Leikmenn HK pissuðu á fána Breiðabliks: Atvikið fordæmt og harmað Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2016 20:45 Hér má sjá mynd af félagsheimilinu við Fagralund. vísir/ernir HK-ingar köstuð af sér vatni á fána erkifjendanna og nágrannanna í Breiðabliki eftir 7-2 tap HK gegn Leiknis Fárskrúðsfirði í gær. Vefsíðan 443 greindi frá því í dag. Leikmenn HK héldu lokahóf sitt í gærkvöldi og fékk 433 sendar tvær myndir sem sýna að pissað hafi verið á fána Breiðabliks sem hékk fyrir utan Fagralund, félagsheimili HK. Í dag deila bæði Blikar og HK-ingar svæðinu og því var fáninn eðlilega á sínum stað. HK-ingar hafa nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og má lesa hana hér að neðan. Yfirlýsingin birtist fyrst á heimasíðu HK:Í tilefni af frétt sem birtist á vefnum 433.is í dag og varðar ósæmilega meðferð á fána Breiðabliks fyrir utan Fagralund þar sem lokahóf knattspyrnudeildar HK var haldið í gærkvöldi, vill stjórn knattspyrnudeildar koma eftirfarandi á framfæri.Atvik þetta er bæði fordæmt og harmað af hálfu knattspyrnudeildar HK og félagsins alls. Framkoma af þessum toga er hvorki sæmandi né í samræmi við góðan anda og gott samstarf félaganna tveggja. Ekki er ljóst hverjir stóðu að þessu athæfi en stjórn knattspyrnudeildar HK hefur í hyggju að bregðast við þessu með því að ítreka við félagsmenn sína og iðkendur að siðareglur félagsins skuli hafðar í heiðri öllum stundum og að framkoma af þessum toga muni ekki vera liðin.Eftir að atvikið varð ljóst var umræddur fáni Breiðabliks þveginn af HK-ingum og dreginn að húni á ný.Stjórn knattspyrnudeildar HK biður alla Blika innilega afsökunar á þessu atviki.Frétt uppfærð klukkan 01:15Fréttamenn á 433 hafa breytt frétt sinni og ekki lengur fullyrt að leikmenn hafi pissað á fána Breiðabliks. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leiknismenn héldu sér uppi á ótrúlegan hátt Ótrúlegir hlutir gerðust í lokaumferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu í dag þegar Leiknir Fárskrúðsfjörður náði að bjarga sæti sínu í deildinni á lygilegan hátt. 24. september 2016 15:07 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
HK-ingar köstuð af sér vatni á fána erkifjendanna og nágrannanna í Breiðabliki eftir 7-2 tap HK gegn Leiknis Fárskrúðsfirði í gær. Vefsíðan 443 greindi frá því í dag. Leikmenn HK héldu lokahóf sitt í gærkvöldi og fékk 433 sendar tvær myndir sem sýna að pissað hafi verið á fána Breiðabliks sem hékk fyrir utan Fagralund, félagsheimili HK. Í dag deila bæði Blikar og HK-ingar svæðinu og því var fáninn eðlilega á sínum stað. HK-ingar hafa nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og má lesa hana hér að neðan. Yfirlýsingin birtist fyrst á heimasíðu HK:Í tilefni af frétt sem birtist á vefnum 433.is í dag og varðar ósæmilega meðferð á fána Breiðabliks fyrir utan Fagralund þar sem lokahóf knattspyrnudeildar HK var haldið í gærkvöldi, vill stjórn knattspyrnudeildar koma eftirfarandi á framfæri.Atvik þetta er bæði fordæmt og harmað af hálfu knattspyrnudeildar HK og félagsins alls. Framkoma af þessum toga er hvorki sæmandi né í samræmi við góðan anda og gott samstarf félaganna tveggja. Ekki er ljóst hverjir stóðu að þessu athæfi en stjórn knattspyrnudeildar HK hefur í hyggju að bregðast við þessu með því að ítreka við félagsmenn sína og iðkendur að siðareglur félagsins skuli hafðar í heiðri öllum stundum og að framkoma af þessum toga muni ekki vera liðin.Eftir að atvikið varð ljóst var umræddur fáni Breiðabliks þveginn af HK-ingum og dreginn að húni á ný.Stjórn knattspyrnudeildar HK biður alla Blika innilega afsökunar á þessu atviki.Frétt uppfærð klukkan 01:15Fréttamenn á 433 hafa breytt frétt sinni og ekki lengur fullyrt að leikmenn hafi pissað á fána Breiðabliks.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leiknismenn héldu sér uppi á ótrúlegan hátt Ótrúlegir hlutir gerðust í lokaumferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu í dag þegar Leiknir Fárskrúðsfjörður náði að bjarga sæti sínu í deildinni á lygilegan hátt. 24. september 2016 15:07 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Leiknismenn héldu sér uppi á ótrúlegan hátt Ótrúlegir hlutir gerðust í lokaumferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu í dag þegar Leiknir Fárskrúðsfjörður náði að bjarga sæti sínu í deildinni á lygilegan hátt. 24. september 2016 15:07