Þjálfari Finna: Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama hver mótherjinn er Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. október 2016 11:45 Ef litið er á pappírinn fræga er ekki mikill munur á íslenska landsliðinu og því finnska sem strákarnir okkar mæta í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli í kvöld. Finnarnir spila í stórum liðum í Póllandi og Þýskalandi en eru samt langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum og taldir litla liðið fyrir leikinn á morgun. Aðspurður á blaðamannafundi hver væri munurinn á liðunum var Hans Backe, þjálfari FInna, fljótur að svara. „Agi og aftur agi. Þetta snýst allt um aga. Allir leikmennirnir hafa sæst á hvernig þeir þurfa að spila. Það kemur enginn Íslendingur í landsliðið og spilar eins og hann gerir fyrir félagsliðið sitt. Þeir ná að taka félagsliðakubbinn úr hausnum á sér og setja landsliðskubbinn í. Það er munurinn,“ sagði Backe. Backe var í stuði á fundinum í gær og greip fram í fyrir miðverðinum Paulus Arejuure þegar hann var að svara spurningu fréttamanns um hvort hann búist við einhverju óvæntu frá íslenska landsliðinu á morgun vegna meiðslavandræða. „Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama á móti hverjum það er að spila. Ísland spilaði alla leikina á EM með sama byrjunarlið. Það verður einhver að meiðast ef byrjunarliðið á að breytast,“ sagði Backe. Eitt er þó klárt. Kolbeinn Sigþórsson er meiddur og verður ekki með. Því fagnar fyrirliði og varnarmaður Finna, Niklas Moisander, sem spilaði lengi með Kolbeini og þekkir hans styrkleika. „Ég þekki hann mjög vel. Við erum góðir vinir og spiluðum saman hjá AZ og Ajax. Það er leiðinlegt að hann sé meiddur því hann er góður leikmaður og góður vinir en hvað varðar leikinn þá er ég ánægður því hann er sterkur og góður í loftinu. Hann er líka bara góður framherji,“ sagði Niklas Moisander. Fréttina í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Finnar fengu sinn Lars frá Lars Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta. 6. október 2016 06:00 Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Strákarnir okkar setja stefnuna á sex stig í næstu tveimur leikjum en vita að þetta verður erfitt. 5. október 2016 14:01 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Ef litið er á pappírinn fræga er ekki mikill munur á íslenska landsliðinu og því finnska sem strákarnir okkar mæta í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli í kvöld. Finnarnir spila í stórum liðum í Póllandi og Þýskalandi en eru samt langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum og taldir litla liðið fyrir leikinn á morgun. Aðspurður á blaðamannafundi hver væri munurinn á liðunum var Hans Backe, þjálfari FInna, fljótur að svara. „Agi og aftur agi. Þetta snýst allt um aga. Allir leikmennirnir hafa sæst á hvernig þeir þurfa að spila. Það kemur enginn Íslendingur í landsliðið og spilar eins og hann gerir fyrir félagsliðið sitt. Þeir ná að taka félagsliðakubbinn úr hausnum á sér og setja landsliðskubbinn í. Það er munurinn,“ sagði Backe. Backe var í stuði á fundinum í gær og greip fram í fyrir miðverðinum Paulus Arejuure þegar hann var að svara spurningu fréttamanns um hvort hann búist við einhverju óvæntu frá íslenska landsliðinu á morgun vegna meiðslavandræða. „Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama á móti hverjum það er að spila. Ísland spilaði alla leikina á EM með sama byrjunarlið. Það verður einhver að meiðast ef byrjunarliðið á að breytast,“ sagði Backe. Eitt er þó klárt. Kolbeinn Sigþórsson er meiddur og verður ekki með. Því fagnar fyrirliði og varnarmaður Finna, Niklas Moisander, sem spilaði lengi með Kolbeini og þekkir hans styrkleika. „Ég þekki hann mjög vel. Við erum góðir vinir og spiluðum saman hjá AZ og Ajax. Það er leiðinlegt að hann sé meiddur því hann er góður leikmaður og góður vinir en hvað varðar leikinn þá er ég ánægður því hann er sterkur og góður í loftinu. Hann er líka bara góður framherji,“ sagði Niklas Moisander. Fréttina í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Finnar fengu sinn Lars frá Lars Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta. 6. október 2016 06:00 Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Strákarnir okkar setja stefnuna á sex stig í næstu tveimur leikjum en vita að þetta verður erfitt. 5. október 2016 14:01 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Finnar fengu sinn Lars frá Lars Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta. 6. október 2016 06:00
Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Strákarnir okkar setja stefnuna á sex stig í næstu tveimur leikjum en vita að þetta verður erfitt. 5. október 2016 14:01
Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00
Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38