Gylfi: Mikill heiður að leiða liðið út Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 8. október 2016 12:07 Gylfi skýtur í átt að marki Finnlands á fimmtudaginn vísir/anton Gylfi Þór Sigurðsson mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöll sem fyrirliði annað kvöld þegar Ísland tekur á móti Tyrklandi. Gylfi verður fyrirliði í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem tekur út leikbann. „Það er mikill heiður að fá að leiða liðið út. Þetta er mitt fyrsta skipti. Það er eitthvað sem maður dreymdi um þegar maður var lítill,“ sagði Gylfi á blaðamannafundi í morgun. „Mitt helsta markmið er ekkert að vera fyrirliði hjá liði. Það er ekki það sem ég hugsa um en ég er mjög stoltur að vera fyrirliði núna og það verður sérstök stund fyrir mig á morgun að leiða liðið út.“ Gylfi og Aron hafa myndað öflugt teymi inn á miðri miðju Íslands en Gylfi óttast ekki að hann nái ekki samskonar tengslum við hvern þann sem kemur inn í liði fyrir Aron. „Hver sem kemur inn á miðja miðjuna þá þekki ég hann mjög vel og er búinn að spila með honum í mörg ár. „Það er þægilegt að hafa Aron til að bakka mann upp þegar maður fer fram á við. En ég veit að ef Aron fer fram þá sit ég og ég býst við því að sá sem kemur inn sinni meira varnarhlutverki en ég á morgun. Við þekkjumst allir vel í hópnum þannig að það verður ekkert vesen,“ sagði miðjumaðurinn öflugi. Ísland vann Finnland á fimmtudaginn og sagði Gylfa þrjá daga vera nægan tíma á milli leikja til að jafna sig. „Mér líður vel. Við erum vanir þessu flestir, að spila með stuttu millibili. Við fáum tvo heila daga til að jafna okkur sem er nóg. Það er fínt að spila á þriðja degi. Fyrir utan þá sem fengu högg í síðasta leik þá eru allir í toppmálum,“ sagði Gylfi sem býst við allt öðruvísi leik en á fimmtudaginn gegn Finnlandi. „Já, þeir eru bæði betri tæknilega og með betri leikmenn. Þeir koma örugglega hingað til að sækja þrjú stig. Þeir munu sækja meira en Finnarnir gerðu. Ég býst við að Tyrkirnir komi hingað til að sækja þrjú stig, sem gæti hjálpað okkur. „Þetta verður samt sem áður mjög erfiður leikur. Við verðum að spila mjög góðan fótbolta og mjög vel til að ná í þrjú stig,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöll sem fyrirliði annað kvöld þegar Ísland tekur á móti Tyrklandi. Gylfi verður fyrirliði í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem tekur út leikbann. „Það er mikill heiður að fá að leiða liðið út. Þetta er mitt fyrsta skipti. Það er eitthvað sem maður dreymdi um þegar maður var lítill,“ sagði Gylfi á blaðamannafundi í morgun. „Mitt helsta markmið er ekkert að vera fyrirliði hjá liði. Það er ekki það sem ég hugsa um en ég er mjög stoltur að vera fyrirliði núna og það verður sérstök stund fyrir mig á morgun að leiða liðið út.“ Gylfi og Aron hafa myndað öflugt teymi inn á miðri miðju Íslands en Gylfi óttast ekki að hann nái ekki samskonar tengslum við hvern þann sem kemur inn í liði fyrir Aron. „Hver sem kemur inn á miðja miðjuna þá þekki ég hann mjög vel og er búinn að spila með honum í mörg ár. „Það er þægilegt að hafa Aron til að bakka mann upp þegar maður fer fram á við. En ég veit að ef Aron fer fram þá sit ég og ég býst við því að sá sem kemur inn sinni meira varnarhlutverki en ég á morgun. Við þekkjumst allir vel í hópnum þannig að það verður ekkert vesen,“ sagði miðjumaðurinn öflugi. Ísland vann Finnland á fimmtudaginn og sagði Gylfa þrjá daga vera nægan tíma á milli leikja til að jafna sig. „Mér líður vel. Við erum vanir þessu flestir, að spila með stuttu millibili. Við fáum tvo heila daga til að jafna okkur sem er nóg. Það er fínt að spila á þriðja degi. Fyrir utan þá sem fengu högg í síðasta leik þá eru allir í toppmálum,“ sagði Gylfi sem býst við allt öðruvísi leik en á fimmtudaginn gegn Finnlandi. „Já, þeir eru bæði betri tæknilega og með betri leikmenn. Þeir koma örugglega hingað til að sækja þrjú stig. Þeir munu sækja meira en Finnarnir gerðu. Ég býst við að Tyrkirnir komi hingað til að sækja þrjú stig, sem gæti hjálpað okkur. „Þetta verður samt sem áður mjög erfiður leikur. Við verðum að spila mjög góðan fótbolta og mjög vel til að ná í þrjú stig,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira