Fimm hurða Ford Fiesta ST Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2016 10:09 Ford Fiesta ST er aflmikill smábíll. Núverandi gerð Ford Fiesta ST kom á markað árið 2013 og ný kynslóð bílsins verður kynnt á næsta ári sem 2018 árgerð. Áður en að því kemur ætlar Ford að bæta við 5 hurða útfærslu bílsins í Evrópu, en hingað til hefur hann aðeins fengist þar 3 hurða, þó svo hann hafi fengist 5 hurða í Bandaríkjunum. Eins og í 3 hurða útfærslu bílsins verður bíllinn með 182 hestafla 1,6 lítra EcoBoost bensínvél, en með henni er þessi snaggaralegi bíll aðeins 6,9 sekúndur í 100 km hraða og með hámarkshraðann 223 km/klst. Með fimm hurðum er Ford Fiesta ST örlítið þyngri en sá þriggja hurða og bitnar það aðeins á eyðslutölum bílsins, en það er samt hverfandi lítill munur á. Ford Fiesta ST eyðir aðeins 5,9 lítrum á hverja 100 ekna kílómetra og fá má hann nú í Brimborg í þriggja hurða útfærslu á aðeins kr. 3.990.000. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent
Núverandi gerð Ford Fiesta ST kom á markað árið 2013 og ný kynslóð bílsins verður kynnt á næsta ári sem 2018 árgerð. Áður en að því kemur ætlar Ford að bæta við 5 hurða útfærslu bílsins í Evrópu, en hingað til hefur hann aðeins fengist þar 3 hurða, þó svo hann hafi fengist 5 hurða í Bandaríkjunum. Eins og í 3 hurða útfærslu bílsins verður bíllinn með 182 hestafla 1,6 lítra EcoBoost bensínvél, en með henni er þessi snaggaralegi bíll aðeins 6,9 sekúndur í 100 km hraða og með hámarkshraðann 223 km/klst. Með fimm hurðum er Ford Fiesta ST örlítið þyngri en sá þriggja hurða og bitnar það aðeins á eyðslutölum bílsins, en það er samt hverfandi lítill munur á. Ford Fiesta ST eyðir aðeins 5,9 lítrum á hverja 100 ekna kílómetra og fá má hann nú í Brimborg í þriggja hurða útfærslu á aðeins kr. 3.990.000.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent