Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur 9. október 2016 20:37 Kári Árnason var frábær í íslensku vörninni. vísir/ernir Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn var sanngjarn. Ísland komst yfir á 42. mínútu þegar Theodór Elmar Bjarnason skaut boltanum í Ömer Toprak og inn. Tveimur mínútum síðar skoraði Alfreð Finnbogason með góðu skoti eftir skalla Kára Árnasonar inn fyrir tyrknesku vörnina. Kári stóð upp úr í góðu íslensku liði að mati Fréttablaðsins og Vísis. Einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6Öruggur í úthlaupum og öllum sínum aðgerðum. Vörnin virðist afslappaðri með Hannes fyrir aftan sig. Reyndi ekki mikið á hann í kvöld. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7Stóð vaktina vel í vörninni og var góður í sóknarleik íslenska liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Miklu betri frammistaða en gegn Finnum. Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksinsSýndi enn og aftur frábæran leik í íslensku landsliðstreyjunni. Frábær í vörn, stórhættulegur í loftinu og kemur sér í færi í hverjum leik. Átti frábæra stoðsendingu þegar Ísland komst í 2-0. Búinn að koma með beinum hætti að þremur mörkum í undankeppninni. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8Öruggur að vanda í vörn íslenska liðsins. Allar staðsetningar mjög góðar og tímasetti öll sín hlaup mjög vel. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7Óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn og fór líka betur með boltann. Flottur leikur hjá bakverðinum. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9Frábær í fyrri hálfleik og var líklega enn betri í síðari hálfleik. Frábærar sendingar og afar duglegur í varnarvinnunni. Líklega einn hans allra besti landsleikur á ferlinum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 8Leysti Aron Einar af með sóma, var duglegur og harður í horn að taka. Var óheppinn að fá gult spjald í fyrri hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9Stórkostleg frammistaða eins og svo oft áður. Frábær í pressu og leiddi hana oft á tíðum, vann ófáa bolta, meiriháttar í bæði vörn og sókn. Enn einn stórleikurinn hjá Gylfa. Theódór Elmar Bjarnason, vinstri kantmaður 8Gerði hlutina einfalt og var í góðum takti við leikinn. Átti stóran þátt í fyrra markinu sem var skráð sem sjálfsmark. Frábært að eiga mann sem kemur inn af jafnmiklum krafti og Elmar. Jón Daði Böðvarsson, framherji 7Duglegur að vanda. En kom sér ekki í mörg færi og það kom heldur lítið úr hans leik. Alfreð Finnbogason, framherji 8Fór fremur illa með tvö góð færi í fyrri hálfleik áður en hann afgreiddi glæsilega markið sem kom Íslandi í 2-0 forystu. Afar duglegur en hefði getað bætt við marki úr dauðafæri í síðari hálfleik. Kominn með þrjú mörk í jafn mörgum leikjum í undankeppninni. Varamenn: Björn Bergmann Sigurðarson 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 62. mínútu)Var ekki mikið í boltanum eftir að hann kom inn á. Sinnti varnarvinnunni af samviskusemi. Viðar Örn Kjartansson 6 - (Kom inn á Alfreð Finnbogason á 68. mínútu)Sama og með Björn Bergmann. Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Theodór Elmar Bjarnason á 86. mínútu)Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn var sanngjarn. Ísland komst yfir á 42. mínútu þegar Theodór Elmar Bjarnason skaut boltanum í Ömer Toprak og inn. Tveimur mínútum síðar skoraði Alfreð Finnbogason með góðu skoti eftir skalla Kára Árnasonar inn fyrir tyrknesku vörnina. Kári stóð upp úr í góðu íslensku liði að mati Fréttablaðsins og Vísis. Einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6Öruggur í úthlaupum og öllum sínum aðgerðum. Vörnin virðist afslappaðri með Hannes fyrir aftan sig. Reyndi ekki mikið á hann í kvöld. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7Stóð vaktina vel í vörninni og var góður í sóknarleik íslenska liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Miklu betri frammistaða en gegn Finnum. Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksinsSýndi enn og aftur frábæran leik í íslensku landsliðstreyjunni. Frábær í vörn, stórhættulegur í loftinu og kemur sér í færi í hverjum leik. Átti frábæra stoðsendingu þegar Ísland komst í 2-0. Búinn að koma með beinum hætti að þremur mörkum í undankeppninni. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8Öruggur að vanda í vörn íslenska liðsins. Allar staðsetningar mjög góðar og tímasetti öll sín hlaup mjög vel. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7Óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn og fór líka betur með boltann. Flottur leikur hjá bakverðinum. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9Frábær í fyrri hálfleik og var líklega enn betri í síðari hálfleik. Frábærar sendingar og afar duglegur í varnarvinnunni. Líklega einn hans allra besti landsleikur á ferlinum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 8Leysti Aron Einar af með sóma, var duglegur og harður í horn að taka. Var óheppinn að fá gult spjald í fyrri hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9Stórkostleg frammistaða eins og svo oft áður. Frábær í pressu og leiddi hana oft á tíðum, vann ófáa bolta, meiriháttar í bæði vörn og sókn. Enn einn stórleikurinn hjá Gylfa. Theódór Elmar Bjarnason, vinstri kantmaður 8Gerði hlutina einfalt og var í góðum takti við leikinn. Átti stóran þátt í fyrra markinu sem var skráð sem sjálfsmark. Frábært að eiga mann sem kemur inn af jafnmiklum krafti og Elmar. Jón Daði Böðvarsson, framherji 7Duglegur að vanda. En kom sér ekki í mörg færi og það kom heldur lítið úr hans leik. Alfreð Finnbogason, framherji 8Fór fremur illa með tvö góð færi í fyrri hálfleik áður en hann afgreiddi glæsilega markið sem kom Íslandi í 2-0 forystu. Afar duglegur en hefði getað bætt við marki úr dauðafæri í síðari hálfleik. Kominn með þrjú mörk í jafn mörgum leikjum í undankeppninni. Varamenn: Björn Bergmann Sigurðarson 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 62. mínútu)Var ekki mikið í boltanum eftir að hann kom inn á. Sinnti varnarvinnunni af samviskusemi. Viðar Örn Kjartansson 6 - (Kom inn á Alfreð Finnbogason á 68. mínútu)Sama og með Björn Bergmann. Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Theodór Elmar Bjarnason á 86. mínútu)Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira