Ragnar: Tek markið 100% á mig Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2016 21:27 Ragnar í baráttunni í kvöld. vísir/anton Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. „Nei, ég sá það ekki, en það var dæmt mark og ég tek þetta mark 100% á mig," sagði Ragnar í samtali við Vísi í leikslok, en markið umtalaða má sjá hér. „Það er búið að dæma þetta og það er ekki hægt að breyta þessu, en það er auðvitað alltaf skemmtilegra ef allt er "fair and square". Við tökum þessi þrjú stig og erum skítsama um hitt." „Þegar við höfum þurft mark þá trúum við á það. Þegar við höfum trú á því þá dettur það inn," en fór engin ónotatilfinning um Ragnar þegar hann sá að boltinn var ekki á leiðinni inn? „Maður byrjaði að hugsa það á tímabili, en maður er búinn að vera í þessu frekar lengi núna og maður veit að það þarf svo lítið til þess að boltinn fari inn." „Það besta sem við getum gert er að klára leikina eins og við erum vanir að gera." „Ég er sérstaklega ósáttur með síðara markið. Það er erfitt að eiga við fyrirgjafir og stundum er maður frír í teignum, en í síðari markinu erum við bara ekki nægilega grimmir." Ragnar segir að yfirleitt sé hann mjög ósáttur með að fá á sig tvö mörk, en hann líti framhjá því í ljósi sigursins í kvöld. „Það er mjög pirrandi. Vanalega væri ég ógeðslega pirraður að hafa fengið á mig tvö mörk, en þetta var svo ógeðslega sætur sigur að mér er bara alveg sama." „Þegar þetta spilast ekki eins og við viljum þá verðum við að vinna leikina svona. Mér finnst frábært að við getum unnið leiki á svona marga vegu. Það sýnir bara hversu góðan hóp og frábært lið við erum með," sagði Ragnar virkilega sáttur í leikslok. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. 6. október 2016 20:54 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. „Nei, ég sá það ekki, en það var dæmt mark og ég tek þetta mark 100% á mig," sagði Ragnar í samtali við Vísi í leikslok, en markið umtalaða má sjá hér. „Það er búið að dæma þetta og það er ekki hægt að breyta þessu, en það er auðvitað alltaf skemmtilegra ef allt er "fair and square". Við tökum þessi þrjú stig og erum skítsama um hitt." „Þegar við höfum þurft mark þá trúum við á það. Þegar við höfum trú á því þá dettur það inn," en fór engin ónotatilfinning um Ragnar þegar hann sá að boltinn var ekki á leiðinni inn? „Maður byrjaði að hugsa það á tímabili, en maður er búinn að vera í þessu frekar lengi núna og maður veit að það þarf svo lítið til þess að boltinn fari inn." „Það besta sem við getum gert er að klára leikina eins og við erum vanir að gera." „Ég er sérstaklega ósáttur með síðara markið. Það er erfitt að eiga við fyrirgjafir og stundum er maður frír í teignum, en í síðari markinu erum við bara ekki nægilega grimmir." Ragnar segir að yfirleitt sé hann mjög ósáttur með að fá á sig tvö mörk, en hann líti framhjá því í ljósi sigursins í kvöld. „Það er mjög pirrandi. Vanalega væri ég ógeðslega pirraður að hafa fengið á mig tvö mörk, en þetta var svo ógeðslega sætur sigur að mér er bara alveg sama." „Þegar þetta spilast ekki eins og við viljum þá verðum við að vinna leikina svona. Mér finnst frábært að við getum unnið leiki á svona marga vegu. Það sýnir bara hversu góðan hóp og frábært lið við erum með," sagði Ragnar virkilega sáttur í leikslok.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. 6. október 2016 20:54 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45
Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. 6. október 2016 20:54
Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09