„Við fórum eftir fyrirmælum lögreglu í einu og öllu“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2016 22:14 Vísir/EGILL „Staðreyndin er nefnilega sú að við ókum ekki í gegnum neinar lokanir frá lögreglu og við fórum eftir fyrirmælum lögreglu í einu og öllu um leið og þeir komu. Það er óumdeilt!“ Þetta skrifa þrír menn sem hafa verið ákærðir fyrir að keyra upp að Holuhrauni á meðan eldgosið stóð þar yfir fyrir tveimur árum. Þeir gagnrýna framgöngu yfirvalda í málinu harðlega en þann 12. október munu þeir mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri „þar sem hið opinbera freistar þess að fá okkur dæmda fyrir að skoða náttúru landsins okkar.“ Mennirnir skrifuðu færslu á Facebooksíðuna Ferðafrelsi en færslan ber titilinn „Yfirlýsing óbyggðaþrjóta“. Þar er ferð þeirra upp að hrauninu í september 2014 rifjuð upp. „Aðstæður voru eins og best verður á kosið og við gjörþekktum svæðið. Við lögðum engan í hættu og vorum mun betur búnir en flestir þeir sem komu þarna upp eftir með svokallað leyfi. Ekki grunaði okkur að þessi för okkar ætti eftir að setja hið opinbera alveg á hliðina svo engu var til sparað að handsama okkur, enda voru myndir byrjaðar að birtast á samfélagsmiðlum af mönnum upp við hraunið með bros á vör.“Sjá einnig: Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi. Enn fremur segir að þyrla hafi verið send á eftir þeim og um borð í henni hafi verið sérsveitarmenn. „Þetta olli skiljanlega miklu umtali í þjóðfélaginu og misbauð flestum sem til þekkja framganga yfirvalda, þær miklu takmarkanir á ferðafrelsi landsmanna og allur sá falski hræðsluáróður sem flæddi yfir fjölmiðlana.“ Í yfirlýsingunni segir að mikils misskilnings hafi gætt varðandi á hverju ákæran gegn þeim byggist. Þar segir að hún snúist ekki um hvort að réttlætanlegt hafi verið að loka um tíu prósentum af Íslandi fyrir ferðamennsku svo engir „gætu séð gosið ekki einu sinni úr fjarska.“ Þannig hafi verið sett fordæmi fyrir því að landsmönnum verði bannað að virða fyrir sér eldgos framtíðarinnar. Það snúist heldur ekki um að erlendum og innlendum fréttamönnum og öðrum hafi verið leyft að fara óhindrað um svæðið á vanbúnum bílum. Né snúist það um „hvort það hafi verið réttlætanlegt að nota fjölmiðlana okkar til að dreifa hræðsluáróðri“. Málið snúist einnig ekki um hvort að rétt væri að nota björgunarsveitarmeðlimi sem löggæslumenn. Þeir segja málið snúast um tvennt. Að þeir hafi keyrt á lokuðum vegi „sem við höfum alla tíð viðurkennt enda ekkert nýtt í þeim efnum. Vanir Jeppamenn vita sem er að ferðalög þeirra t.d. á veturna snúast mikið um að keyra á lokuðum vegum.“ Þá segjast þeir einnig hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu og segja þeir það vera rangt. „Við komum hvergi að lokunum lögreglu á ferð okkar að gosstöðvunum og þegar lögreglan stöðvaði för okkar hlýddum við fyrirmælum hennar í einu og öllu.“ Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
„Staðreyndin er nefnilega sú að við ókum ekki í gegnum neinar lokanir frá lögreglu og við fórum eftir fyrirmælum lögreglu í einu og öllu um leið og þeir komu. Það er óumdeilt!“ Þetta skrifa þrír menn sem hafa verið ákærðir fyrir að keyra upp að Holuhrauni á meðan eldgosið stóð þar yfir fyrir tveimur árum. Þeir gagnrýna framgöngu yfirvalda í málinu harðlega en þann 12. október munu þeir mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri „þar sem hið opinbera freistar þess að fá okkur dæmda fyrir að skoða náttúru landsins okkar.“ Mennirnir skrifuðu færslu á Facebooksíðuna Ferðafrelsi en færslan ber titilinn „Yfirlýsing óbyggðaþrjóta“. Þar er ferð þeirra upp að hrauninu í september 2014 rifjuð upp. „Aðstæður voru eins og best verður á kosið og við gjörþekktum svæðið. Við lögðum engan í hættu og vorum mun betur búnir en flestir þeir sem komu þarna upp eftir með svokallað leyfi. Ekki grunaði okkur að þessi för okkar ætti eftir að setja hið opinbera alveg á hliðina svo engu var til sparað að handsama okkur, enda voru myndir byrjaðar að birtast á samfélagsmiðlum af mönnum upp við hraunið með bros á vör.“Sjá einnig: Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi. Enn fremur segir að þyrla hafi verið send á eftir þeim og um borð í henni hafi verið sérsveitarmenn. „Þetta olli skiljanlega miklu umtali í þjóðfélaginu og misbauð flestum sem til þekkja framganga yfirvalda, þær miklu takmarkanir á ferðafrelsi landsmanna og allur sá falski hræðsluáróður sem flæddi yfir fjölmiðlana.“ Í yfirlýsingunni segir að mikils misskilnings hafi gætt varðandi á hverju ákæran gegn þeim byggist. Þar segir að hún snúist ekki um hvort að réttlætanlegt hafi verið að loka um tíu prósentum af Íslandi fyrir ferðamennsku svo engir „gætu séð gosið ekki einu sinni úr fjarska.“ Þannig hafi verið sett fordæmi fyrir því að landsmönnum verði bannað að virða fyrir sér eldgos framtíðarinnar. Það snúist heldur ekki um að erlendum og innlendum fréttamönnum og öðrum hafi verið leyft að fara óhindrað um svæðið á vanbúnum bílum. Né snúist það um „hvort það hafi verið réttlætanlegt að nota fjölmiðlana okkar til að dreifa hræðsluáróðri“. Málið snúist einnig ekki um hvort að rétt væri að nota björgunarsveitarmeðlimi sem löggæslumenn. Þeir segja málið snúast um tvennt. Að þeir hafi keyrt á lokuðum vegi „sem við höfum alla tíð viðurkennt enda ekkert nýtt í þeim efnum. Vanir Jeppamenn vita sem er að ferðalög þeirra t.d. á veturna snúast mikið um að keyra á lokuðum vegum.“ Þá segjast þeir einnig hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu og segja þeir það vera rangt. „Við komum hvergi að lokunum lögreglu á ferð okkar að gosstöðvunum og þegar lögreglan stöðvaði för okkar hlýddum við fyrirmælum hennar í einu og öllu.“
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira