Ungmenni funduðu um innflytjenda- og flóttamannamál í Evrópu Sæunn Gísladóttir skrifar 6. október 2016 13:15 Þrjátíu sjálfboðaliðar frá þremur löndum komu til landsins til að taka þátt. Mynd/AFS Í síðustu viku komu til landsins 30 sjálfboðaliðar frá þremur löndum til þess að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu á vegum AFS á Íslandi. Þetta var samvinnuverkefni fjögurra AFS deilda frá Íslandi, Þýskalandi, Slóvakíu og Portúgal og kallast á ensku Chapter Exchange (ChapEx) eða svokölluð deildaskipti. AFS á Íslandi eru friðar- og fræðslusamtök sem vinna að markmiðum sínum um aukna vitneskju fólks um margbreytileika ólíkra menningarsamfélaga í gegnum nemendaskipti ungs fólks Þetta er í þriðja skipti sem sjálfboðaliðar AFS á Íslandi taka þátt í og undirbúa slíka ráðstefnu og er viðfangsefnið mismunandi í hvert skipti. Verkefnið hóf göngu sína á Íslandi með vikulangri ráðstefnu um innflytjenda- og flóttamannamál í Evrópu en titill verkefnisins í þetta skipti var „Changes through action: Seeing beyond our national identity and exploring the multicultural Europe“. Þátttakendur fengu fyrirlestra um fjölmenningu, innflytjendur og flóttamenn auk þess sem þátttökulöndin undirbjuggu einnig smiðjur til þess að deila með hinum þátttakendunum. Í vikunni gafst einnig tími til þess að byrja sín eigin verkefni og það komu margar góðar tillögur að framtíðarverkefnum úr þeirri hugmyndavinnu. Verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins og síðasta vika var einungis byrjunin á hringnum - það verða haldnar þrjár ráðstefnur í viðbót í hverju landi fyrir sig á sex mánaða fresti og mun sú næsta eiga sér stað í Portúgal í febrúar. Sjálfboðaliðarnir dvöldu í fjóra daga í Hlíðardalsskóla við Þorlákshöfn og fjóra daga í Reykjavík. Íslensku sjálfboðaliðarnir unnu hörðum höndum mánuðum saman við að undirbúa komu erlendu sjálfboðaliðanna og ríkti mikil ánægja með verkefnið í heild sinni. Til viðbótar við fyrirlestrana og smiðjurnar fengu gestirnir að kynnast íslenskri menningu og að fara hinn víðfræga gullna hring. Á lokadegi ráðstefnunnar tóku sjálfboðaliðarnir þátt í IDD eða Intercultural Dialogue Day sem átti sér stað í Hinu húsinu þann 1. október. IDD leggur upp úr því að fagna fjölbreytileikanum og er síðasta fimmtudaginn í september á hverju ári - í þetta skiptið var honum fagnað á laugardeginum eftir IDD hins vegar. AFS á Íslandi stóð fyrir viðburðinum og fengu þátttakendur ChapEx að taka stóran þátt í honum með því að halda og bjóða fólki á smiðjur um fjölbreytileika og fjölmenningu. Þátttakendur verkefnisins flugu svo heim á sunnudaginn eftir vel heppnaða viku og hlakka mikið til næstu ráðstefna. Flóttamenn Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Í síðustu viku komu til landsins 30 sjálfboðaliðar frá þremur löndum til þess að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu á vegum AFS á Íslandi. Þetta var samvinnuverkefni fjögurra AFS deilda frá Íslandi, Þýskalandi, Slóvakíu og Portúgal og kallast á ensku Chapter Exchange (ChapEx) eða svokölluð deildaskipti. AFS á Íslandi eru friðar- og fræðslusamtök sem vinna að markmiðum sínum um aukna vitneskju fólks um margbreytileika ólíkra menningarsamfélaga í gegnum nemendaskipti ungs fólks Þetta er í þriðja skipti sem sjálfboðaliðar AFS á Íslandi taka þátt í og undirbúa slíka ráðstefnu og er viðfangsefnið mismunandi í hvert skipti. Verkefnið hóf göngu sína á Íslandi með vikulangri ráðstefnu um innflytjenda- og flóttamannamál í Evrópu en titill verkefnisins í þetta skipti var „Changes through action: Seeing beyond our national identity and exploring the multicultural Europe“. Þátttakendur fengu fyrirlestra um fjölmenningu, innflytjendur og flóttamenn auk þess sem þátttökulöndin undirbjuggu einnig smiðjur til þess að deila með hinum þátttakendunum. Í vikunni gafst einnig tími til þess að byrja sín eigin verkefni og það komu margar góðar tillögur að framtíðarverkefnum úr þeirri hugmyndavinnu. Verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins og síðasta vika var einungis byrjunin á hringnum - það verða haldnar þrjár ráðstefnur í viðbót í hverju landi fyrir sig á sex mánaða fresti og mun sú næsta eiga sér stað í Portúgal í febrúar. Sjálfboðaliðarnir dvöldu í fjóra daga í Hlíðardalsskóla við Þorlákshöfn og fjóra daga í Reykjavík. Íslensku sjálfboðaliðarnir unnu hörðum höndum mánuðum saman við að undirbúa komu erlendu sjálfboðaliðanna og ríkti mikil ánægja með verkefnið í heild sinni. Til viðbótar við fyrirlestrana og smiðjurnar fengu gestirnir að kynnast íslenskri menningu og að fara hinn víðfræga gullna hring. Á lokadegi ráðstefnunnar tóku sjálfboðaliðarnir þátt í IDD eða Intercultural Dialogue Day sem átti sér stað í Hinu húsinu þann 1. október. IDD leggur upp úr því að fagna fjölbreytileikanum og er síðasta fimmtudaginn í september á hverju ári - í þetta skiptið var honum fagnað á laugardeginum eftir IDD hins vegar. AFS á Íslandi stóð fyrir viðburðinum og fengu þátttakendur ChapEx að taka stóran þátt í honum með því að halda og bjóða fólki á smiðjur um fjölbreytileika og fjölmenningu. Þátttakendur verkefnisins flugu svo heim á sunnudaginn eftir vel heppnaða viku og hlakka mikið til næstu ráðstefna.
Flóttamenn Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira