Virtasti dómari Íslands um sigurmarkið: „Við höfum notið góðs af því að vera loksins orðin stór“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2016 08:30 Kristinn Jakobsson var á meðal þúsunda Íslendinga í Frakklandi í sumar og studdi strákana okkar. Vísir/E. Stefán Kristinn Jakobsson, virtasti knattspyrnudómari Íslands og sá sem hefur náð lengst í alþjóða dómgæslu, segir hans fyrstu viðbrögð við sigurmarki Íslands gegn Finnum á Laugardalsvelli í gærkvöldi vera þau að dæma mark. Þetta sagði hann í samtali við blaðamann í gærkvöldi. Dómarinn geðþekki hafði skoðað markið út frá nokkrum sjónarhornum í myndbandakerfi evrópska knattspyrnusambandsins en þar geta dómarar farið yfir atvik eftir á. Hann reyndi að beiðni Vísis að setja sig í spor dómarans, Sveins Oddvar Moen frá Noregi, í sókninni þýðingarmiklu þegar Ísland skoraði sigurmarkið.Sjá einnig:Villandi skjáskot gengur um á netinu en staðfestir ekkert „Hann á mjög erfitt með að sjá það. Hann verður að fylgja ráðleggingum frá aðstoðardómaranum. Ég er pottþéttur á að aðstoðardómarinn hafi sagt honum að boltinn hafi verið kominn inn fyrir,“ segir Kristinn.Kristinn Jakobsson þykir afar fær á sínu sviði.vísir/daníelOfboðslega erfiðar aðstæður Sitt sýnist hverjum um augnablikið þegar Ragnar Sigurðsson er í baráttunni um boltann eftir skalla Kára Árnasonar. Einhvern veginn hrekkur boltinn af Ragnari í átt að marki og svo er hann ýmist „augljóslega inni“ eða „augljóslega ekki inni.“ „Auðvitað er þetta ofboðslega erfiðar aðstæður,“ segir Kristinn sem upplifað hefur tímana tvenna við dómgæslu hér á landi og á stórum vettvangi erlendis. Sjá einnig:Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki kominn inn Lengi vel var uppi óvissa um það hvort markið hefði verið dæmt eftir að Alfreð Finnbogason spyrnti boltann yfir línuna þar sem finnski markvöðurinn hélt honum á línunni. UEFA hefur staðfest að markið er skráð á Ragnar Sigurðsson. Það er markið sem dómarinn dæmir. Hann staðfestir það í samstarfi við starfsmanna UEFA í stúkunni og eftirlitsdómarann. Alfreð Finnbogason baðar út öllum öngum eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands.vísir/anton brinkGerðist hratt Hlutirnir gerðust hratt þegar Ísland skoraði. Þjálfari Finnanna vildi fá dæmda rangstöðu á Ragnar, taldi boltann ekki inni og vildi fá brot á Alfreð þar sem finnski markvörðurinn hafði hönd á bolta. „Að hafa control á bolta er ekki að hafa litla putta á bolta,“ segir Kristinn um augnablikið þegar Alfreð spyrnir boltanum yfir línuna. „Þegar ég skoða þetta aftur þá get ég alveg stutt það að dómarinn hefði getað dæmt á þetta,“ segir Kristinn. Hann gæti sömuleiðis stutt það að ekki hafi verið fullkomið vald á boltanum og því ætti mark Alfreðs, hefði boltinn ekki verið inni hjá Ragnari, að standa. Jafnómögulegt sé að fullyrða með vissu um að markið hafi verið ólöglegt og að dómarinn hafi gert mistök. Aðspurður um mögulega hendi á Ragnar segist Kristinn ekki geta séð það. Dómarinn þurfi að geta séð það og enginn leið til að sjá það. Varðandi rangstöðuna þá sé það meira spurningamerki, þ.e. á Ragnar eftir að Kári skallar boltann áfram.Gylfi Þór Sigurðsson var besti maður vallarins í gær að mati íþróttafréttamanna Vísis.Vísir/Anton brinkÍsland orðið „stórt“ „Tilfinningin var að þetta væri rangstaða,“ segir Kristinn. „En maður hefur upplifað svo margar svona rangstöður, maður hefur alltaf efann á bak við. Ef það er eitthvað ef, þá lætur maður leikinn ganga.“ Eftir að dómarinn dæmir mark rífur fyrirliði Finna í norska dómarann, hegðun sem allajafna uppsker rautt spjald. Það er kannski til marks um hið erfiða augnablik dómarans að hann sleppti honum með gult spjald enda vafalítið í mikilli óvissu um hvort ákvörðunin, að dæma mark hafi verið rétt. Kristinn segir það spila inn í ákvörðun dómarans að karlalandslið Íslands sé komið á háan stall. „Við höfum notið góðs af því að vera loksins orðin stór,“ segir Kristinn. Áður hafi stórar ákvarðanir yfirleitt ekki fallið með Íslandi en í þessu tilviki hafi Ísland notið vafans. „Burtséð frá því hvort ákvörðunartakan er rétt eða röng, þá er alltaf stór vafi í þessari ákvörðunartöku,“ segir Kristinn. Ekkert sjónarhorn af markinu sé fullkomið. Uppfært klukkan 09:05Nýtt sjónarhorn virðist sýna að boltinn var ekki allur kominn yfir marklínuna.Sjá hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rikki G missti sig er Ísland skoraði sigurmarkið Íþróttalýsandi Stöðvar 2 Sport Ríkharð Óskar Guðnason drekkur líklega te í dag þar sem hann svo gott sem kláraði röddina er Ísland skoraði sigurmarkið gegn Finnlandi í gær. 7. október 2016 08:00 Veislunni bjargað á ögurstundu Íslenska landsliðið í fótbolta vann mikilvægan heimasigur á Finnlandi, 3-2, á Laugardalsvellinum í gærkvöldi eftir að lenda tvisvar undir. Strákarnir okkar sýndu að þeir geta unnið leiki á ýmsa vegu. 7. október 2016 06:00 Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum. 7. október 2016 08:47 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Kristinn Jakobsson, virtasti knattspyrnudómari Íslands og sá sem hefur náð lengst í alþjóða dómgæslu, segir hans fyrstu viðbrögð við sigurmarki Íslands gegn Finnum á Laugardalsvelli í gærkvöldi vera þau að dæma mark. Þetta sagði hann í samtali við blaðamann í gærkvöldi. Dómarinn geðþekki hafði skoðað markið út frá nokkrum sjónarhornum í myndbandakerfi evrópska knattspyrnusambandsins en þar geta dómarar farið yfir atvik eftir á. Hann reyndi að beiðni Vísis að setja sig í spor dómarans, Sveins Oddvar Moen frá Noregi, í sókninni þýðingarmiklu þegar Ísland skoraði sigurmarkið.Sjá einnig:Villandi skjáskot gengur um á netinu en staðfestir ekkert „Hann á mjög erfitt með að sjá það. Hann verður að fylgja ráðleggingum frá aðstoðardómaranum. Ég er pottþéttur á að aðstoðardómarinn hafi sagt honum að boltinn hafi verið kominn inn fyrir,“ segir Kristinn.Kristinn Jakobsson þykir afar fær á sínu sviði.vísir/daníelOfboðslega erfiðar aðstæður Sitt sýnist hverjum um augnablikið þegar Ragnar Sigurðsson er í baráttunni um boltann eftir skalla Kára Árnasonar. Einhvern veginn hrekkur boltinn af Ragnari í átt að marki og svo er hann ýmist „augljóslega inni“ eða „augljóslega ekki inni.“ „Auðvitað er þetta ofboðslega erfiðar aðstæður,“ segir Kristinn sem upplifað hefur tímana tvenna við dómgæslu hér á landi og á stórum vettvangi erlendis. Sjá einnig:Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki kominn inn Lengi vel var uppi óvissa um það hvort markið hefði verið dæmt eftir að Alfreð Finnbogason spyrnti boltann yfir línuna þar sem finnski markvöðurinn hélt honum á línunni. UEFA hefur staðfest að markið er skráð á Ragnar Sigurðsson. Það er markið sem dómarinn dæmir. Hann staðfestir það í samstarfi við starfsmanna UEFA í stúkunni og eftirlitsdómarann. Alfreð Finnbogason baðar út öllum öngum eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands.vísir/anton