Þetta gerðist þegar Tyrkir komu síðast í heimsókn | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2016 15:36 Tvö ár og einn mánuður eru liðin frá því Ísland og Tyrkland mættust síðast á Laugardalsvellinum. Það var í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 en íslensku strákarnir hófu ferðalagið ótrúlega á EM með 3-0 sigri á Tyrkjum. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og á 14. mínútu skallaði Jón Daði Böðvarsson boltann í slá tyrkneska marksins eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar frá vinstri. Jón Daði var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu og hann þakkaði traustið með sínu fyrsta landsliðsmarki á 18. mínútu. Selfyssingurinn skallaði þá hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið. „Það var frábær tilfinning að skora og það er ólýsanlegt að skora í sínum fyrsta keppnisleik,“ sagði Jón Daði í samtali við Vísi eftir leikinn sem var aðeins hans fjórði fyrir A-landsliðið.Jón Daði Böðvarsson horfir á eftir boltanum í markið.vísir/antonKolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fengu tækifæri til að auka forskotið í fyrri hálfleik sem ekki nýttust. Ísland leiddi 1-0 í hálfleik og á 59. mínútu vænkaðist hagur íslenska liðsins enn frekar þegar Ömer Toprak fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að handleika boltann. Kolbeinn fékk dauðafæri upp úr aukaspyrnunni en Onur Kivrak varði skalla hans af stuttu færi. Á 69. mínútu fékk Burak Yilmaz besta færi Tyrkja en skaut yfir. Annað markið leit svo dagsins ljós á 75. mínútu þegar Gylfi Þór, besti maður vallarins, skoraði með góðu skoti frá vítateigsboganum. Aðeins tveimur mínútum síðar negldi Kolbeinn síðasta naglann í kistu Tyrkjanna þegar hann skoraði með góðu skoti hægra megin í teignum eftir frábæra sendingu Ara Freys. „Þeir virtust ekki vera með neit plan b og breyttu ekkert leikskipulaginu sínu, þó það sé kjánalegt að segja það. Þetta var frekar þægilegur leikur fyrir okkur, þó það sé fáránlegt að segja þetta. Við þurftum ekkert að breyta okkar skipulagi,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi eftir sigurinn sem gaf íslenska liðinu byr undir báða vængi fyrir framhaldið í undankeppninni.Ari Freyr Skúlason og Kolbeinn Sigþórsson áttu heiðurinn að þriðja markinu.vísir/antonÍsland og Tyrkland mætast í kvöld í undankeppni HM 2018. Íslendingar eru með fjögur stig í I-riðli og geta með sigri komið sér í góða stöðu fyrir framhaldið. Leikurinn í kvöld er sá tíundi milli Íslands og Tyrklands. Íslendingar hafa yfirhöndina í innbyrðis viðureignum liðanna, hafa unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og aðeins tapað tveimur leikjum. Tyrkir hafa aðeins náð í eitt stig í fimm heimsóknum sínum á Laugardalsvöllinn. Fyrir utan leikinn fyrir tveimur árum er frægasti leikur Íslendinga og Tyrkja sennilega vináttulandsleikur 17. júlí 1991 þar sem Arnór Guðjohnsen skoraði fjögur mörk í 5-1 sigri Íslands.Arnór Guðjohnsen skoraði fernu í sigri Íslands á Tyrklandi fyrir 25 árum.vísir/brynjar gautiLeikir Íslands og Tyrklands: Tyrkland 1-3 Ísland, 24. september 1980Janus Guðlaugsson, Albert Guðmundsson, Teitur Þórðarson Ísland 2-0 Tyrkland, 9. september 1981 Lárus Guðmundsson, Atli EðvaldssonTyrkland 1-1 Ísland, 12. október 1988 Guðmundur TorfasonÍsland 2-1 Tyrkland, 20. september 1989 Pétur Pétursson 2Ísland 5-1 Tyrkland, 17. júlí 1991 Arnór Guðjohnsen 4, Sigurður GrétarssonTyrkland 5-0 Ísland, 12. október 1994Ísland 0-0 Tyrkland, 10. október 1995Ísland 3-0 Tyrkland, 9. september 2014 Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn SigþórssonTyrkland 1-0 Ísland, 13. október 2015 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Sjá meira
Tvö ár og einn mánuður eru liðin frá því Ísland og Tyrkland mættust síðast á Laugardalsvellinum. Það var í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 en íslensku strákarnir hófu ferðalagið ótrúlega á EM með 3-0 sigri á Tyrkjum. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og á 14. mínútu skallaði Jón Daði Böðvarsson boltann í slá tyrkneska marksins eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar frá vinstri. Jón Daði var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu og hann þakkaði traustið með sínu fyrsta landsliðsmarki á 18. mínútu. Selfyssingurinn skallaði þá hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið. „Það var frábær tilfinning að skora og það er ólýsanlegt að skora í sínum fyrsta keppnisleik,“ sagði Jón Daði í samtali við Vísi eftir leikinn sem var aðeins hans fjórði fyrir A-landsliðið.Jón Daði Böðvarsson horfir á eftir boltanum í markið.vísir/antonKolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fengu tækifæri til að auka forskotið í fyrri hálfleik sem ekki nýttust. Ísland leiddi 1-0 í hálfleik og á 59. mínútu vænkaðist hagur íslenska liðsins enn frekar þegar Ömer Toprak fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að handleika boltann. Kolbeinn fékk dauðafæri upp úr aukaspyrnunni en Onur Kivrak varði skalla hans af stuttu færi. Á 69. mínútu fékk Burak Yilmaz besta færi Tyrkja en skaut yfir. Annað markið leit svo dagsins ljós á 75. mínútu þegar Gylfi Þór, besti maður vallarins, skoraði með góðu skoti frá vítateigsboganum. Aðeins tveimur mínútum síðar negldi Kolbeinn síðasta naglann í kistu Tyrkjanna þegar hann skoraði með góðu skoti hægra megin í teignum eftir frábæra sendingu Ara Freys. „Þeir virtust ekki vera með neit plan b og breyttu ekkert leikskipulaginu sínu, þó það sé kjánalegt að segja það. Þetta var frekar þægilegur leikur fyrir okkur, þó það sé fáránlegt að segja þetta. Við þurftum ekkert að breyta okkar skipulagi,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi eftir sigurinn sem gaf íslenska liðinu byr undir báða vængi fyrir framhaldið í undankeppninni.Ari Freyr Skúlason og Kolbeinn Sigþórsson áttu heiðurinn að þriðja markinu.vísir/antonÍsland og Tyrkland mætast í kvöld í undankeppni HM 2018. Íslendingar eru með fjögur stig í I-riðli og geta með sigri komið sér í góða stöðu fyrir framhaldið. Leikurinn í kvöld er sá tíundi milli Íslands og Tyrklands. Íslendingar hafa yfirhöndina í innbyrðis viðureignum liðanna, hafa unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og aðeins tapað tveimur leikjum. Tyrkir hafa aðeins náð í eitt stig í fimm heimsóknum sínum á Laugardalsvöllinn. Fyrir utan leikinn fyrir tveimur árum er frægasti leikur Íslendinga og Tyrkja sennilega vináttulandsleikur 17. júlí 1991 þar sem Arnór Guðjohnsen skoraði fjögur mörk í 5-1 sigri Íslands.Arnór Guðjohnsen skoraði fernu í sigri Íslands á Tyrklandi fyrir 25 árum.vísir/brynjar gautiLeikir Íslands og Tyrklands: Tyrkland 1-3 Ísland, 24. september 1980Janus Guðlaugsson, Albert Guðmundsson, Teitur Þórðarson Ísland 2-0 Tyrkland, 9. september 1981 Lárus Guðmundsson, Atli EðvaldssonTyrkland 1-1 Ísland, 12. október 1988 Guðmundur TorfasonÍsland 2-1 Tyrkland, 20. september 1989 Pétur Pétursson 2Ísland 5-1 Tyrkland, 17. júlí 1991 Arnór Guðjohnsen 4, Sigurður GrétarssonTyrkland 5-0 Ísland, 12. október 1994Ísland 0-0 Tyrkland, 10. október 1995Ísland 3-0 Tyrkland, 9. september 2014 Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn SigþórssonTyrkland 1-0 Ísland, 13. október 2015
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Sjá meira