Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2016 13:38 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, gefur lítið fyrir gagnrýni málsmetandi manna á borð við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann og fyrrverandi landsliðsmann, er varðar valið á Birni Bergmann Sigurðarsyni, framherja Molde, í íslenska landsliðið. Björn Bergmann spilaði sex mínútur í landsleik fyrir fimm árum síðan en hefur síðan ekki verið valinn í hóp. Eins og Vísir fjallaði um þegar hann var valinn aftur hafði hann ekki áhuga á að spila fyrir Ísland og á köflum svaraði hann ekki símtölum landsliðsþjálfarannna.DV og Fótbolti.net hafa greint frá óánægju Harðar sem segir: „Skil ekki hvernig hægt er að réttlæta valið á sóknarmanninum Birni Bergmann. Sá kaus ítrekað að hunsa fyrri landsliðsþjálfara og lét einfaldlega ekki ná í sig. Nú kemur hann upp á yfirborðið og er tekinn framyfir leikmenn sem hafa alltaf verið tilbúnir að spila fyrir landsliðið. Mér finnst þetta val senda einfaldlega röng skilaboð til leikmanna. Burtséð frá persónum og leikendum.“ Heimir var spurður beint út í ummæli Harðar á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í höfuðstöðvum KSÍ í dag.Sjá einnig:Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu „Hann er búinn að standa sig vel á æfingum og fallið fínt inn í hópinn. Ef þetta væri félagslið myndi ég svara þessu á annan hátt því það á enginn fast sæti í landsliði. Það er valið nýtt landslið í hvert skipti en sem betur fer höfum við verið með leikmenn sem hafa verið að standa sig vel og verið stöðugir,“ sagði Heimir. „Í hverju verkefni horfum við á hverjir eru að standa sig best á þeim tíma. Núna til dæmis er Kolbeinn ekki í hópnum og Jón Daði er tæpur. Hann [Björn] er sá leikmaður sem er að standa sig hvað best í þessari stöðu. Málið er ekki flóknara en það. Ef það eru röng skilaboð þá skil ég þau ekki,“ sagði Heimir Hallgrímsson HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Sex mínútna landsliðsferill Björns Bergmanns: Vildi ekki spila fyrir Ísland og svaraði ekki í símann Björn Bergmann Sigurðarson á sex mínútur fyrir íslenska landsliðið en hann spilaði sinn fyrsta og eina leik fyrir fimm árum síðan. 30. september 2016 16:00 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30 Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17 Kolbeinn ekki í hópnum en Björn Bergmann snýr aftur Heimir Hallgrímsson tilkynnti hópinn sem tekur þátt í næstu tveimur leikjum karlalandsliðsins í fótbolta. 30. september 2016 13:30 Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2016 19:39 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, gefur lítið fyrir gagnrýni málsmetandi manna á borð við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann og fyrrverandi landsliðsmann, er varðar valið á Birni Bergmann Sigurðarsyni, framherja Molde, í íslenska landsliðið. Björn Bergmann spilaði sex mínútur í landsleik fyrir fimm árum síðan en hefur síðan ekki verið valinn í hóp. Eins og Vísir fjallaði um þegar hann var valinn aftur hafði hann ekki áhuga á að spila fyrir Ísland og á köflum svaraði hann ekki símtölum landsliðsþjálfarannna.DV og Fótbolti.net hafa greint frá óánægju Harðar sem segir: „Skil ekki hvernig hægt er að réttlæta valið á sóknarmanninum Birni Bergmann. Sá kaus ítrekað að hunsa fyrri landsliðsþjálfara og lét einfaldlega ekki ná í sig. Nú kemur hann upp á yfirborðið og er tekinn framyfir leikmenn sem hafa alltaf verið tilbúnir að spila fyrir landsliðið. Mér finnst þetta val senda einfaldlega röng skilaboð til leikmanna. Burtséð frá persónum og leikendum.“ Heimir var spurður beint út í ummæli Harðar á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í höfuðstöðvum KSÍ í dag.Sjá einnig:Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu „Hann er búinn að standa sig vel á æfingum og fallið fínt inn í hópinn. Ef þetta væri félagslið myndi ég svara þessu á annan hátt því það á enginn fast sæti í landsliði. Það er valið nýtt landslið í hvert skipti en sem betur fer höfum við verið með leikmenn sem hafa verið að standa sig vel og verið stöðugir,“ sagði Heimir. „Í hverju verkefni horfum við á hverjir eru að standa sig best á þeim tíma. Núna til dæmis er Kolbeinn ekki í hópnum og Jón Daði er tæpur. Hann [Björn] er sá leikmaður sem er að standa sig hvað best í þessari stöðu. Málið er ekki flóknara en það. Ef það eru röng skilaboð þá skil ég þau ekki,“ sagði Heimir Hallgrímsson
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Sex mínútna landsliðsferill Björns Bergmanns: Vildi ekki spila fyrir Ísland og svaraði ekki í símann Björn Bergmann Sigurðarson á sex mínútur fyrir íslenska landsliðið en hann spilaði sinn fyrsta og eina leik fyrir fimm árum síðan. 30. september 2016 16:00 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30 Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17 Kolbeinn ekki í hópnum en Björn Bergmann snýr aftur Heimir Hallgrímsson tilkynnti hópinn sem tekur þátt í næstu tveimur leikjum karlalandsliðsins í fótbolta. 30. september 2016 13:30 Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2016 19:39 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37
Sex mínútna landsliðsferill Björns Bergmanns: Vildi ekki spila fyrir Ísland og svaraði ekki í símann Björn Bergmann Sigurðarson á sex mínútur fyrir íslenska landsliðið en hann spilaði sinn fyrsta og eina leik fyrir fimm árum síðan. 30. september 2016 16:00
Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00
Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30
Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17
Kolbeinn ekki í hópnum en Björn Bergmann snýr aftur Heimir Hallgrímsson tilkynnti hópinn sem tekur þátt í næstu tveimur leikjum karlalandsliðsins í fótbolta. 30. september 2016 13:30
Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2016 19:39