Villandi skjáskot tekur ekki af vafa um hvort markið var löglegt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2016 22:15 Skjáskotið sem gengur um á netinu og virðist sýna boltann vel fyrir innan línuna. Boltinn er þó í loftinu og engin leið að fullyrða að hann sé inni. Fjölmargir Íslendingar deila nú á Facebook og Twitter skjáskoti af sigurmarki Íslands í kvöld sannfærðir um að boltinn sé inni. Svo virðist sem boltinn liggi á grasinu vel fyrir innan línuna en þar með er ekki öll sagan sögð. Skjáskotið er nefnilega blekkjandi. Það er tekið úr myndbroti, úr sjónarhorni einnar myndavélar á Laugardalsvelli í kvöld, sem fer einnig sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þar má glögglega sjá að þegar skjáskotið er tekið er boltinn í loftinu, ekki á grasinu. Vera má að boltinn sé kominn yfir línuna en engin leið er að fullyrða um það. Hafa verður í huga að allur boltinn verður að vera kominn yfir línuna. Myndin hér að neðan útskýrir það betur.Þjálfari Finna, Hans Backe, var afar ósáttur með dómara leiksins og taldi markið ólöglegt. Svo virtist sem hann hefði talið um rangstöðu að ræða í aðdragandanum, Ragnar hefði notað hendina og svo hefði Alfreð sparkað boltanum úr höndum markvarðar Finna. Norski dómarinn virðist hins vegar hafa dæmt markið þegar Ragnar setti boltann í átt að marki, hvort sem boltinn fór yfir línuna eða ekki. Líklega mun aldrei fást fullkomlega úr því skorið hvort mark Íslands var löglegt eða ekki. En eins og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari komst að orði á blaðamannafundi í kvöld: „Mér er í rauninni alveg sama, hvort markið hafi verið löglegt og hvað Backe segir.“ Líklega taka flestir Íslendingar undir með Eyjapeyjanum.Uppfært klukkan 09:05Nýtt sjónarhorn virðist sýna að boltinn hafi aldrei allur farið yfir marklínuna. Sjá hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar deila nú á Facebook og Twitter skjáskoti af sigurmarki Íslands í kvöld sannfærðir um að boltinn sé inni. Svo virðist sem boltinn liggi á grasinu vel fyrir innan línuna en þar með er ekki öll sagan sögð. Skjáskotið er nefnilega blekkjandi. Það er tekið úr myndbroti, úr sjónarhorni einnar myndavélar á Laugardalsvelli í kvöld, sem fer einnig sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þar má glögglega sjá að þegar skjáskotið er tekið er boltinn í loftinu, ekki á grasinu. Vera má að boltinn sé kominn yfir línuna en engin leið er að fullyrða um það. Hafa verður í huga að allur boltinn verður að vera kominn yfir línuna. Myndin hér að neðan útskýrir það betur.Þjálfari Finna, Hans Backe, var afar ósáttur með dómara leiksins og taldi markið ólöglegt. Svo virtist sem hann hefði talið um rangstöðu að ræða í aðdragandanum, Ragnar hefði notað hendina og svo hefði Alfreð sparkað boltanum úr höndum markvarðar Finna. Norski dómarinn virðist hins vegar hafa dæmt markið þegar Ragnar setti boltann í átt að marki, hvort sem boltinn fór yfir línuna eða ekki. Líklega mun aldrei fást fullkomlega úr því skorið hvort mark Íslands var löglegt eða ekki. En eins og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari komst að orði á blaðamannafundi í kvöld: „Mér er í rauninni alveg sama, hvort markið hafi verið löglegt og hvað Backe segir.“ Líklega taka flestir Íslendingar undir með Eyjapeyjanum.Uppfært klukkan 09:05Nýtt sjónarhorn virðist sýna að boltinn hafi aldrei allur farið yfir marklínuna. Sjá hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira
Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37
Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27
Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30
Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09