„Fannst aldrei þurfa að skipta því enginn var að spila illa“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2016 21:52 Björn Bergmann í háloftunum í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Heimir Hallgrímsson beið lengi með að skipta varamönnum inn á í leiknum í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson kom nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið en margir höfðu reiknað með að Viðar Örn Kjartansson myndi byrja. „Björn Bergmann hefur þá eiginleika sem Kolbeinn (Sigþórsson) og Jón Daði (Böðvarsson) hafa. Hann er sterkur í lofitnu og með líkamlega viðveru,“ sagði Heimir. Ísland þyrfti oft að spila löngum boltum og þá væri gott að hafa þessa eiginleika í framlínunni. „Fyrir utan hvað hann er góður í fótbolta og hefur góða kosti.“ Björn Bergmann fór af velli eftir 75 mínútur en margir hefðu viljað sjá þá skiptingu koma fyrr. Viðar Örn kom inn á fyrir Björn. „Ég held að allir hafi séð hve góður hann (Björn Bergmann) er í fótbolta. Það er í rauninni ástæðan fyrir því að við völdum hann frammi. við höfum spilað með Viðar og Alfreð. Þeirra leikstíll er svipaður, góðir í teignum og vilja fá boltann bak við varnir.“ Síðari skipting Íslands í leiknum kom á 86. mínútu þegar Birkir Már, sem átti ekki sinn besta dag, fór af velli fyrir Theodór Elmar Bjarnason. Fjórum mínútum síðar jafnaði Ísland og svo kom sigurmarkið í blálokin. „Mér fannst aldrei þurfa að skipta því enginn var að spila illa,“ sagði Heimir aðspurður um skipingarnar. Hann viðurkenndi að sigurinn væri mikill léttir enda stefndi allt í óefni. Nú væri Ísland orðin þekkt stærð sem lið leikgreindu í þaula og vanmátu ekki.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Heimir Hallgrímsson beið lengi með að skipta varamönnum inn á í leiknum í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson kom nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið en margir höfðu reiknað með að Viðar Örn Kjartansson myndi byrja. „Björn Bergmann hefur þá eiginleika sem Kolbeinn (Sigþórsson) og Jón Daði (Böðvarsson) hafa. Hann er sterkur í lofitnu og með líkamlega viðveru,“ sagði Heimir. Ísland þyrfti oft að spila löngum boltum og þá væri gott að hafa þessa eiginleika í framlínunni. „Fyrir utan hvað hann er góður í fótbolta og hefur góða kosti.“ Björn Bergmann fór af velli eftir 75 mínútur en margir hefðu viljað sjá þá skiptingu koma fyrr. Viðar Örn kom inn á fyrir Björn. „Ég held að allir hafi séð hve góður hann (Björn Bergmann) er í fótbolta. Það er í rauninni ástæðan fyrir því að við völdum hann frammi. við höfum spilað með Viðar og Alfreð. Þeirra leikstíll er svipaður, góðir í teignum og vilja fá boltann bak við varnir.“ Síðari skipting Íslands í leiknum kom á 86. mínútu þegar Birkir Már, sem átti ekki sinn besta dag, fór af velli fyrir Theodór Elmar Bjarnason. Fjórum mínútum síðar jafnaði Ísland og svo kom sigurmarkið í blálokin. „Mér fannst aldrei þurfa að skipta því enginn var að spila illa,“ sagði Heimir aðspurður um skipingarnar. Hann viðurkenndi að sigurinn væri mikill léttir enda stefndi allt í óefni. Nú væri Ísland orðin þekkt stærð sem lið leikgreindu í þaula og vanmátu ekki.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07
Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37
Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27
Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52
Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30