Endurkomustrákarnir okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2016 08:00 Sigurmarkið ótrúlega gegn Finnlandi sem menn munu aldrei verða sammála um hvort hafi átt að standa eða ekki. vísir/getty Endurkomur íslenska fótboltalandsliðsins undanfarin ár hafa átt mikinn þátt í ævintýri strákanna okkar, ævintýri sem virðist engan enda ætla að taka. Nýjasti kaflinn var skrifaður í Laugardalnum í fyrrakvöld. Allt stefndi í það þetta væri einn af þessum „stöngin út“ dögum. Víti Gylfa Þórs Sigurðssonar skall í slánni og hann átti einnig frábært langskot í stöngina. Pressan var mikil en þegar klukkan var að detta í 90 mínútur var vonin farin að veikjast hjá stuðningsmönnum íslenska liðsins. Strákarnir hættu hins vegar aldrei og tókst að tryggja sér þrjú stig með tveimur mörkum í lokin. Seinna markið hefur líklega þegar tryggt sér titilinn umdeildasta mark íslenska landsliðsins en það breytti ekki því að sigur náðist í hús þrátt fyrir að útlitið væri ekki bjart rétt fyrir leikslok. Þetta var sjöunda endurkoma strákanna okkar á síðustu árum og Fréttablaðið ætlar að skoða þær aðeins betur. Það eru liðin rúm þrjú ár frá því að Gylfi Þór Sigurðsson gerði út um Slóvena úti í Slóveníu með því að skora tvö mörk í seinni hálfleiknum. Nokkrum mánuðum seinna náðu strákarnir stigi úr vonlausri stöðu í Sviss og unnu svo endurkomusigur á Albönum aðeins fjórum dögum síðar. Það hefur heldur enginn gleymt viðbrögðum landsliðsins við að fá á sig mark í toppslag á móti Tékkum í undankeppni EM eða þá hvernig íslenska liðið brást við því að lenda undir í upphafi leiks á móti Englendingum í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Það má einnig nefna það að íslenska liðið náði í jafntefli út úr leik á móti Portúgölum á EM þrátt fyrir að lenda undir á móti verðandi Evrópumeisturum í fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti. Portúgalar höfðu allt til alls til að keyra yfir nýliðina en enn á ný sýndu strákarnir okkar úr hverju þeir eru gerðir. Dramatíkin hefur þá aldrei verið eins mikil og í Laugardalnum á fimmtudagskvöldið enda endalok leiksins þess eðlis að það verður eflaust talað um sigurmarkið aftur og aftur um ókomin ár.Kraftaverkið í Bern.vísir/valli22. mars 2013Ljubljana í Slóveníu2-1 sigur á Slóveníu Slóvenar komust í 1-0 á 34. mínútu og þannig var staðan þar til að tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði þá með stórkostlegu skoti úr aukaspyrnu af 25 metra færi en hann var ekki hættur. Gylfi skoraði sigurmarkið tólf mínútum fyrir leikslok eftir undirbúning varamannsins Eiðs Smára Guðjohnsen.6. september 2013Bern í Sviss4-4 jafntefli við Sviss Ísland komst í 1-0 með marki Jóhanns Bergs Guðmundssonar eftir aðeins þriggja mínútna leik en Svisslendingar svöruðu með fjórum mörkum og voru 4-1 yfir þegar aðeins 36 mínútur voru eftir. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn strax í 4-2 og Jóhann Berg skoraði síðan tvö mörk en með því kórónaði hann bæði þrennu sína og tryggði íslenska liðinu stig.10. september 2013Laugardalsvöllur2-1 sigur á Albaníu Íslenska landsliðið lenti 1-0 undir eftir níu mínútna leik en Birkir Bjarnason jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar. Kolbeinn Sigþórsson tryggði íslenska liðinu síðan sigur með laglegri hælspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson lagði upp bæði mörk íslenska liðsins í leiknum.Kolbeinn skorar sigurmarkið gegn Tékkum.vísir/ernir12. júní 2015Laugardalsvöllur2-1 sigur á Tékklandi Tékkar komust yfir á 55. mínútu en í stað þess að leggja árar í bát þá svöruðu íslensku strákarnir með frábærum kafla. Fyrst jafnaði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson metin með laglegum skalla eftir sendingu Ara Freys Skúlasonar og svo skoraði Kolbeinn Sigþórsson sigurmarkið. Kolbeinn stal þá boltanum af varnarmönnum Tékka og lék á markvörðinn Petr Cech áður en hann skoraði.14. júní 2016Saint-Étienne1-1 jafntefli við Portúgal Nani kom Portúgölum í 1-0 á 31. mínútu og Cristiano Ronaldo fékk nóg af færum til að bæta við mörkum. Birkir Bjarnason jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks eftir frábæra sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sá síðan um að Portúgölum tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir mikla pressu.Aron Einar fagnar eftir sigurinn á Englandi.vísir/vilhelm27. júní 2016Nice í Frakklandi2-1 sigur á Englandi Íslenska liðið varð fyrir áfalli eftir aðeins fjórar mínútur þegar Englendingar fengu vítaspyrnu og Wayne Rooney kom þeim í 1-0. Margir óttuðust stórtap eftir þessa martraðarbyrjun en strákarnir stuðuðust ekki heldur svöruðu með tveimur mörkum á næstu fjórtán mínútum. Fyrst skoraði Ragnar Sigurðsson eftir skalla Kára Árnasonar og langt innkast Arons Einars Gunnarssonar. Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið eftir frábæra sókn þar sem níu leikmenn íslenska liðsins komu við boltann. Ísland var komið í átta liða úrslit.6. október 2016Laugardalsvöllur3-2 sigur á Finnlandi Íslenska liðið lenti tvisvar undir í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni HM 2018 og var 2-1 undir þegar leiktíminn var að detta í 90 mínútur. Kári Árnason hafði jafnað metin með skallamarki eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði í 2-2 á lokamínútunni eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Ragnar Sigurðsson skoraði síðan sigurmarkið eftir skallasendingu Kára Árnasonar þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Ótrúlegur endir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Endurkomur íslenska fótboltalandsliðsins undanfarin ár hafa átt mikinn þátt í ævintýri strákanna okkar, ævintýri sem virðist engan enda ætla að taka. Nýjasti kaflinn var skrifaður í Laugardalnum í fyrrakvöld. Allt stefndi í það þetta væri einn af þessum „stöngin út“ dögum. Víti Gylfa Þórs Sigurðssonar skall í slánni og hann átti einnig frábært langskot í stöngina. Pressan var mikil en þegar klukkan var að detta í 90 mínútur var vonin farin að veikjast hjá stuðningsmönnum íslenska liðsins. Strákarnir hættu hins vegar aldrei og tókst að tryggja sér þrjú stig með tveimur mörkum í lokin. Seinna markið hefur líklega þegar tryggt sér titilinn umdeildasta mark íslenska landsliðsins en það breytti ekki því að sigur náðist í hús þrátt fyrir að útlitið væri ekki bjart rétt fyrir leikslok. Þetta var sjöunda endurkoma strákanna okkar á síðustu árum og Fréttablaðið ætlar að skoða þær aðeins betur. Það eru liðin rúm þrjú ár frá því að Gylfi Þór Sigurðsson gerði út um Slóvena úti í Slóveníu með því að skora tvö mörk í seinni hálfleiknum. Nokkrum mánuðum seinna náðu strákarnir stigi úr vonlausri stöðu í Sviss og unnu svo endurkomusigur á Albönum aðeins fjórum dögum síðar. Það hefur heldur enginn gleymt viðbrögðum landsliðsins við að fá á sig mark í toppslag á móti Tékkum í undankeppni EM eða þá hvernig íslenska liðið brást við því að lenda undir í upphafi leiks á móti Englendingum í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Það má einnig nefna það að íslenska liðið náði í jafntefli út úr leik á móti Portúgölum á EM þrátt fyrir að lenda undir á móti verðandi Evrópumeisturum í fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti. Portúgalar höfðu allt til alls til að keyra yfir nýliðina en enn á ný sýndu strákarnir okkar úr hverju þeir eru gerðir. Dramatíkin hefur þá aldrei verið eins mikil og í Laugardalnum á fimmtudagskvöldið enda endalok leiksins þess eðlis að það verður eflaust talað um sigurmarkið aftur og aftur um ókomin ár.Kraftaverkið í Bern.vísir/valli22. mars 2013Ljubljana í Slóveníu2-1 sigur á Slóveníu Slóvenar komust í 1-0 á 34. mínútu og þannig var staðan þar til að tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði þá með stórkostlegu skoti úr aukaspyrnu af 25 metra færi en hann var ekki hættur. Gylfi skoraði sigurmarkið tólf mínútum fyrir leikslok eftir undirbúning varamannsins Eiðs Smára Guðjohnsen.6. september 2013Bern í Sviss4-4 jafntefli við Sviss Ísland komst í 1-0 með marki Jóhanns Bergs Guðmundssonar eftir aðeins þriggja mínútna leik en Svisslendingar svöruðu með fjórum mörkum og voru 4-1 yfir þegar aðeins 36 mínútur voru eftir. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn strax í 4-2 og Jóhann Berg skoraði síðan tvö mörk en með því kórónaði hann bæði þrennu sína og tryggði íslenska liðinu stig.10. september 2013Laugardalsvöllur2-1 sigur á Albaníu Íslenska landsliðið lenti 1-0 undir eftir níu mínútna leik en Birkir Bjarnason jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar. Kolbeinn Sigþórsson tryggði íslenska liðinu síðan sigur með laglegri hælspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson lagði upp bæði mörk íslenska liðsins í leiknum.Kolbeinn skorar sigurmarkið gegn Tékkum.vísir/ernir12. júní 2015Laugardalsvöllur2-1 sigur á Tékklandi Tékkar komust yfir á 55. mínútu en í stað þess að leggja árar í bát þá svöruðu íslensku strákarnir með frábærum kafla. Fyrst jafnaði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson metin með laglegum skalla eftir sendingu Ara Freys Skúlasonar og svo skoraði Kolbeinn Sigþórsson sigurmarkið. Kolbeinn stal þá boltanum af varnarmönnum Tékka og lék á markvörðinn Petr Cech áður en hann skoraði.14. júní 2016Saint-Étienne1-1 jafntefli við Portúgal Nani kom Portúgölum í 1-0 á 31. mínútu og Cristiano Ronaldo fékk nóg af færum til að bæta við mörkum. Birkir Bjarnason jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks eftir frábæra sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sá síðan um að Portúgölum tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir mikla pressu.Aron Einar fagnar eftir sigurinn á Englandi.vísir/vilhelm27. júní 2016Nice í Frakklandi2-1 sigur á Englandi Íslenska liðið varð fyrir áfalli eftir aðeins fjórar mínútur þegar Englendingar fengu vítaspyrnu og Wayne Rooney kom þeim í 1-0. Margir óttuðust stórtap eftir þessa martraðarbyrjun en strákarnir stuðuðust ekki heldur svöruðu með tveimur mörkum á næstu fjórtán mínútum. Fyrst skoraði Ragnar Sigurðsson eftir skalla Kára Árnasonar og langt innkast Arons Einars Gunnarssonar. Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið eftir frábæra sókn þar sem níu leikmenn íslenska liðsins komu við boltann. Ísland var komið í átta liða úrslit.6. október 2016Laugardalsvöllur3-2 sigur á Finnlandi Íslenska liðið lenti tvisvar undir í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni HM 2018 og var 2-1 undir þegar leiktíminn var að detta í 90 mínútur. Kári Árnason hafði jafnað metin með skallamarki eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði í 2-2 á lokamínútunni eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Ragnar Sigurðsson skoraði síðan sigurmarkið eftir skallasendingu Kára Árnasonar þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Ótrúlegur endir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira