Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2016 11:15 Sjá má skemmdir eftir sprengjubrot á myndum af vettvangi. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir vopnaðir uppreisnarmenn hafi verið á ferðinni með bílalest Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Talið er að loftárás hafi verið gerð á bílalestina, svo um 20 hjálparstarfsmenn féllu. Gífurlegt magn af hjálpargögnum var í bílunum og eyðilögðust 18 af 31 bíl í lestinni. Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárásina, en Rússar þvertaka fyrir það. Í gær sagði talsmaður ráðuneytisins að eftir að hafa skoðað myndbönd sem tekin voru eftir árásina væri útlit fyrir að kveikt hefði verið í bílunum. Engin loftárás hefði verið gerð.Igor Konashenkov sagði að ekki mætti sjá skemmdir eftir höggbylgjur og sprengjubrot á bílunum né gíga. Myndir af vettvangi sína hins vegar gíga og skemmdir eftir sprengjubrot.Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir þar að auki að stjórnarher Sýrlands hefði ekki getað gert árásina þar sem hún var gerð að nóttu til. Stjórnarherinn geri ekki loftárásir að nóttu til þar sem þeir hafi ekki tök á því. Nú segir Igor Konashenkov að frekari skoðun hafi leitt í ljós að „hryðjuverkamenn hafi komið sprengjuvörpu fyrir á svæðinu og reynt að skýla sér á bak við bílalestina.“ Meðfylgjandi myndband, sem Rússar segja að þeir hafi tekið upp með dróna, sýnir bílalestina nokkrum klukkustundum áður en ráðist var á hana. Sjá má pallbíl keyra framhjá bílalestinni, sem Rússar segja að hafi dregið sprengjuvörpu. Drónanum var flogið af svæðinu áður en árásin var gerð. Verið var að afferma bílalestina við vöruskemmu Rauða hálfmánans í Urum al-Kubra, skammt frá Aleppo.Eins og áður segir hafa Bandaríkin sakað Rússa um að bera ábyrgð á árásinni, en Reuters fréttaveitan hafði eftir tveimur Bandarískum embættismönnum að tvær rússneskar orrustuþotur hefðu verið á flugi yfir svæðinu á tímanum sem árásin var gerð. „Það eru þrjár fylkingar sem fljúga yfir Sýrlandi. Bandalag okkar, Rússar og Stjórnarherinn. Þetta var ekki bandalag okkar. Við fljúgum ekki yfir Aleppo þar sem við höfum enga ástæðu til þess. Við gerum einungis loftárásir gegn Íslamska ríkinu og þeir eru ekki þarna,“ segir talsmaður Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Ben Rhodes, úr Hvíta húsinu, segir að sama hvort sem Rússar hafi gert loftárásina eða stjórnarherinn, lýti Bandaríkin á það að Rússar beri ábyrgðina. Þeir hafi ábyrgst að koma í veg fyrir loftárásir á svæðinu vegna vopnahlésins. Málið verður líklega rætt á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Mið-Austurlönd Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir vopnaðir uppreisnarmenn hafi verið á ferðinni með bílalest Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Talið er að loftárás hafi verið gerð á bílalestina, svo um 20 hjálparstarfsmenn féllu. Gífurlegt magn af hjálpargögnum var í bílunum og eyðilögðust 18 af 31 bíl í lestinni. Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárásina, en Rússar þvertaka fyrir það. Í gær sagði talsmaður ráðuneytisins að eftir að hafa skoðað myndbönd sem tekin voru eftir árásina væri útlit fyrir að kveikt hefði verið í bílunum. Engin loftárás hefði verið gerð.Igor Konashenkov sagði að ekki mætti sjá skemmdir eftir höggbylgjur og sprengjubrot á bílunum né gíga. Myndir af vettvangi sína hins vegar gíga og skemmdir eftir sprengjubrot.Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir þar að auki að stjórnarher Sýrlands hefði ekki getað gert árásina þar sem hún var gerð að nóttu til. Stjórnarherinn geri ekki loftárásir að nóttu til þar sem þeir hafi ekki tök á því. Nú segir Igor Konashenkov að frekari skoðun hafi leitt í ljós að „hryðjuverkamenn hafi komið sprengjuvörpu fyrir á svæðinu og reynt að skýla sér á bak við bílalestina.“ Meðfylgjandi myndband, sem Rússar segja að þeir hafi tekið upp með dróna, sýnir bílalestina nokkrum klukkustundum áður en ráðist var á hana. Sjá má pallbíl keyra framhjá bílalestinni, sem Rússar segja að hafi dregið sprengjuvörpu. Drónanum var flogið af svæðinu áður en árásin var gerð. Verið var að afferma bílalestina við vöruskemmu Rauða hálfmánans í Urum al-Kubra, skammt frá Aleppo.Eins og áður segir hafa Bandaríkin sakað Rússa um að bera ábyrgð á árásinni, en Reuters fréttaveitan hafði eftir tveimur Bandarískum embættismönnum að tvær rússneskar orrustuþotur hefðu verið á flugi yfir svæðinu á tímanum sem árásin var gerð. „Það eru þrjár fylkingar sem fljúga yfir Sýrlandi. Bandalag okkar, Rússar og Stjórnarherinn. Þetta var ekki bandalag okkar. Við fljúgum ekki yfir Aleppo þar sem við höfum enga ástæðu til þess. Við gerum einungis loftárásir gegn Íslamska ríkinu og þeir eru ekki þarna,“ segir talsmaður Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Ben Rhodes, úr Hvíta húsinu, segir að sama hvort sem Rússar hafi gert loftárásina eða stjórnarherinn, lýti Bandaríkin á það að Rússar beri ábyrgðina. Þeir hafi ábyrgst að koma í veg fyrir loftárásir á svæðinu vegna vopnahlésins. Málið verður líklega rætt á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag.
Mið-Austurlönd Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent