Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2016 09:00 Strákarnir okkar vilja spila í Helsinki. vísir/bára dröfn Finnska körfuboltasambandið er í viðræðum við eina aðra þjóð fyrir utan Ísland er varðar samstarf við Finnana á EM 2017 í körfubolta, en einn riðilinn verður spilaður í Helsinki. Mótið hefst 30. ágúst á næsta ári og verður Ísland þar á meðal þátttökuþjóða annað Evrópumótið í röð. Eins og Vísir hefur greint frá vill Körfuknattleikssamband Íslands að strákarnir okkar spili í Helsinki því það telur sig geta komið með 2.000-3.000 stuðningsmenn til Finnlands. Ekki síst vegna þess að 2. september, sama dag og Ísland spilar annan leik sinn í riðlinum, á íslenska karlalandsliðið í fótboltaleik gegn Finnum í undankeppni HM 2018 í Tampere sem er í tveggja klukkustunda fjarlægð frá Helsinki.KKÍ telur sig geta komið með 2-3 þúsund stuðningsmenn til Helsinki.vísir/bára dröfnLítur vel út Forsvarsmenn KKÍ funduðu með finnska körfuboltasambandinu á mánudaginn en eftir fundinn sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við vísi að hann væri jákvæður fyrir góðri niðurstöðu og að hann telur Ísland vera kost númer eitt hjá Finnunum. „Ég má ekki segja of mikið en við erum í viðræðum og þetta lítur vel út. Við erum ekkert búnir að ákveða. Það eru aðrir kostir í stöðunni en fundurinn gekk mjög vel og var mjög áhugaverður,“ segir Ari Tammivaara, viðburðastjóri finnska körfuboltasambandsins, í samtali við Vísi í morgun. Hann er einn af þeim sem tekur endanlega ákvörðun en hún þarf að liggja fyrir 21. október. Tammivaara staðfestir við Vísi að Finnar eru aðeins í viðræðum við eina þjóð fyrir utan Ísland og eru möguleikar KKÍ því ágætir á að komast í samstarf við Finnana. Það getur skipt íslenska liðið miklu máli, ekki bara upp á stuðning heldur getur samstarfsaðili gestgjafa haft áhrif á ýmsa hluti er varðar skipulagningu mótsins.Finnar eru í viðræðum við eina aðra þjóð.vísir/bára dröfnKörfuboltafagnaður Tammivaara er sjálfur mjög hrifinn af því að fá Ísland til liðs við Finnland í Helsinki. Hugmynd KKÍ um svokallað „Fan Zone“ sem íslenska sambandinu fannst vanta í Berlín fyrir ári síðan er eitthvað sem honum líst vel á. „Ísland er með lista af hugmyndum sem eru margar góðar. Þeir vilja til dæmis byggja upp svona Fan Zone eins og við gerðum með Frökkunum í Lille í fyrra,“ segir Tammivaara. „Það væri alveg frábært því ég tel að finnskir og íslenskir stuðningsmenn gætu verið alveg frábærir saman og virkilega notið körfuboltahátíðarinnar, en ekki bara farið að sjá sín lið.“ „Hvorki Finnar né Íslendingar eru þekktir sem einhverjar bullur. Þetta yrði bara fallegur körfuboltafagnaður og því áhugaverður vinkill hjá íslenska sambandinu. Við viljum meira en bara samstarf, við viljum geta glaðst saman með þeim sem við verðum í samstarfi við,“ segir Ari Tammivaara. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Finnska körfuboltasambandið er í viðræðum við eina aðra þjóð fyrir utan Ísland er varðar samstarf við Finnana á EM 2017 í körfubolta, en einn riðilinn verður spilaður í Helsinki. Mótið hefst 30. ágúst á næsta ári og verður Ísland þar á meðal þátttökuþjóða annað Evrópumótið í röð. Eins og Vísir hefur greint frá vill Körfuknattleikssamband Íslands að strákarnir okkar spili í Helsinki því það telur sig geta komið með 2.000-3.000 stuðningsmenn til Finnlands. Ekki síst vegna þess að 2. september, sama dag og Ísland spilar annan leik sinn í riðlinum, á íslenska karlalandsliðið í fótboltaleik gegn Finnum í undankeppni HM 2018 í Tampere sem er í tveggja klukkustunda fjarlægð frá Helsinki.KKÍ telur sig geta komið með 2-3 þúsund stuðningsmenn til Helsinki.vísir/bára dröfnLítur vel út Forsvarsmenn KKÍ funduðu með finnska körfuboltasambandinu á mánudaginn en eftir fundinn sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við vísi að hann væri jákvæður fyrir góðri niðurstöðu og að hann telur Ísland vera kost númer eitt hjá Finnunum. „Ég má ekki segja of mikið en við erum í viðræðum og þetta lítur vel út. Við erum ekkert búnir að ákveða. Það eru aðrir kostir í stöðunni en fundurinn gekk mjög vel og var mjög áhugaverður,“ segir Ari Tammivaara, viðburðastjóri finnska körfuboltasambandsins, í samtali við Vísi í morgun. Hann er einn af þeim sem tekur endanlega ákvörðun en hún þarf að liggja fyrir 21. október. Tammivaara staðfestir við Vísi að Finnar eru aðeins í viðræðum við eina þjóð fyrir utan Ísland og eru möguleikar KKÍ því ágætir á að komast í samstarf við Finnana. Það getur skipt íslenska liðið miklu máli, ekki bara upp á stuðning heldur getur samstarfsaðili gestgjafa haft áhrif á ýmsa hluti er varðar skipulagningu mótsins.Finnar eru í viðræðum við eina aðra þjóð.vísir/bára dröfnKörfuboltafagnaður Tammivaara er sjálfur mjög hrifinn af því að fá Ísland til liðs við Finnland í Helsinki. Hugmynd KKÍ um svokallað „Fan Zone“ sem íslenska sambandinu fannst vanta í Berlín fyrir ári síðan er eitthvað sem honum líst vel á. „Ísland er með lista af hugmyndum sem eru margar góðar. Þeir vilja til dæmis byggja upp svona Fan Zone eins og við gerðum með Frökkunum í Lille í fyrra,“ segir Tammivaara. „Það væri alveg frábært því ég tel að finnskir og íslenskir stuðningsmenn gætu verið alveg frábærir saman og virkilega notið körfuboltahátíðarinnar, en ekki bara farið að sjá sín lið.“ „Hvorki Finnar né Íslendingar eru þekktir sem einhverjar bullur. Þetta yrði bara fallegur körfuboltafagnaður og því áhugaverður vinkill hjá íslenska sambandinu. Við viljum meira en bara samstarf, við viljum geta glaðst saman með þeim sem við verðum í samstarfi við,“ segir Ari Tammivaara.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06
Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02
Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30