Ari Freyr: Við hættum aldrei Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. október 2016 22:08 Ari Freyr segir að íslenska landsliðið hætti aldrei. vísir/anton „Mér fannst þetta verðskuldaður sigur,“ sagði Ari Freyr Skúlason eftir 3-2 sigur Íslands á Finnlandi í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi 2018 í kvöld. „Þeir eiga ekki mikið en skora tvö mörk. Við vorum heldur ekkert að brillera. Þetta var stöngin út hjá sumum en svo náðum við að klóra í bakkann og skora tvö mörk á síðustu mínútunum sem var æðislegt. „Þetta sýnir hvernig karakterar við erum og hvernig við erum sem lið. Við gefumst aldrei upp, berjumst fyrir hvern annan og hættum aldrei fyrr en það er búið að flauta leikinn af,“ sagði Ari Freyr. Ari Freyr segir sigurinn hafa verið sanngjarnan þó Finnland hafi átt sín augnablik í leiknum eins og í öðru markinu sem liðið skoraði. „Við náðum að blokka skotið, svo fellur þetta fyrir hann aftur og það er ómögulegt fyrir Ömma [Ögmund Kristinsson] að sjá skotið. Ef við lítum heilt yfir þetta þá stjórnum við leiknum frá fyrstu mínútu. „Auðvitað áttu þeir sína kafla. Þeir spila með þrjá miðverði og það er erfitt að setja pressu á þá. Þeir leysa þetta mjög vel á köflum og voru duglegir að finna framherjana sína. „Það má hrósa þeim fyrir að þeir voru duglegir að hlaupa og náðu að opna okkur inn á milli. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú og fannst þetta verðskuldað,“ sagði Ari Freyr. Í fyrra markinu myndaðist mikið pláss úti vinstra megin þar sem Ari Freyr var að verjast. „Það myndast alltaf pláss gegn þessu leikkerfi. Þegar miðjumaðurinn hleypur á milli mín og Ragga (Ragnars Sigurðssonar) þá þarf maður að bíða þar til maður getur farið út. Hann fær að setja fyrirgjöfina einfalda en svona er fótbolti. „Við getum viðurkennt að þetta var ekki okkar besti leikur en við endum á að klóra í bakkann og héldum áfram. Þeir voru farnir að tefja frekar snemma. Við náðum að halda áfram eftir að við jöfnum,“ sagði Ari Freyr. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
„Mér fannst þetta verðskuldaður sigur,“ sagði Ari Freyr Skúlason eftir 3-2 sigur Íslands á Finnlandi í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi 2018 í kvöld. „Þeir eiga ekki mikið en skora tvö mörk. Við vorum heldur ekkert að brillera. Þetta var stöngin út hjá sumum en svo náðum við að klóra í bakkann og skora tvö mörk á síðustu mínútunum sem var æðislegt. „Þetta sýnir hvernig karakterar við erum og hvernig við erum sem lið. Við gefumst aldrei upp, berjumst fyrir hvern annan og hættum aldrei fyrr en það er búið að flauta leikinn af,“ sagði Ari Freyr. Ari Freyr segir sigurinn hafa verið sanngjarnan þó Finnland hafi átt sín augnablik í leiknum eins og í öðru markinu sem liðið skoraði. „Við náðum að blokka skotið, svo fellur þetta fyrir hann aftur og það er ómögulegt fyrir Ömma [Ögmund Kristinsson] að sjá skotið. Ef við lítum heilt yfir þetta þá stjórnum við leiknum frá fyrstu mínútu. „Auðvitað áttu þeir sína kafla. Þeir spila með þrjá miðverði og það er erfitt að setja pressu á þá. Þeir leysa þetta mjög vel á köflum og voru duglegir að finna framherjana sína. „Það má hrósa þeim fyrir að þeir voru duglegir að hlaupa og náðu að opna okkur inn á milli. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú og fannst þetta verðskuldað,“ sagði Ari Freyr. Í fyrra markinu myndaðist mikið pláss úti vinstra megin þar sem Ari Freyr var að verjast. „Það myndast alltaf pláss gegn þessu leikkerfi. Þegar miðjumaðurinn hleypur á milli mín og Ragga (Ragnars Sigurðssonar) þá þarf maður að bíða þar til maður getur farið út. Hann fær að setja fyrirgjöfina einfalda en svona er fótbolti. „Við getum viðurkennt að þetta var ekki okkar besti leikur en við endum á að klóra í bakkann og héldum áfram. Þeir voru farnir að tefja frekar snemma. Við náðum að halda áfram eftir að við jöfnum,“ sagði Ari Freyr.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira