Tæknikratakjaftæði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 27. september 2016 07:00 Tvennt hefur gerst upp á síðkastið sem kennir okkur hvernig tæknikratakjaftæði virkar, en það er skilvirkasta aðferð stjórnmálamanna í dag. Hið fyrra var þegar bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sagði að „mistök í afgreiðslu á [þessum] upplýsingum“ hefðu orðið til þess að Flateyringar voru ekki látnir vita að vatn þeirra væri mengað. Svona málflutningur myndi kannski halda saurgerlamenguðu vatni ef um væri að ræða höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York en ekki litla ráðhúsið á Ísafirði. Með álíka stjórnsýslu er kannski ástæða fyrir Flateyringa að vakna snemma á morgnana og athuga hvort skólinn sé ekki örugglega ennþá í þorpinu. Hið síðara var þegar Jón Gunnarsson sagði langa og flókna sögu af ferlum og nefndum þar sem einu skynsamlegu sögulokin yrðu að vera þau að samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunar. Til allrar hamingju var hann stoppaður af þegar hann ætlaði að stinga upp í viðmælanda sinn, sem var honum ósammála, með þeim rökum að hún væri ekki nógu vel upplýst. Allt of margir stjórnmálamenn virðast vilja gefa okkur þá sýn á stjórnmálin að þau séu tæknikratísk maskína, þangað sem mál eru sett inn og þegar þau koma út eru þau orðin að vilja þeirra sem auðinn og völdin hafa. Þetta á að líta út eins og náttúrulögmál. Stórfyrirtækin verða sterkari, náttúran mengaðri, þeir sem berjast í bökkum verða umkomulausari og þeir sem skilja þetta ekki, verða allt í einu illa að sér. Þess vegna er ekki hægt að breyta stjórnarskránni, koma auðlindum í eigu þjóðarinnar, bæta kjör hinna launalægstu, stoppa stóriðjubrjálæði og hætta að soga máttinn úr minni byggðum. Þess vegna ræða stjórnmálamenn heldur ekki lengur hugsjónir. Tannhjól í maskínu þarf jú ekki haus. En ég ætla að fara að fordæmi Bjartar Ólafsdóttur, ég sit ekki undir þessu tæknikratakjaftæði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Tvennt hefur gerst upp á síðkastið sem kennir okkur hvernig tæknikratakjaftæði virkar, en það er skilvirkasta aðferð stjórnmálamanna í dag. Hið fyrra var þegar bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sagði að „mistök í afgreiðslu á [þessum] upplýsingum“ hefðu orðið til þess að Flateyringar voru ekki látnir vita að vatn þeirra væri mengað. Svona málflutningur myndi kannski halda saurgerlamenguðu vatni ef um væri að ræða höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York en ekki litla ráðhúsið á Ísafirði. Með álíka stjórnsýslu er kannski ástæða fyrir Flateyringa að vakna snemma á morgnana og athuga hvort skólinn sé ekki örugglega ennþá í þorpinu. Hið síðara var þegar Jón Gunnarsson sagði langa og flókna sögu af ferlum og nefndum þar sem einu skynsamlegu sögulokin yrðu að vera þau að samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunar. Til allrar hamingju var hann stoppaður af þegar hann ætlaði að stinga upp í viðmælanda sinn, sem var honum ósammála, með þeim rökum að hún væri ekki nógu vel upplýst. Allt of margir stjórnmálamenn virðast vilja gefa okkur þá sýn á stjórnmálin að þau séu tæknikratísk maskína, þangað sem mál eru sett inn og þegar þau koma út eru þau orðin að vilja þeirra sem auðinn og völdin hafa. Þetta á að líta út eins og náttúrulögmál. Stórfyrirtækin verða sterkari, náttúran mengaðri, þeir sem berjast í bökkum verða umkomulausari og þeir sem skilja þetta ekki, verða allt í einu illa að sér. Þess vegna er ekki hægt að breyta stjórnarskránni, koma auðlindum í eigu þjóðarinnar, bæta kjör hinna launalægstu, stoppa stóriðjubrjálæði og hætta að soga máttinn úr minni byggðum. Þess vegna ræða stjórnmálamenn heldur ekki lengur hugsjónir. Tannhjól í maskínu þarf jú ekki haus. En ég ætla að fara að fordæmi Bjartar Ólafsdóttur, ég sit ekki undir þessu tæknikratakjaftæði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun