Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2016 11:15 Sjá má skemmdir eftir sprengjubrot á myndum af vettvangi. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir vopnaðir uppreisnarmenn hafi verið á ferðinni með bílalest Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Talið er að loftárás hafi verið gerð á bílalestina, svo um 20 hjálparstarfsmenn féllu. Gífurlegt magn af hjálpargögnum var í bílunum og eyðilögðust 18 af 31 bíl í lestinni. Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárásina, en Rússar þvertaka fyrir það. Í gær sagði talsmaður ráðuneytisins að eftir að hafa skoðað myndbönd sem tekin voru eftir árásina væri útlit fyrir að kveikt hefði verið í bílunum. Engin loftárás hefði verið gerð.Igor Konashenkov sagði að ekki mætti sjá skemmdir eftir höggbylgjur og sprengjubrot á bílunum né gíga. Myndir af vettvangi sína hins vegar gíga og skemmdir eftir sprengjubrot.Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir þar að auki að stjórnarher Sýrlands hefði ekki getað gert árásina þar sem hún var gerð að nóttu til. Stjórnarherinn geri ekki loftárásir að nóttu til þar sem þeir hafi ekki tök á því. Nú segir Igor Konashenkov að frekari skoðun hafi leitt í ljós að „hryðjuverkamenn hafi komið sprengjuvörpu fyrir á svæðinu og reynt að skýla sér á bak við bílalestina.“ Meðfylgjandi myndband, sem Rússar segja að þeir hafi tekið upp með dróna, sýnir bílalestina nokkrum klukkustundum áður en ráðist var á hana. Sjá má pallbíl keyra framhjá bílalestinni, sem Rússar segja að hafi dregið sprengjuvörpu. Drónanum var flogið af svæðinu áður en árásin var gerð. Verið var að afferma bílalestina við vöruskemmu Rauða hálfmánans í Urum al-Kubra, skammt frá Aleppo.Eins og áður segir hafa Bandaríkin sakað Rússa um að bera ábyrgð á árásinni, en Reuters fréttaveitan hafði eftir tveimur Bandarískum embættismönnum að tvær rússneskar orrustuþotur hefðu verið á flugi yfir svæðinu á tímanum sem árásin var gerð. „Það eru þrjár fylkingar sem fljúga yfir Sýrlandi. Bandalag okkar, Rússar og Stjórnarherinn. Þetta var ekki bandalag okkar. Við fljúgum ekki yfir Aleppo þar sem við höfum enga ástæðu til þess. Við gerum einungis loftárásir gegn Íslamska ríkinu og þeir eru ekki þarna,“ segir talsmaður Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Ben Rhodes, úr Hvíta húsinu, segir að sama hvort sem Rússar hafi gert loftárásina eða stjórnarherinn, lýti Bandaríkin á það að Rússar beri ábyrgðina. Þeir hafi ábyrgst að koma í veg fyrir loftárásir á svæðinu vegna vopnahlésins. Málið verður líklega rætt á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Mið-Austurlönd Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir vopnaðir uppreisnarmenn hafi verið á ferðinni með bílalest Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Talið er að loftárás hafi verið gerð á bílalestina, svo um 20 hjálparstarfsmenn féllu. Gífurlegt magn af hjálpargögnum var í bílunum og eyðilögðust 18 af 31 bíl í lestinni. Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárásina, en Rússar þvertaka fyrir það. Í gær sagði talsmaður ráðuneytisins að eftir að hafa skoðað myndbönd sem tekin voru eftir árásina væri útlit fyrir að kveikt hefði verið í bílunum. Engin loftárás hefði verið gerð.Igor Konashenkov sagði að ekki mætti sjá skemmdir eftir höggbylgjur og sprengjubrot á bílunum né gíga. Myndir af vettvangi sína hins vegar gíga og skemmdir eftir sprengjubrot.Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir þar að auki að stjórnarher Sýrlands hefði ekki getað gert árásina þar sem hún var gerð að nóttu til. Stjórnarherinn geri ekki loftárásir að nóttu til þar sem þeir hafi ekki tök á því. Nú segir Igor Konashenkov að frekari skoðun hafi leitt í ljós að „hryðjuverkamenn hafi komið sprengjuvörpu fyrir á svæðinu og reynt að skýla sér á bak við bílalestina.“ Meðfylgjandi myndband, sem Rússar segja að þeir hafi tekið upp með dróna, sýnir bílalestina nokkrum klukkustundum áður en ráðist var á hana. Sjá má pallbíl keyra framhjá bílalestinni, sem Rússar segja að hafi dregið sprengjuvörpu. Drónanum var flogið af svæðinu áður en árásin var gerð. Verið var að afferma bílalestina við vöruskemmu Rauða hálfmánans í Urum al-Kubra, skammt frá Aleppo.Eins og áður segir hafa Bandaríkin sakað Rússa um að bera ábyrgð á árásinni, en Reuters fréttaveitan hafði eftir tveimur Bandarískum embættismönnum að tvær rússneskar orrustuþotur hefðu verið á flugi yfir svæðinu á tímanum sem árásin var gerð. „Það eru þrjár fylkingar sem fljúga yfir Sýrlandi. Bandalag okkar, Rússar og Stjórnarherinn. Þetta var ekki bandalag okkar. Við fljúgum ekki yfir Aleppo þar sem við höfum enga ástæðu til þess. Við gerum einungis loftárásir gegn Íslamska ríkinu og þeir eru ekki þarna,“ segir talsmaður Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Ben Rhodes, úr Hvíta húsinu, segir að sama hvort sem Rússar hafi gert loftárásina eða stjórnarherinn, lýti Bandaríkin á það að Rússar beri ábyrgðina. Þeir hafi ábyrgst að koma í veg fyrir loftárásir á svæðinu vegna vopnahlésins. Málið verður líklega rætt á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag.
Mið-Austurlönd Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira