Hannes: Kvaldist af stressi Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. október 2016 13:15 Hannes Þór á æfingu með markvörðunum í Egilshöll í morgun. vísir/ernir Hannes Þór Halldórsson gat ekki staðið vaktina í marki íslenska landsliðsins í fótbolta í gærkvöldi þegar það vann magnaðan endurkomusigur, 3-2, í undankeppni HM 2018. Hannes sagði við Vísi eftir leikinn í gær að hann ætlaði sér að spila á sunnudaginn og það hafði ekkert breyst þegar blaðamaður hitti hann á landsliðsæfingu í morgun. „Ég stend við það,“ sagði Hannes Þór, en Ögmundur Kristinsson varði mark Íslands í fjarveru Hannesar í gærkvöldi. En hvað amar að Hannesi? „Ég fékk alvöru högg á lærið á sunnudaginn þegar ég spilaði á móti Bröndby. Það var minn eigin varnarmaður sem kom með fullorðins skriðtæklingu inn í lærið á mér. Það blæddi inn á vöðvann og mikil eymsli verið í lærinu.“ „Það tekur tíma að jafna sig á þessu. Ég var í kapphlaupi við tímann að ná leiknum gegn Finnlandi. Ég var stanslaust í meðhöndlun en eftir mikil fundarhöld með læknateyminu var úrskurðað ég gæti ekki spilað gegn Finnlandi en á móti kemur að ég verð algjörlega ferskur á sunnudaginn gegn Tyrklandi,“ sagði Hannes.Það getur verið erfitt fyrir leikmenn að sitja á tréverkinu og fylgjast með félögum sínum reyna að sækja stig á síðustu mínútum leiksins. Það tókst heldur betur í gær með tveimur mörkum á ögurstundu. „Þetta var rosalegt. Ég hélt að það væri ekki hægt að upplifa jafnsterka sigurvímu ef maður spilaði ekki leikinn. En síðan lá maður þarna í óþægindakuðung og kvaldist af stressi. Ég var miklu stressaðari en þegar ég spila leikina sjálfur,“ sagði Hannes. „Þegar þessir drengir náðu að snúa þessu við sprakk út sigurvíma og ég réð mér ekki fyrir kæti. Þetta var alveg magnað. Auðvitað vill maður alltaf spila en þetta var öðruvísi upplifun og fór eins og best verður á kosið.“ „Það gerist ekkert oft að lið nái að snúa við leik í uppbótartíma og vinna hann. Það gerist kannski í eitt skipti af hverjum 500 en þarna datt þetta með okkur. Það var gaman að upplifa þetta,“ sagði Hannes Þór Halldórsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir um umdeilda markið: „Mér er alveg sama hvort hann var inni eða ekki“ Landsliðsþjálfarinn búinn að horfa á fyrri hálfleikinn aftur en fór svo að sofa. 7. október 2016 12:45 Norski dómarinn má ekki tjá sig um markið Norskir fjölmiðlar settu sig í samband við dómara leiks Íslands og Finnlands í gær. 7. október 2016 11:00 Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum. 7. október 2016 08:47 Þýsk rokksveit gerir víkingaklappið að lagi Ef víkingaklappið var ekki orðið ódauðlegt nú þegar þá er það orðið ódauðlegt núna því þýsk hljómsveit er búin að breyta klappinu í lag. 7. október 2016 12:28 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson gat ekki staðið vaktina í marki íslenska landsliðsins í fótbolta í gærkvöldi þegar það vann magnaðan endurkomusigur, 3-2, í undankeppni HM 2018. Hannes sagði við Vísi eftir leikinn í gær að hann ætlaði sér að spila á sunnudaginn og það hafði ekkert breyst þegar blaðamaður hitti hann á landsliðsæfingu í morgun. „Ég stend við það,“ sagði Hannes Þór, en Ögmundur Kristinsson varði mark Íslands í fjarveru Hannesar í gærkvöldi. En hvað amar að Hannesi? „Ég fékk alvöru högg á lærið á sunnudaginn þegar ég spilaði á móti Bröndby. Það var minn eigin varnarmaður sem kom með fullorðins skriðtæklingu inn í lærið á mér. Það blæddi inn á vöðvann og mikil eymsli verið í lærinu.“ „Það tekur tíma að jafna sig á þessu. Ég var í kapphlaupi við tímann að ná leiknum gegn Finnlandi. Ég var stanslaust í meðhöndlun en eftir mikil fundarhöld með læknateyminu var úrskurðað ég gæti ekki spilað gegn Finnlandi en á móti kemur að ég verð algjörlega ferskur á sunnudaginn gegn Tyrklandi,“ sagði Hannes.Það getur verið erfitt fyrir leikmenn að sitja á tréverkinu og fylgjast með félögum sínum reyna að sækja stig á síðustu mínútum leiksins. Það tókst heldur betur í gær með tveimur mörkum á ögurstundu. „Þetta var rosalegt. Ég hélt að það væri ekki hægt að upplifa jafnsterka sigurvímu ef maður spilaði ekki leikinn. En síðan lá maður þarna í óþægindakuðung og kvaldist af stressi. Ég var miklu stressaðari en þegar ég spila leikina sjálfur,“ sagði Hannes. „Þegar þessir drengir náðu að snúa þessu við sprakk út sigurvíma og ég réð mér ekki fyrir kæti. Þetta var alveg magnað. Auðvitað vill maður alltaf spila en þetta var öðruvísi upplifun og fór eins og best verður á kosið.“ „Það gerist ekkert oft að lið nái að snúa við leik í uppbótartíma og vinna hann. Það gerist kannski í eitt skipti af hverjum 500 en þarna datt þetta með okkur. Það var gaman að upplifa þetta,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir um umdeilda markið: „Mér er alveg sama hvort hann var inni eða ekki“ Landsliðsþjálfarinn búinn að horfa á fyrri hálfleikinn aftur en fór svo að sofa. 7. október 2016 12:45 Norski dómarinn má ekki tjá sig um markið Norskir fjölmiðlar settu sig í samband við dómara leiks Íslands og Finnlands í gær. 7. október 2016 11:00 Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum. 7. október 2016 08:47 Þýsk rokksveit gerir víkingaklappið að lagi Ef víkingaklappið var ekki orðið ódauðlegt nú þegar þá er það orðið ódauðlegt núna því þýsk hljómsveit er búin að breyta klappinu í lag. 7. október 2016 12:28 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira
Heimir um umdeilda markið: „Mér er alveg sama hvort hann var inni eða ekki“ Landsliðsþjálfarinn búinn að horfa á fyrri hálfleikinn aftur en fór svo að sofa. 7. október 2016 12:45
Norski dómarinn má ekki tjá sig um markið Norskir fjölmiðlar settu sig í samband við dómara leiks Íslands og Finnlands í gær. 7. október 2016 11:00
Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum. 7. október 2016 08:47
Þýsk rokksveit gerir víkingaklappið að lagi Ef víkingaklappið var ekki orðið ódauðlegt nú þegar þá er það orðið ódauðlegt núna því þýsk hljómsveit er búin að breyta klappinu í lag. 7. október 2016 12:28