Nú verður hægt að rúlla upp að Stöng í hjólastól Kristján Már Unnarsson skrifar 4. október 2016 22:00 Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. Þetta er liður í átaki, sem nú stendur yfir, til að auðvelda ferðafólki að skoða margar af merkustu fornminjum landsins. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá framkvæmdum. Rústirnar að Stöng eru nú undir bárujárnsþaki en þær þykja gefa einhverja bestu mynd af því hvernig hýbýli fólks voru á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Til að komast þangað hafa ferðamenn þurft að klöngrast um mjóa göngubrú yfir Rauðá en nú eru smiðir úr sveitinni að smíða nýja. „Hér er verið að byggja nýja göngubrú yfir ána hérna, leggja stíga, útsýnispall og fleira,“ segir Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Það er Minjastofnun Íslands sem stendur að verkinu en það er liður í átaki stjórnvalda til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Af 850 milljóna króna fjárveitingu fara 106 milljónir til 17 staða sem geyma merkjar fornminjar. Stærsta hlutanum, um 30 milljónum króna, verður varið til að gera Stöng aðgengilegri fyrir ferðamenn, þar á meðal fyrir þá sem eru í hjólastólum, með breiðari og hallaminni stígum, og svo með þessari 16 metra löngu brú. Það var árið 1939 sem fornleifafræðingar grófu Stangarbæinn upp úr þykkum öskulögum en almennt hefur verið talið að Þjórsárdalur hafi meira og minna eyðst í miklu Heklugosi árið 1104, þótt byggð á einstaka bæjum kunni að hafa haldist eitthvað lengur. Þótt komið sé fram á haust segja smiðirnir okkur að enn komi töluvert af ferðamönnum að Stöng. Það séu þó aðallega útlendingar.Bárujárnsþak er yfir fornleifunum að Stöng.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Göngubrúin mun ekki aðeins þjóna Stöng heldur gagnast einnig þeim sem vilja skoða leynda náttúruperlu skammt frá, Gjána. Þangað er um tuttugu mínútna gangur frá Stöng upp með Rauðá. „Það verður auðveldara að komast hér yfir. Nýja bílaplanið verður hér rétt við brúna. Þannig að þetta verður mikil bót,“ segir húsasmiðurinn Hermann. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Ferðamannastaðir byggðir upp á Reykjanesi Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. 28. júní 2016 00:01 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. Þetta er liður í átaki, sem nú stendur yfir, til að auðvelda ferðafólki að skoða margar af merkustu fornminjum landsins. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá framkvæmdum. Rústirnar að Stöng eru nú undir bárujárnsþaki en þær þykja gefa einhverja bestu mynd af því hvernig hýbýli fólks voru á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Til að komast þangað hafa ferðamenn þurft að klöngrast um mjóa göngubrú yfir Rauðá en nú eru smiðir úr sveitinni að smíða nýja. „Hér er verið að byggja nýja göngubrú yfir ána hérna, leggja stíga, útsýnispall og fleira,“ segir Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Það er Minjastofnun Íslands sem stendur að verkinu en það er liður í átaki stjórnvalda til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Af 850 milljóna króna fjárveitingu fara 106 milljónir til 17 staða sem geyma merkjar fornminjar. Stærsta hlutanum, um 30 milljónum króna, verður varið til að gera Stöng aðgengilegri fyrir ferðamenn, þar á meðal fyrir þá sem eru í hjólastólum, með breiðari og hallaminni stígum, og svo með þessari 16 metra löngu brú. Það var árið 1939 sem fornleifafræðingar grófu Stangarbæinn upp úr þykkum öskulögum en almennt hefur verið talið að Þjórsárdalur hafi meira og minna eyðst í miklu Heklugosi árið 1104, þótt byggð á einstaka bæjum kunni að hafa haldist eitthvað lengur. Þótt komið sé fram á haust segja smiðirnir okkur að enn komi töluvert af ferðamönnum að Stöng. Það séu þó aðallega útlendingar.Bárujárnsþak er yfir fornleifunum að Stöng.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Göngubrúin mun ekki aðeins þjóna Stöng heldur gagnast einnig þeim sem vilja skoða leynda náttúruperlu skammt frá, Gjána. Þangað er um tuttugu mínútna gangur frá Stöng upp með Rauðá. „Það verður auðveldara að komast hér yfir. Nýja bílaplanið verður hér rétt við brúna. Þannig að þetta verður mikil bót,“ segir húsasmiðurinn Hermann.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Ferðamannastaðir byggðir upp á Reykjanesi Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. 28. júní 2016 00:01 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00
Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03
Ferðamannastaðir byggðir upp á Reykjanesi Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. 28. júní 2016 00:01