vandamálið við hina nýju stefnu er að heilbrigðisráðherrann hefur ekki tamið sér nægilega mikla heimtufrekju. Af virðingu við sinn gamla mótherja á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, hefur gamli togaraskipstjórinn ákveðið að vera þægur og góður og nýta það fjármagn sem þegar er í kerfinu til að fjármagna stöðvarnar fremur en að fara að fordæmi Svíanna sem hann lítur svo upp til og auka útgjöld til heilsugæslunnar samhliða breytingum á rekstrarfyrirkomulaginu. Ásetningur heilbrigðisráðherra er góður og leiðin að markmiðinu er góð. Það er hins vegar dýrt að reka góða heilsugæslu og menn gera það ekki með hangandi hendi. Breytingar á rekstrarfyrirkomulagi heilsugæslunnar í þágu skilvirkni bera þess merki að kreista eigi afköst úr kerfi sem er illa fjármagnað fyrir. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Grafarvogi, er ekki maður sem hleypur í fjölmiðla af því að það er skemmtilegt sport. „Ég get nefnt sem dæmi að í Gautaborg, þaðan sem þetta kerfi er tekið og staðfært hér, þar settu menn inn í kerfið töluverða aukapeninga, aukafjármögnun upp á allt að 37 prósent til þess að búa til nýtt og öflugra kerfi,“ sagði Ófeigur í fréttum Stöðvar 2 um breytingarnar. Heilbrigðisráðherrann vill verða sænskur en ætlar samt að vera íslenskur áfram. Í Vopnin kvödd eftir Hemingway bryður aðalsöguhetjan Hinrik kaffibaunir áður en hann gengur á fund ástkonunnar Katrínar Barkley því hann vill hressa sig við og eyða þeim hughrifum að hann hafi setið að sumbli. Viðleitni stjórnvalda til að laga heilbrigðiskerfið minnir á tilraunir af þessu tagi. Þær hrökkva ákaflega skammt. Maður getur logið að sjálfum sér og öðrum og fengið sér kaffi. Það haggar því hins vegar ekki að timburmennskan er staðreynd. Það má taka upp nýtt rekstrarfyrirkomulag heilsugæslunnar. Það breytir því ekki að undir niðri er kerfi sem er sárþjáð af fjárskorti og sinnuleysi þeirra sem bera ábyrgð á fjármögnun þess.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun