Umboðsmaður Alþingis segir fangelsismálastjóra hafa gerst brotlegan vegna ummæla um Kaupþingsmenn nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 25. september 2016 20:00 Þremenningarnir afplánuðu dóm sinn á Kvíabryggju. Vísir/Þorbjörn Þórðarson/andri marinó Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ummæli Páls Winkel, fangelsismálastjóra, um þá Magnús Guðmundsson, Ólaf Ólafsson og Sigurð Einarsson hafi varðað brot á lagareglum. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Magnús, Ólafur og Sigurður hlutu allir dóm vegna Al thani-málsins svokallaða og voru í kjölfarið vistaðir á Kvíabryggju. Kvörtun þeirra til umboðsmanns Alþingis gegn Páli snerist um ummæli hans í fjölmiðlum varðandi ýmislegt er tengdist fangavist þremenninganna á Kvíabryggju. Kvörtun Magnúsar, Ólafs og Sigurðar var fjórþætt en hún var send umboðsmanni á gamlársdag í fyrra. Í fyrsta lagi hafði Páll látið þau orð falla í fjölmiðlum að þremenningarnir vildu fá áfenga drykki með matnum á Kvíabryggju. Í öðru lagi hefði tökulið á vegum leikstjórans Michaels Moore fengið að kvikmynda á Kvíabryggju og rætt þar við þá Magnús, Ólaf og Sigurð. Í þriðja lagi kvörtuðu þremenningarnir yfir því að Páll hefði í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í nóvember í fyrra ýjað að því að honum væri mútað af föngunum, bæði óbeint og beint. Í fjórða lagi tengdist kvörtunin ummælum Páls um reiðnámskeið á Kvíabryggju sem til stóð að þremenningarnir myndu sækja. Umboðsmaður Alþingis skilaði ekki inn ályktun varðandi málið enda hefur fangelsismálastjóri þegar beðist afsökunar á framgöngu sinni. Þess í stað sendi hann sendi þeim Magnúsi, Ólafi og Sigurði svar við kvörtuninni og gerði innanríkisráðherra og Páli jafnframt grein fyrir niðurstöðu sinni. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ummæli Páls Winkel, fangelsismálastjóra, um þá Magnús Guðmundsson, Ólaf Ólafsson og Sigurð Einarsson hafi varðað brot á lagareglum. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Magnús, Ólafur og Sigurður hlutu allir dóm vegna Al thani-málsins svokallaða og voru í kjölfarið vistaðir á Kvíabryggju. Kvörtun þeirra til umboðsmanns Alþingis gegn Páli snerist um ummæli hans í fjölmiðlum varðandi ýmislegt er tengdist fangavist þremenninganna á Kvíabryggju. Kvörtun Magnúsar, Ólafs og Sigurðar var fjórþætt en hún var send umboðsmanni á gamlársdag í fyrra. Í fyrsta lagi hafði Páll látið þau orð falla í fjölmiðlum að þremenningarnir vildu fá áfenga drykki með matnum á Kvíabryggju. Í öðru lagi hefði tökulið á vegum leikstjórans Michaels Moore fengið að kvikmynda á Kvíabryggju og rætt þar við þá Magnús, Ólaf og Sigurð. Í þriðja lagi kvörtuðu þremenningarnir yfir því að Páll hefði í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í nóvember í fyrra ýjað að því að honum væri mútað af föngunum, bæði óbeint og beint. Í fjórða lagi tengdist kvörtunin ummælum Páls um reiðnámskeið á Kvíabryggju sem til stóð að þremenningarnir myndu sækja. Umboðsmaður Alþingis skilaði ekki inn ályktun varðandi málið enda hefur fangelsismálastjóri þegar beðist afsökunar á framgöngu sinni. Þess í stað sendi hann sendi þeim Magnúsi, Ólafi og Sigurði svar við kvörtuninni og gerði innanríkisráðherra og Páli jafnframt grein fyrir niðurstöðu sinni.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45
Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40