brinkGerðist hratt Hlutirnir gerðust hratt þegar Ísland skoraði. Þjálfari Finnanna vildi fá dæmda rangstöðu á Ragnar, taldi boltann ekki inni og vildi fá brot á Alfreð þar sem finnski markvörðurinn hafði hönd á bolta. „Að hafa control á bolta er ekki að hafa litla putta á bolta,“ segir Kristinn um augnablikið þegar Alfreð spyrnir boltanum yfir línuna. „Þegar ég skoða þetta aftur þá get ég alveg stutt það að dómarinn hefði getað dæmt á þetta,“ segir Kristinn. Hann gæti sömuleiðis stutt það að ekki hafi verið fullkomið vald á boltanum og því ætti mark Alfreðs, hefði boltinn ekki verið inni hjá Ragnari, að standa. Jafnómögulegt sé að fullyrða með vissu um að markið hafi verið ólöglegt og að dómarinn hafi gert mistök. Aðspurður um mögulega hendi á Ragnar segist Kristinn ekki geta séð það. Dómarinn þurfi að geta séð það og enginn leið til að sjá það. Varðandi rangstöðuna þá sé það meira spurningamerki, þ.e. á Ragnar eftir að Kári skallar boltann áfram.Gylfi Þór Sigurðsson var besti maður vallarins í gær að mati íþróttafréttamanna Vísis.Vísir/Anton brinkÍsland orðið „stórt“ „Tilfinningin var að þetta væri rangstaða,“ segir Kristinn. „En maður hefur upplifað svo margar svona rangstöður, maður hefur alltaf efann á bak við. Ef það er eitthvað ef, þá lætur maður leikinn ganga.“ Eftir að dómarinn dæmir mark rífur fyrirliði Finna í norska dómarann, hegðun sem allajafna uppsker rautt spjald. Það er kannski til marks um hið erfiða augnablik dómarans að hann sleppti honum með gult spjald enda vafalítið í mikilli óvissu um hvort ákvörðunin, að dæma mark hafi verið rétt. Kristinn segir það spila inn í ákvörðun dómarans að karlalandslið Íslands sé komið á háan stall. „Við höfum notið góðs af því að vera loksins orðin stór,“ segir Kristinn. Áður hafi stórar ákvarðanir yfirleitt ekki fallið með Íslandi en í þessu tilviki hafi Ísland notið vafans. „Burtséð frá því hvort ákvörðunartakan er rétt eða röng, þá er alltaf stór vafi í þessari ákvörðunartöku,“ segir Kristinn. Ekkert sjónarhorn af markinu sé fullkomið. Uppfært klukkan 09:05Nýtt sjónarhorn virðist sýna að boltinn var ekki allur kominn yfir marklínuna.Sjá hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rikki G missti sig er Ísland skoraði sigurmarkið Íþróttalýsandi Stöðvar 2 Sport Ríkharð Óskar Guðnason drekkur líklega te í dag þar sem hann svo gott sem kláraði röddina er Ísland skoraði sigurmarkið gegn Finnlandi í gær. 7. október 2016 08:00 Veislunni bjargað á ögurstundu Íslenska landsliðið í fótbolta vann mikilvægan heimasigur á Finnlandi, 3-2, á Laugardalsvellinum í gærkvöldi eftir að lenda tvisvar undir. Strákarnir okkar sýndu að þeir geta unnið leiki á ýmsa vegu. 7. október 2016 06:00 Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum. 7. október 2016 08:47 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Rikki G missti sig er Ísland skoraði sigurmarkið Íþróttalýsandi Stöðvar 2 Sport Ríkharð Óskar Guðnason drekkur líklega te í dag þar sem hann svo gott sem kláraði röddina er Ísland skoraði sigurmarkið gegn Finnlandi í gær. 7. október 2016 08:00
Veislunni bjargað á ögurstundu Íslenska landsliðið í fótbolta vann mikilvægan heimasigur á Finnlandi, 3-2, á Laugardalsvellinum í gærkvöldi eftir að lenda tvisvar undir. Strákarnir okkar sýndu að þeir geta unnið leiki á ýmsa vegu. 7. október 2016 06:00
Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum. 7. október 2016 08:47