Fyrsti rafmagnsbíll Mercedes Benz frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2016 09:12 Nýr Mercedes-Benz B-Class Electric Drive rafbíll hefur verið kynntur til leiks en þetta er fyrsti hreini rafbíllinn frá þýska lúxusbílaframleiðandanum sem frumsýndur er hér á landi. Rafbíllinn hefur drægni upp á allt að 230 kílómetra við bestu aðstæður og þar spilar byltingarkenndur Range Plus tæknibúnaður bílsins inn í. Með því að ýta á takka í mælaborðinu fer Range Plus búnaðurinn í gang og eykur drægni bílsins um allt að 30 km. Mercedes Benz B-Class er aflmikill bíll og snar í snúningum. Rafmótorinn skilar 179 hestöflum og togið er 340 Nm. Hröðunin úr 0-100 km er aðeins 7,9 sekúndur. Hleðslutími bílsins er 3 klukkustundir í heimahleðslustöð. B-Class rafbíllinn er vel búinn nýjasta aksturs- og öryggisbúnaði frá Mercedes-Benz. Bíllinn hefur síðustu daga verið til sýnis á CHARGE Energy Branding Conference ráðstefnunni í Hörpunni og er það vel við hæfi enda er þessi byltingarkenndi rafbíll frá Mercedes-Benz það sem framtíðin ber í skauti sér. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent
Nýr Mercedes-Benz B-Class Electric Drive rafbíll hefur verið kynntur til leiks en þetta er fyrsti hreini rafbíllinn frá þýska lúxusbílaframleiðandanum sem frumsýndur er hér á landi. Rafbíllinn hefur drægni upp á allt að 230 kílómetra við bestu aðstæður og þar spilar byltingarkenndur Range Plus tæknibúnaður bílsins inn í. Með því að ýta á takka í mælaborðinu fer Range Plus búnaðurinn í gang og eykur drægni bílsins um allt að 30 km. Mercedes Benz B-Class er aflmikill bíll og snar í snúningum. Rafmótorinn skilar 179 hestöflum og togið er 340 Nm. Hröðunin úr 0-100 km er aðeins 7,9 sekúndur. Hleðslutími bílsins er 3 klukkustundir í heimahleðslustöð. B-Class rafbíllinn er vel búinn nýjasta aksturs- og öryggisbúnaði frá Mercedes-Benz. Bíllinn hefur síðustu daga verið til sýnis á CHARGE Energy Branding Conference ráðstefnunni í Hörpunni og er það vel við hæfi enda er þessi byltingarkenndi rafbíll frá Mercedes-Benz það sem framtíðin ber í skauti sér.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent