Innlent

Vilja afnema bann við bruggi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Ernir
Hópur þingmanna hefur lagt til að bann við framleiðslu áfengis til einkaneyslu verði afnumið. Heimabruggun hafi þegar átt ríkan þátt í uppvexti og fjölgun íslenskra bjórtegunda, sem hafi aflað sér vinsælda.

Í frumvarpinu, sem þau Helgi Hrafn Gunn­ars­son, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Vilhjálmur Árnason, Ásta Guðrún Helgadóttir, Guðmundur Steingrímsson, Birgitta Jónsdóttir og Willum Þór Þórsson flytja, segir að síðustu ár hafi helstu ágreiningsefni áfengislaga snúið að sölufyrirkomulagi.

Frumvarpið sem um ræðir leggur hvorki til rýmkun á heimildum til dreifingar né breyttu sölufyrirkomulagi.

„Áfengisneysla er rótgróinn hluti af íslenskri menningu. Framleiðsla þess, sala og neysla hafa lengi verið háð miklum takmörkunum vegna þeirra skaðlegu áhrifa sem áfengisneysla veldur bæði þeim sem þess neyta og samfélaginu í heild,“ segir í frumvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×