Honda með agnarsmárri 0,6 lítra vél náði 421 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2016 09:57 Lítil en hraðskreið Honda. Bílar þurfa ekki endilega að vera með vélum með mikið sprengirými til að vera hraðskreiðir og það sannaði Honda með þessum straumlínulagaða HondaJet bíl um daginn. Hann ók um saltslétturnar í Bonneville og náði þar 421,3 km hraða. Í þessari “rakettu” er aðeins 0,6 lítra vél, sem einnig má finna í Honda S660 roadster sportbílnum. Í þeim agnarsmár sportbíl, sem aðallega er markaðssettur í Japan, er þessi vél 63 hestöfl en Honda hefur tekist að kreista þrefalt það afl úr vélinni og þannig var þessi HondaJet fær um að ná þessum mikla hraða. Til að fá þennan mikla hraða skráðan sem met þurfti bíllinn að ná honum á leið sinni fram og til baka á saltsléttunum í Bonneville. Rendar mældist mesti hraði bílsins 428 km/klst en þeim hraða náði hann ekki á bakaleiðinni og því er hámarkshraðinn skráður 261,875 mílur, eða 421,3 km/klst. Hraðasti Honda bíll fram að þessu, Honda Racing F1 var búinn V10 vél og náði hann 400 km hraða árið 2006. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Bílar þurfa ekki endilega að vera með vélum með mikið sprengirými til að vera hraðskreiðir og það sannaði Honda með þessum straumlínulagaða HondaJet bíl um daginn. Hann ók um saltslétturnar í Bonneville og náði þar 421,3 km hraða. Í þessari “rakettu” er aðeins 0,6 lítra vél, sem einnig má finna í Honda S660 roadster sportbílnum. Í þeim agnarsmár sportbíl, sem aðallega er markaðssettur í Japan, er þessi vél 63 hestöfl en Honda hefur tekist að kreista þrefalt það afl úr vélinni og þannig var þessi HondaJet fær um að ná þessum mikla hraða. Til að fá þennan mikla hraða skráðan sem met þurfti bíllinn að ná honum á leið sinni fram og til baka á saltsléttunum í Bonneville. Rendar mældist mesti hraði bílsins 428 km/klst en þeim hraða náði hann ekki á bakaleiðinni og því er hámarkshraðinn skráður 261,875 mílur, eða 421,3 km/klst. Hraðasti Honda bíll fram að þessu, Honda Racing F1 var búinn V10 vél og náði hann 400 km hraða árið 2006.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent