Margrét tekur ekki sæti á lista Samfylkingarinnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 24. september 2016 12:22 Margrét var færð niður um sæti vegna aldurs, en hún er 44 ára. Vísir/Valli Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að taka 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar en hún var færð niður um sæti vegna aldurs. Sams konar reglu var hins vegar ekki fylgt á listum flokksins í Reykjavík en hún segir ekki til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna eftir aldri. Samkvæmt reglum í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og í Reykjavík sem fram fóru fyrr í mánuðinum varð einn af þremur efstu frambjóðendum á listum flokksins að vera 35 ára eða yngri. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkur norður og suður voru samþykktir í fyrradag en á þeim listum var vikið frá þessari reglu. Þannig skipa Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir efstu þrjú sætin í Reykjavík norður en þau er öll eldri en 35 ára.Úr þriðja sæti í fimmta Í flokksvalinu í Suðvesturkjördæmi var aldursreglunni hins vegar fylgt eftir. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, hlaut kosningu í 3. sæti listans. Hún var hins vegar færð niður þar sem enginn þeirra sem hlutu efstu sætin voru 35 ára eða yngri en Margrét er 44 ára. Vegna kynjasjónarmiða var Margrét færð enn neðar og endaði í 5. sæti listans. Margrét segir þetta ósamræmi milli kjördæma mjög skrýtið. „Þetta er náttúrulega ekki alveg til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna fólki eftir aldri. En ef að reglurnar gilda, og það hefði ég getað sætt mig við, að þá verða þær að gilda alls staðar. Fyrst svo er ekki að þá ætla ég ekki að taka sæti á listanum,“ segir Margrét.Hefur þú fengið einhverjar skýringar á þessu ósamræmi? „Já ég veit náttúrulega alveg hvernig í þessu liggur. Þetta er ekkert viljaverk. Það er bara þannig að í öðru kjördæminu fara menn alveg eftir reglunum, bara eftir bókstafnum, en í hinu ákveða menn að gera það ekki,“ segir Margrét.Ákveðið áfall Þetta ósamræmi megi að hluta skýra með því að fundirnir, þar sem listar flokksins í suðvestur og Reykjavík voru staðfestir, fóru fram á sama tíma. Því hefði ekki verið samráð um hvernig og hvort beita ætti reglunni. „En það var mér ákveðið áfall að sjá að þessu hefði bara öllu verið kastað til hliðar í Reykjavík,“ segir Margrét. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að taka 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar en hún var færð niður um sæti vegna aldurs. Sams konar reglu var hins vegar ekki fylgt á listum flokksins í Reykjavík en hún segir ekki til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna eftir aldri. Samkvæmt reglum í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og í Reykjavík sem fram fóru fyrr í mánuðinum varð einn af þremur efstu frambjóðendum á listum flokksins að vera 35 ára eða yngri. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkur norður og suður voru samþykktir í fyrradag en á þeim listum var vikið frá þessari reglu. Þannig skipa Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir efstu þrjú sætin í Reykjavík norður en þau er öll eldri en 35 ára.Úr þriðja sæti í fimmta Í flokksvalinu í Suðvesturkjördæmi var aldursreglunni hins vegar fylgt eftir. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, hlaut kosningu í 3. sæti listans. Hún var hins vegar færð niður þar sem enginn þeirra sem hlutu efstu sætin voru 35 ára eða yngri en Margrét er 44 ára. Vegna kynjasjónarmiða var Margrét færð enn neðar og endaði í 5. sæti listans. Margrét segir þetta ósamræmi milli kjördæma mjög skrýtið. „Þetta er náttúrulega ekki alveg til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna fólki eftir aldri. En ef að reglurnar gilda, og það hefði ég getað sætt mig við, að þá verða þær að gilda alls staðar. Fyrst svo er ekki að þá ætla ég ekki að taka sæti á listanum,“ segir Margrét.Hefur þú fengið einhverjar skýringar á þessu ósamræmi? „Já ég veit náttúrulega alveg hvernig í þessu liggur. Þetta er ekkert viljaverk. Það er bara þannig að í öðru kjördæminu fara menn alveg eftir reglunum, bara eftir bókstafnum, en í hinu ákveða menn að gera það ekki,“ segir Margrét.Ákveðið áfall Þetta ósamræmi megi að hluta skýra með því að fundirnir, þar sem listar flokksins í suðvestur og Reykjavík voru staðfestir, fóru fram á sama tíma. Því hefði ekki verið samráð um hvernig og hvort beita ætti reglunni. „En það var mér ákveðið áfall að sjá að þessu hefði bara öllu verið kastað til hliðar í Reykjavík,“ segir Margrét.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira