Elín Dröfn frumsýnir nýtt myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2016 12:30 Myndir frá gerð myndbandsins. Myndir/Elín „Ég samdi lagið fyrir rúmlega ári síðan. Það sumar fór ég til Kaupmannahafnar og hitti óvænt mann sem sagði mér einlægar sögur frá því hvernig hann sér árur í kringum fólk,“ segir tónlistarkonan Elín Dröfn Jónsdóttir sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Indigo. „Óháð því hvort ég trúði á árur eða ekki, þá var ég mjög forvitin að heyra hans skynjun á þessu öllu og hvernig efnisheimur spilar stórri vídd í hans veruleika. Sögur hans sátu aðeins í mér og fór ég að velta sérstaklega Indigo manneskjunni fyrir mér. Annars langar mig að segja sem minnst um lagið eða videoið, ég vil síður planta fræjum fyrir áhorfendur, mæli frekar með því að setja á sig heyrnartól í rólegu umhverfi og gleyma sér í smástund.“ Myndbandið var tekið upp á þremur mismunandi stöðum í júlí. Í gróðurhúsi og inni í litlum skógi í Hveragerði og að lokum í svörtu fjörunni við Eyrarbakka. Myndbandið er leikstýrt af Hjördísi Jóhannsdóttur og Elínu sjálfri. Árni Freyr Haraldsson sá um eftirvinnslu myndbandsins og var Viktor Orri Andersen kvikmyndatökustjóri. Leikarar myndbandsins eru þau Viktor Leifsson og Sólbjört Sigurðardóttir og um búningana sá Sóley Jóhannsdóttir. Indigo lagið var samið fyrir um ári síðan fyrir söng, rafhljóð, trommur og strengjakvintett. Elín stendur fyrir tónleikum í tónleikasalnum Kaldalóni í Hörpunni á fimmtudagskvöldið klukkan 20. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég samdi lagið fyrir rúmlega ári síðan. Það sumar fór ég til Kaupmannahafnar og hitti óvænt mann sem sagði mér einlægar sögur frá því hvernig hann sér árur í kringum fólk,“ segir tónlistarkonan Elín Dröfn Jónsdóttir sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Indigo. „Óháð því hvort ég trúði á árur eða ekki, þá var ég mjög forvitin að heyra hans skynjun á þessu öllu og hvernig efnisheimur spilar stórri vídd í hans veruleika. Sögur hans sátu aðeins í mér og fór ég að velta sérstaklega Indigo manneskjunni fyrir mér. Annars langar mig að segja sem minnst um lagið eða videoið, ég vil síður planta fræjum fyrir áhorfendur, mæli frekar með því að setja á sig heyrnartól í rólegu umhverfi og gleyma sér í smástund.“ Myndbandið var tekið upp á þremur mismunandi stöðum í júlí. Í gróðurhúsi og inni í litlum skógi í Hveragerði og að lokum í svörtu fjörunni við Eyrarbakka. Myndbandið er leikstýrt af Hjördísi Jóhannsdóttur og Elínu sjálfri. Árni Freyr Haraldsson sá um eftirvinnslu myndbandsins og var Viktor Orri Andersen kvikmyndatökustjóri. Leikarar myndbandsins eru þau Viktor Leifsson og Sólbjört Sigurðardóttir og um búningana sá Sóley Jóhannsdóttir. Indigo lagið var samið fyrir um ári síðan fyrir söng, rafhljóð, trommur og strengjakvintett. Elín stendur fyrir tónleikum í tónleikasalnum Kaldalóni í Hörpunni á fimmtudagskvöldið klukkan 20.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira