Veislunni bjargað á ögurstundu Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. október 2016 06:00 Alfreð Finnbogason baðar út öllum öngum eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands. vísir/anton brink Íslenska þjóðin er orðin svo góðu vön frá strákunum okkar í fótboltalandsliðinu að 10.000 áhorfendur á Laugardalsvelli skildu í raun ekki hvað var í gangi þegar 89 mínútur voru komnar á leikklukkuna og Ísland var að tapa, 2-1, fyrir Finnlandi eftir að lenda tvívegis undir. Íslenska liðið hefur verið svo öflugt undanfarin ár, sérstaklega á heimavelli, að kröfurnar eru orðnar miklar til liðsins. Þó ekkert meiri en strákarnir gera til sjálfs sín. Það var ekki margt sem benti til ævintýralegs 3-2 heimasigurs og áframhaldandi fótboltaveislu á Íslandi. Sumir voru meira að segja byrjaðir að hleypa úr partíblöðrunum.Nagli á höfuð hjá Kára Strákarnir okkar fengu að bragða á sínu eigin meðali í gær. Þeir voru miklu stærra liðið sem átti að halda boltanum og vinna leikinn gegn Finnum sem eru nær 100. sæti á heimslistanum en 27. sæti þar sem Ísland situr. „Þeir eru með sænskan þjálfara [Hans Backe] sem er góðvinur Lars og þekkir okkar styrkleika. Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Íslands, við íþróttadeild eftir leikinn í gærkvöldi. Kári hitti naglann á höfuðið. Þetta var eins og að horfa á Ísland spila við skuggann af sjálfu sér. Lið undir stjórn taktísks Svía sem er búinn að undirbúa liðið eins á fyrstu mánuðunum í starfi eins og Lars gerði með Ísland. Finnar þekktu sínar sterku hliðar, vörðust vel og nýttu einu tvö færin sem liðið fékk. Hljómar þetta ekki kunnuglega?Gylfi og Kári fagna marki hins síðarnefnd í gærkvöldi.Vísir/Anton BrinkFokið í flest þegar Gylfi klúðrar víti Í gær þurftu strákarnir okkar að spila eins og stórir strákar og það tókst misvel. Liðið skapaði ekki mikið af færum en það sem skapaðist vildi bara ekki detta. Það er fokið í flest skjól þegar Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að brenna af vítaspyrnum. Samt besti maður vallarins svo það komi fram. Margsinnis hefur íslenska liðið verið í stöðu Finnlands; með betra fótboltalið að hamra á sér á síðustu mínútunum. Munurinn er þó sá að Ísland nær alltaf úrslitum. Það gerðu okkar menn í gær. Þeir hafa unnið sigra með varnarleik, taktík og stundum pakkað liðum saman með flottri spilamennsku og skynsemi. En í gær var komið að því að sýna nýja hlið: Vinna leik á síðustu andartökunum; sýna kraft, vilja og gæði til að skora ekki bara eitt heldur tvö mörk í uppbótartíma. Karakter er einfalda orðið til að nota yfir svona endurkomu en þetta voru gæði í bland við óbilandi sigurvilja. Spilamennskan var ekki fullkomin en þrjú mikilvæg stig í sarpinn. Það er styrkleikamerki góðra liða og veislan heldur áfram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Í hvaða heimi er þetta ekki rautt spjald? | Myndir Niklas Moisander, fyrirliði finnska fótboltalandsliðsins, lét skapið hlaupa með sig í gönur eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 22:39 Villandi skjáskot tekur ekki af vafa um hvort markið var löglegt Líklega mun aldrei fást svar við spurningunni hvort sigurmark Íslands gegn Finnum var löglegt. 