Fullyrða að framandi Framsóknarmenn Sigmundar hafi verið Kínverjar Jakob Bjarnar skrifar 5. október 2016 13:03 Sigmundur Davíð við Hagatorg umkringdur fréttamönnum og ljósmyndurum. visir/anton brink Því er haldið fram að einu rúturnar sem komu að Háskólabíói áður en formannskjör Framsóknarmanna fór þar fram, hafi verið rútur sem voru að ferja kínverska ferðamenn.Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Norðurkjördæmi austur, þess efnis að skömmu áður en til kosninga kom í formannskjöri, hvar hann tókst á við Sigurð Inga, þess efnis að rútur hafi komið að Háskólabíói, hafa vakið nokkra furðu. Og út hafi streymt fólk sem hann hafði aldrei séð fyrr. Sigmundur Davíð gerir því skóna að þetta fólk hafi kosið í formannskjörinu og þá væntanlega Sigurð Inga Jóhannsson?Málið sem vakið hefur upp spurningar er til umfjöllunar bæði á Twitter og Facebook. Fáir kannast við dularfullar rútuferðir við Hagatorg um klukkan ellefu síðastliðinn sunnudag.„Svo allt í einu, þegar kominn var sunnudagur og klukkan orðin ellefu, þá komu rúturnar upp að Háskólabíói og birtist mikill fjöldi fólks sem ég hef aldrei séð áður þann tíma sem ég hef starfað í flokknum,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Enginn annar hefur gefið sig fram sem kannast við rútur framandi Framsóknarmanna. Og nú er kominn nýr og afar óvæntur flötur á þetta mál sem vakið hefur spurningar. Theódór Ingi Ólafsson, sem starfar í ferðaþjónustu hér á landi, er leiðsögumaður og fjölmiðlafræðingur, heldur því fram á Twitter að einu rúturnar sem voru á ferð við Hagatorg um klukkan ellefu á sunnudag hafi verið að ferja kínverska túrista. Hann hefur þetta eftir öðrum rútubílstjóranum en ferðamennirnir voru á leið í Hótel Sögu sem stendur gegnt Háskólabíói. „Já, samkvæmt þessum bílstjóra sem ég talaði við. Hann fullyrti það að hann hafi verið þarna á svæðinu, frá SBA (Sérleyfisbílar Akureyrar) og annar til. Hann sagði að þarna hafi engar aðrar rútur verið og ég hef enga ástæðu til að trúa honum ekki,“ segir Theódór Ingi í stuttu samtali við Vísi. Málið er einnig til umræðu í Facebook-hópi sem heitir Rútu og hópferðabifreiðaáhugamenn, en eins og nafnið gefur til kynna fylgjast menn þar grannt með ferðum langferðarbifreiða. Þar tekur til máls maður að nafni Kristján Arnarson sem virðist þekkja vel til:Á Facebook reyna menn að brjóta til mergjar hvaða rútur voru á ferli við Hagatorg á sunnudaginn síðasta.„Það voru þrjár rútur frá SBA við Sögu á þessum tíma með Kanadíska Kínverja. – En hvort þeir hafa kosið veit ég ekkert um.“ Svo öllu sé skilmerkilega til haga haldið skal tekið fram að umræða sem sprottið hefur í tengslum við þetta atriði í frásögn Sigmundar Davíðs hefur reynst á mjög grínaktugum nótum, þó það útaf fyrir sig gefi ekki tilefni til að efast um þær upplýsingar sem hafa verið settar fram um rútuferðir við Hagatorg að morgni sunnudags. Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. 5. október 2016 11:25 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira
Því er haldið fram að einu rúturnar sem komu að Háskólabíói áður en formannskjör Framsóknarmanna fór þar fram, hafi verið rútur sem voru að ferja kínverska ferðamenn.Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Norðurkjördæmi austur, þess efnis að skömmu áður en til kosninga kom í formannskjöri, hvar hann tókst á við Sigurð Inga, þess efnis að rútur hafi komið að Háskólabíói, hafa vakið nokkra furðu. Og út hafi streymt fólk sem hann hafði aldrei séð fyrr. Sigmundur Davíð gerir því skóna að þetta fólk hafi kosið í formannskjörinu og þá væntanlega Sigurð Inga Jóhannsson?Málið sem vakið hefur upp spurningar er til umfjöllunar bæði á Twitter og Facebook. Fáir kannast við dularfullar rútuferðir við Hagatorg um klukkan ellefu síðastliðinn sunnudag.„Svo allt í einu, þegar kominn var sunnudagur og klukkan orðin ellefu, þá komu rúturnar upp að Háskólabíói og birtist mikill fjöldi fólks sem ég hef aldrei séð áður þann tíma sem ég hef starfað í flokknum,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Enginn annar hefur gefið sig fram sem kannast við rútur framandi Framsóknarmanna. Og nú er kominn nýr og afar óvæntur flötur á þetta mál sem vakið hefur spurningar. Theódór Ingi Ólafsson, sem starfar í ferðaþjónustu hér á landi, er leiðsögumaður og fjölmiðlafræðingur, heldur því fram á Twitter að einu rúturnar sem voru á ferð við Hagatorg um klukkan ellefu á sunnudag hafi verið að ferja kínverska túrista. Hann hefur þetta eftir öðrum rútubílstjóranum en ferðamennirnir voru á leið í Hótel Sögu sem stendur gegnt Háskólabíói. „Já, samkvæmt þessum bílstjóra sem ég talaði við. Hann fullyrti það að hann hafi verið þarna á svæðinu, frá SBA (Sérleyfisbílar Akureyrar) og annar til. Hann sagði að þarna hafi engar aðrar rútur verið og ég hef enga ástæðu til að trúa honum ekki,“ segir Theódór Ingi í stuttu samtali við Vísi. Málið er einnig til umræðu í Facebook-hópi sem heitir Rútu og hópferðabifreiðaáhugamenn, en eins og nafnið gefur til kynna fylgjast menn þar grannt með ferðum langferðarbifreiða. Þar tekur til máls maður að nafni Kristján Arnarson sem virðist þekkja vel til:Á Facebook reyna menn að brjóta til mergjar hvaða rútur voru á ferli við Hagatorg á sunnudaginn síðasta.„Það voru þrjár rútur frá SBA við Sögu á þessum tíma með Kanadíska Kínverja. – En hvort þeir hafa kosið veit ég ekkert um.“ Svo öllu sé skilmerkilega til haga haldið skal tekið fram að umræða sem sprottið hefur í tengslum við þetta atriði í frásögn Sigmundar Davíðs hefur reynst á mjög grínaktugum nótum, þó það útaf fyrir sig gefi ekki tilefni til að efast um þær upplýsingar sem hafa verið settar fram um rútuferðir við Hagatorg að morgni sunnudags.
Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. 5. október 2016 11:25 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira
Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30
Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. 5. október 2016 11:25