Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2016 14:47 Vísir/AFP Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. Nú þegar eru sex rússnesk herskip á svæðinu auk fylgiskipa. Spennan hefur magnast hratt í Sýrlandi á síðustu dögum og er ástandið til umræðu hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Sergey Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir þetta gert til að styrkja þau skip sem þegar eru til staðar í Miðjarðarhafinu. Rússneski flotinn hefur verið með fasta viðveru við strendur Sýrlands frá 2013. Samkvæmt TASS verður Kuznetsov notaður til loftárása í Sýrlandi og stendur til að hafa skipið á svæðinu í minnst þrjá mánuði. Vopnahlé Rússlands og Bandaríkjanna virðist vera úti, þrátt fyrir að hvorki John Kerry né Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar, vilji viðurkenna það þar sem átök hafa víða blossað upp aftur. Þeir eru nú á fundi Öryggisráðsins. Þá gerði bandalag Bandaríkjanna loftárás á fjölda hermanna stjórnarhers Sýrlands um helgina. Talið er að minnst 60 hermenn hafi fallið. Rússar er svo sakaðir um að hafa gert loftárás á bílalest Rauða hálfmánans nærri Aleppo.Uppýsingar um Admiral Kutznetsov.Vísir/GraphicNews Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00 Bandaríkjamenn kenna Rússum um árásina á bílalestina Bandaríkjamenn segja að Rússar séu ábyrgir fyrir árásinni á bílalest sem var að flytja hjálpargögn til Aleppo í Sýrlandi í vikunni. Tólf fórust í árásinni og hefur Breska ríkisútvarpið eftir bandarískum heimildamönnum að árásin hafi verið gerð af tveimur rússneskum herþotum. 21. september 2016 07:41 Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárás á bílalest Sameinuðu þjóðanna. 21. september 2016 11:15 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Sjá meira
Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. Nú þegar eru sex rússnesk herskip á svæðinu auk fylgiskipa. Spennan hefur magnast hratt í Sýrlandi á síðustu dögum og er ástandið til umræðu hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Sergey Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir þetta gert til að styrkja þau skip sem þegar eru til staðar í Miðjarðarhafinu. Rússneski flotinn hefur verið með fasta viðveru við strendur Sýrlands frá 2013. Samkvæmt TASS verður Kuznetsov notaður til loftárása í Sýrlandi og stendur til að hafa skipið á svæðinu í minnst þrjá mánuði. Vopnahlé Rússlands og Bandaríkjanna virðist vera úti, þrátt fyrir að hvorki John Kerry né Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar, vilji viðurkenna það þar sem átök hafa víða blossað upp aftur. Þeir eru nú á fundi Öryggisráðsins. Þá gerði bandalag Bandaríkjanna loftárás á fjölda hermanna stjórnarhers Sýrlands um helgina. Talið er að minnst 60 hermenn hafi fallið. Rússar er svo sakaðir um að hafa gert loftárás á bílalest Rauða hálfmánans nærri Aleppo.Uppýsingar um Admiral Kutznetsov.Vísir/GraphicNews
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00 Bandaríkjamenn kenna Rússum um árásina á bílalestina Bandaríkjamenn segja að Rússar séu ábyrgir fyrir árásinni á bílalest sem var að flytja hjálpargögn til Aleppo í Sýrlandi í vikunni. Tólf fórust í árásinni og hefur Breska ríkisútvarpið eftir bandarískum heimildamönnum að árásin hafi verið gerð af tveimur rússneskum herþotum. 21. september 2016 07:41 Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárás á bílalest Sameinuðu þjóðanna. 21. september 2016 11:15 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Sjá meira
Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00
Bandaríkjamenn kenna Rússum um árásina á bílalestina Bandaríkjamenn segja að Rússar séu ábyrgir fyrir árásinni á bílalest sem var að flytja hjálpargögn til Aleppo í Sýrlandi í vikunni. Tólf fórust í árásinni og hefur Breska ríkisútvarpið eftir bandarískum heimildamönnum að árásin hafi verið gerð af tveimur rússneskum herþotum. 21. september 2016 07:41
Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárás á bílalest Sameinuðu þjóðanna. 21. september 2016 11:15