6. október 2016 22:15 Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni þegar sigurmarkið kom Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni á Laugardalsvellinum þegar Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 23:18 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Íslenska þjóðin er orðin svo góðu vön frá strákunum okkar í fótboltalandsliðinu að 10.000 áhorfendur á Laugardalsvelli skildu í raun ekki hvað var í gangi þegar 89 mínútur voru komnar á leikklukkuna og Ísland var að tapa, 2-1, fyrir Finnlandi eftir að lenda tvívegis undir. Íslenska liðið hefur verið svo öflugt undanfarin ár, sérstaklega á heimavelli, að kröfurnar eru orðnar miklar til liðsins. Þó ekkert meiri en strákarnir gera til sjálfs sín. Það var ekki margt sem benti til ævintýralegs 3-2 heimasigurs og áframhaldandi fótboltaveislu á Íslandi. Sumir voru meira að segja byrjaðir að hleypa úr partíblöðrunum.Nagli á höfuð hjá Kára Strákarnir okkar fengu að bragða á sínu eigin meðali í gær. Þeir voru miklu stærra liðið sem átti að halda boltanum og vinna leikinn gegn Finnum sem eru nær 100. sæti á heimslistanum en 27. sæti þar sem Ísland situr. „Þeir eru með sænskan þjálfara [Hans Backe] sem er góðvinur Lars og þekkir okkar styrkleika. Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Íslands, við íþróttadeild eftir leikinn í gærkvöldi. Kári hitti naglann á höfuðið. Þetta var eins og að horfa á Ísland spila við skuggann af sjálfu sér. Lið undir stjórn taktísks Svía sem er búinn að undirbúa liðið eins á fyrstu mánuðunum í starfi eins og Lars gerði með Ísland. Finnar þekktu sínar sterku hliðar, vörðust vel og nýttu einu tvö færin sem liðið fékk. Hljómar þetta ekki kunnuglega?Gylfi og Kári fagna marki hins síðarnefnd í gærkvöldi.Vísir/Anton BrinkFokið í flest þegar Gylfi klúðrar víti Í gær þurftu strákarnir okkar að spila eins og stórir strákar og það tókst misvel. Liðið skapaði ekki mikið af færum en það sem skapaðist vildi bara ekki detta. Það er fokið í flest skjól þegar Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að brenna af vítaspyrnum. Samt besti maður vallarins svo það komi fram. Margsinnis hefur íslenska liðið verið í stöðu Finnlands; með betra fótboltalið að hamra á sér á síðustu mínútunum. Munurinn er þó sá að Ísland nær alltaf úrslitum. Það gerðu okkar menn í gær. Þeir hafa unnið sigra með varnarleik, taktík og stundum pakkað liðum saman með flottri spilamennsku og skynsemi. En í gær var komið að því að sýna nýja hlið: Vinna leik á síðustu andartökunum; sýna kraft, vilja og gæði til að skora ekki bara eitt heldur tvö mörk í uppbótartíma. Karakter er einfalda orðið til að nota yfir svona endurkomu en þetta voru gæði í bland við óbilandi sigurvilja. Spilamennskan var ekki fullkomin en þrjú mikilvæg stig í sarpinn. Það er styrkleikamerki góðra liða og veislan heldur áfram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Í hvaða heimi er þetta ekki rautt spjald? | Myndir Niklas Moisander, fyrirliði finnska fótboltalandsliðsins, lét skapið hlaupa með sig í gönur eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 22:39 Villandi skjáskot tekur ekki af vafa um hvort markið var löglegt Líklega mun aldrei fást svar við spurningunni hvort sigurmark Íslands gegn Finnum var löglegt. 6. október 2016 22:15 Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni þegar sigurmarkið kom Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni á Laugardalsvellinum þegar Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 23:18 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Í hvaða heimi er þetta ekki rautt spjald? | Myndir Niklas Moisander, fyrirliði finnska fótboltalandsliðsins, lét skapið hlaupa með sig í gönur eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 22:39
Villandi skjáskot tekur ekki af vafa um hvort markið var löglegt Líklega mun aldrei fást svar við spurningunni hvort sigurmark Íslands gegn Finnum var löglegt. 6. október 2016 22:15
Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni þegar sigurmarkið kom Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni á Laugardalsvellinum þegar Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 23:18