Segjast ekki hafa gert árásir á bílalestina Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 13:30 Vísir/AFP Yfirvöld í bæði Rússlandi og Sýrlandi segjast ekki hafa gert loftárásir á bílalest Sameinuðu þjóðanna og Rauða hálfmánans í Sýrlandi. Þess í stað segja Rússar að kveikt hafi verið í farmi bílanna. Um tuttugu starfsmenn Rauða hálfmánans létu lífið. Hin meinta árás var gerð í gær á bílalestina þar sem hún var stödd í bænum Urum al-Kubra. Í bílalestinni voru hjálpargögn fyrir um 78 þúsund manns og eyðilögðust 18 bílar af 31. Einnig skemmdist vöruskemma Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hjálparstarfsmenn voru með leyfi frá bæði stjórnarhernum og uppreisnarmönnum og voru að koma matvælum og öðrum nauðsynjum til íbúa í og við borgina Aleppo. Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðvað hjálparstarfsemi sína í Sýrlandi.Á vef Tass fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu, er haft eftir Igor Konashenkov, talsmanni Varnarmálaráðuneytis Rússlands, Rússar hafi fylgst með bílalestinni um skeið með drónum en hafi hætt því þegar hún fór yfir á yfirráðasvæði uppreisnarhópa. Því hafi uppreisnarhóparnir verið þeir einu sem vissu um bílalestina. Hann segir að myndbönd af bílalestinni hafi verið skoðuð gaumgæfilega og þar hafi engin ummerki loftárása fundist. Það er holur eftir sprengjubrot né skemmdir á bílum og húsum vegna höggbylgna frá sprengingum. „Myndböndin sýna beinar afleiðingar þess að kveikt hafi verið í farmi bílanna og atvikið gerðist, skringilega, á sama tíma og sókn uppreisnarmanna í Aleppo,“ segir Konashenkov. Hluta myndbandanna sem um ræðir má sjá hér að neðan. Russia saying it looked like the aid was just set on fire because no shrapnel holes .. took me 2 min to find some, plus destroyed building. pic.twitter.com/2D5S1sdR2Y— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 PT: There is even shrapnel holes in the aid packages themselves... pic.twitter.com/wFjDBqbilm— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 Outrage mounts over strike on aid convoy hours after Syria's military declared an end to a week-long truce pic.twitter.com/zNXG7qKEtb— AFP news agency (@AFP) September 20, 2016 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bílalestin var að flytja mat til tugþúsunda manna Bílalest Sameinuðu þjóðanna, sem var að flytja hjálpargögn til svæðis sem er á valdi uppreisnarmanna skammt frá Aleppó í Sýrlandi, varð fyrir loftárás í gær af hálfu sýrlenskra eða rússneskra herflugvéla. 19. september 2016 23:48 Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. 19. september 2016 19:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Yfirvöld í bæði Rússlandi og Sýrlandi segjast ekki hafa gert loftárásir á bílalest Sameinuðu þjóðanna og Rauða hálfmánans í Sýrlandi. Þess í stað segja Rússar að kveikt hafi verið í farmi bílanna. Um tuttugu starfsmenn Rauða hálfmánans létu lífið. Hin meinta árás var gerð í gær á bílalestina þar sem hún var stödd í bænum Urum al-Kubra. Í bílalestinni voru hjálpargögn fyrir um 78 þúsund manns og eyðilögðust 18 bílar af 31. Einnig skemmdist vöruskemma Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hjálparstarfsmenn voru með leyfi frá bæði stjórnarhernum og uppreisnarmönnum og voru að koma matvælum og öðrum nauðsynjum til íbúa í og við borgina Aleppo. Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðvað hjálparstarfsemi sína í Sýrlandi.Á vef Tass fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu, er haft eftir Igor Konashenkov, talsmanni Varnarmálaráðuneytis Rússlands, Rússar hafi fylgst með bílalestinni um skeið með drónum en hafi hætt því þegar hún fór yfir á yfirráðasvæði uppreisnarhópa. Því hafi uppreisnarhóparnir verið þeir einu sem vissu um bílalestina. Hann segir að myndbönd af bílalestinni hafi verið skoðuð gaumgæfilega og þar hafi engin ummerki loftárása fundist. Það er holur eftir sprengjubrot né skemmdir á bílum og húsum vegna höggbylgna frá sprengingum. „Myndböndin sýna beinar afleiðingar þess að kveikt hafi verið í farmi bílanna og atvikið gerðist, skringilega, á sama tíma og sókn uppreisnarmanna í Aleppo,“ segir Konashenkov. Hluta myndbandanna sem um ræðir má sjá hér að neðan. Russia saying it looked like the aid was just set on fire because no shrapnel holes .. took me 2 min to find some, plus destroyed building. pic.twitter.com/2D5S1sdR2Y— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 PT: There is even shrapnel holes in the aid packages themselves... pic.twitter.com/wFjDBqbilm— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 Outrage mounts over strike on aid convoy hours after Syria's military declared an end to a week-long truce pic.twitter.com/zNXG7qKEtb— AFP news agency (@AFP) September 20, 2016
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bílalestin var að flytja mat til tugþúsunda manna Bílalest Sameinuðu þjóðanna, sem var að flytja hjálpargögn til svæðis sem er á valdi uppreisnarmanna skammt frá Aleppó í Sýrlandi, varð fyrir loftárás í gær af hálfu sýrlenskra eða rússneskra herflugvéla. 19. september 2016 23:48 Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. 19. september 2016 19:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Bílalestin var að flytja mat til tugþúsunda manna Bílalest Sameinuðu þjóðanna, sem var að flytja hjálpargögn til svæðis sem er á valdi uppreisnarmanna skammt frá Aleppó í Sýrlandi, varð fyrir loftárás í gær af hálfu sýrlenskra eða rússneskra herflugvéla. 19. september 2016 23:48
Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. 19. september 2016 19:51