Óttast fjársvelti heilsugæslustöðva Sæunn Gísladóttir skrifar 27. september 2016 07:00 Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson segir gríðarlegan straum skjólstæðinga á Landspítalann því heilsugæslan hafi ekki getað tekið á þjónustuþörfinni í samfélaginu. vísir/hanna Taka á mikla fjármuni út úr heilsugæslustöðvum sem reknar eru af opinbera kerfinu á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir einkavæðingu heilsugæslukerfisins. Þetta er mat Ófeigs Tryggva Þorgeirssonar, svæðisstjóra og fagstjóra lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann sér fram á að skera niður um sextíu milljónir í þegar fjársveltu kerfi. Hann telur að féð fari í að fjármagna einkareknar stöðvar, og segist óttast meiri þynningu á þjónustu í kjölfar þess. Verið er að breyta fjármögnun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og einkavæða kerfið að hluta. Opna á tvær nýjar heilsugæslustöðvar og taka upp nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem fjármagn á að fylgja skjólstæðingum að sænskri fyrirmynd. Þetta á að tryggja réttlátari dreifingu rekstrarfjár til starfsemi heilsugæslustöðva. „Ríkið gerir kröfulýsingu um starfsemina og borgar stofnkostnaðinn, einkaaðilar reka svo starfsemina á sínum forsendum,“ segir Ófeigur. „Það sem við höfum verulegar áhyggjur af, eftir að hafa séð fyrstu útreikninga, er að það sé ekki að koma fé inn í heilsugæsluna til að standa undir þessum breytingum, það eigi eingöngu að dreifa fénu á fleiri staði. Þetta þýðir niðurlagningu starfa í kerfi sem nú þegar er búið að tálga inn að beini, sem er fullkomlega óásættanlegt,“ segir Ófeigur. Ófeigur telur að þetta muni vinna þvert á endurreisn heilsugæslustöðvanna undanfarið ár, og muni auka álag á spítalana aftur. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn um þetta mál segir að í fjárlögum ársins 2016 hafi verið miðað við að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar tækju til starfa undir lok þessa árs og var gert ráð fyrir fjármögnun þeirra í þrjá mánuði 2016. Þau áform frestuðust. Tvær nýjar stöðvar taka til starfa 1. febrúar árið 2017. Það reyni því ekki á fjármögnun vegna þeirra fyrr en þá. Í tengslum við breytingar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi kom fram vilji til að styrkja heilsugæsluna um 300 til 400 milljónir króna á næsta ári. Nýtt kerfi miðist við að stöðvar fái greitt fyrir þá þjónustu sem þær veiti og því verði allar stöðvarnar jafnsettar þegar kemur að fjármögnun þeirra, óháð rekstrarformi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Taka á mikla fjármuni út úr heilsugæslustöðvum sem reknar eru af opinbera kerfinu á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir einkavæðingu heilsugæslukerfisins. Þetta er mat Ófeigs Tryggva Þorgeirssonar, svæðisstjóra og fagstjóra lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann sér fram á að skera niður um sextíu milljónir í þegar fjársveltu kerfi. Hann telur að féð fari í að fjármagna einkareknar stöðvar, og segist óttast meiri þynningu á þjónustu í kjölfar þess. Verið er að breyta fjármögnun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og einkavæða kerfið að hluta. Opna á tvær nýjar heilsugæslustöðvar og taka upp nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem fjármagn á að fylgja skjólstæðingum að sænskri fyrirmynd. Þetta á að tryggja réttlátari dreifingu rekstrarfjár til starfsemi heilsugæslustöðva. „Ríkið gerir kröfulýsingu um starfsemina og borgar stofnkostnaðinn, einkaaðilar reka svo starfsemina á sínum forsendum,“ segir Ófeigur. „Það sem við höfum verulegar áhyggjur af, eftir að hafa séð fyrstu útreikninga, er að það sé ekki að koma fé inn í heilsugæsluna til að standa undir þessum breytingum, það eigi eingöngu að dreifa fénu á fleiri staði. Þetta þýðir niðurlagningu starfa í kerfi sem nú þegar er búið að tálga inn að beini, sem er fullkomlega óásættanlegt,“ segir Ófeigur. Ófeigur telur að þetta muni vinna þvert á endurreisn heilsugæslustöðvanna undanfarið ár, og muni auka álag á spítalana aftur. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn um þetta mál segir að í fjárlögum ársins 2016 hafi verið miðað við að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar tækju til starfa undir lok þessa árs og var gert ráð fyrir fjármögnun þeirra í þrjá mánuði 2016. Þau áform frestuðust. Tvær nýjar stöðvar taka til starfa 1. febrúar árið 2017. Það reyni því ekki á fjármögnun vegna þeirra fyrr en þá. Í tengslum við breytingar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi kom fram vilji til að styrkja heilsugæsluna um 300 til 400 milljónir króna á næsta ári. Nýtt kerfi miðist við að stöðvar fái greitt fyrir þá þjónustu sem þær veiti og því verði allar stöðvarnar jafnsettar þegar kemur að fjármögnun þeirra, óháð rekstrarformi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira