Þjálfari Finna: Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama hver mótherjinn er Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. október 2016 11:45 Ef litið er á pappírinn fræga er ekki mikill munur á íslenska landsliðinu og því finnska sem strákarnir okkar mæta í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli í kvöld. Finnarnir spila í stórum liðum í Póllandi og Þýskalandi en eru samt langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum og taldir litla liðið fyrir leikinn á morgun. Aðspurður á blaðamannafundi hver væri munurinn á liðunum var Hans Backe, þjálfari FInna, fljótur að svara. „Agi og aftur agi. Þetta snýst allt um aga. Allir leikmennirnir hafa sæst á hvernig þeir þurfa að spila. Það kemur enginn Íslendingur í landsliðið og spilar eins og hann gerir fyrir félagsliðið sitt. Þeir ná að taka félagsliðakubbinn úr hausnum á sér og setja landsliðskubbinn í. Það er munurinn,“ sagði Backe. Backe var í stuði á fundinum í gær og greip fram í fyrir miðverðinum Paulus Arejuure þegar hann var að svara spurningu fréttamanns um hvort hann búist við einhverju óvæntu frá íslenska landsliðinu á morgun vegna meiðslavandræða. „Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama á móti hverjum það er að spila. Ísland spilaði alla leikina á EM með sama byrjunarlið. Það verður einhver að meiðast ef byrjunarliðið á að breytast,“ sagði Backe. Eitt er þó klárt. Kolbeinn Sigþórsson er meiddur og verður ekki með. Því fagnar fyrirliði og varnarmaður Finna, Niklas Moisander, sem spilaði lengi með Kolbeini og þekkir hans styrkleika. „Ég þekki hann mjög vel. Við erum góðir vinir og spiluðum saman hjá AZ og Ajax. Það er leiðinlegt að hann sé meiddur því hann er góður leikmaður og góður vinir en hvað varðar leikinn þá er ég ánægður því hann er sterkur og góður í loftinu. Hann er líka bara góður framherji,“ sagði Niklas Moisander. Fréttina í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Finnar fengu sinn Lars frá Lars Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta. 6. október 2016 06:00 Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Strákarnir okkar setja stefnuna á sex stig í næstu tveimur leikjum en vita að þetta verður erfitt. 5. október 2016 14:01 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Ef litið er á pappírinn fræga er ekki mikill munur á íslenska landsliðinu og því finnska sem strákarnir okkar mæta í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli í kvöld. Finnarnir spila í stórum liðum í Póllandi og Þýskalandi en eru samt langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum og taldir litla liðið fyrir leikinn á morgun. Aðspurður á blaðamannafundi hver væri munurinn á liðunum var Hans Backe, þjálfari FInna, fljótur að svara. „Agi og aftur agi. Þetta snýst allt um aga. Allir leikmennirnir hafa sæst á hvernig þeir þurfa að spila. Það kemur enginn Íslendingur í landsliðið og spilar eins og hann gerir fyrir félagsliðið sitt. Þeir ná að taka félagsliðakubbinn úr hausnum á sér og setja landsliðskubbinn í. Það er munurinn,“ sagði Backe. Backe var í stuði á fundinum í gær og greip fram í fyrir miðverðinum Paulus Arejuure þegar hann var að svara spurningu fréttamanns um hvort hann búist við einhverju óvæntu frá íslenska landsliðinu á morgun vegna meiðslavandræða. „Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama á móti hverjum það er að spila. Ísland spilaði alla leikina á EM með sama byrjunarlið. Það verður einhver að meiðast ef byrjunarliðið á að breytast,“ sagði Backe. Eitt er þó klárt. Kolbeinn Sigþórsson er meiddur og verður ekki með. Því fagnar fyrirliði og varnarmaður Finna, Niklas Moisander, sem spilaði lengi með Kolbeini og þekkir hans styrkleika. „Ég þekki hann mjög vel. Við erum góðir vinir og spiluðum saman hjá AZ og Ajax. Það er leiðinlegt að hann sé meiddur því hann er góður leikmaður og góður vinir en hvað varðar leikinn þá er ég ánægður því hann er sterkur og góður í loftinu. Hann er líka bara góður framherji,“ sagði Niklas Moisander. Fréttina í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Finnar fengu sinn Lars frá Lars Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta. 6. október 2016 06:00 Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Strákarnir okkar setja stefnuna á sex stig í næstu tveimur leikjum en vita að þetta verður erfitt. 5. október 2016 14:01 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Finnar fengu sinn Lars frá Lars Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta. 6. október 2016 06:00
Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Strákarnir okkar setja stefnuna á sex stig í næstu tveimur leikjum en vita að þetta verður erfitt. 5. október 2016 14:01
Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00
Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38