Eldvatn ógnar kirkjugarði Svavar Hávarðsson skrifar 4. október 2016 06:30 Fornleifafræðingar skoða ummerki hlaupsins frá í fyrra ásamt Gísla Halldóri Magnússyni, bónda á Ytri-Ásum. Mynd/Uggi Nauðsynlegt er að ráðast í skráningu fornleifa í Skaftártungu á þeim slóðum sem tíundu aldar sverð og mannabein fundust á síðastliðnum vikum. Eins þarf að gera ráðstafanir til að varðveita þekktar fornminjar á svæðinu sem ella munu tapast í ána Eldvatn. Þar á meðal er kirkjugarður. Þetta segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, sem hefur um helgina rannsakað fundarstað beinanna í landi Ytri-Ása í Skaftártungu, en eins og kunnugt er gengu gæsaskyttur fram á mannabein á laugardag og var fundarstaðurinn aðeins nokkrum tugum metra frá þeim stað þar sem annar hópur gæsaveiðimanna fann sverð frá tíundu öld í september. Er sá fundur talinn einn sá merkasti í íslenskri fornleifafræði í langan tíma enda slíkir fundir fátíðir. Nærtækt er að álykta að beinin séu af eiganda sverðsins, þó sérfræðingar treysti sér ekki til að fullyrða að svo sé. Uggi Ævarsson „Eftir þetta stóra hlaup í fyrra – Skaftárhlaupið í október – höfum við verið að vinna viðbragðsáætlun fyrir þetta hamfarasvæði næst Eldvatninu, og þá sérstaklega af meiri þunga núna eftir þessa fundi. Þar er fyrsta vers fornleifaskráning á þessu svæði strax í haust. Síðan er viðbúið að þurfi að grafa í tóftir sem eru á árbakkanum sem eru í hættu. Þess utan verður unnin vöktunaráætlun,“ segir Uggi og bætir við að nú þegar sé vitað um þrjár tóftir sem eru í bráðri hættu þar sem verður að bregðast við strax. „Svo eru önnur stærri mál eins og þar sem áin er farin að ógna gömlum kirkjugarði sem þarf að verja með grjótgarði og moka upp úr árfarveginum til að verja þessar minjar, og þá til að stýra ánni frá kirkjugarðinum sem er á árbakkanum.“ Uggi segir jafnframt að aldur þessara minja sem um ræðir sé ekki þekktur og verði ekki staðfestur nema með rannsóknum. Mikið sé hins vegar af gjóskulögum á svæðinu svo aldursgreining sé ekkert tiltökumál þegar þar að kemur. Uggi og félagar fundu ekkert í gær til viðbótar því sem hafði þegar komið í leitirnar um helgina; botninn á kumli þar sem fundust smá fótabein, auk hluta af mjaðmagrind sem og bein úr vinstri fæti. Eins hafa fundist smáhlutir úr járni sem eftir er að greina, en það er á verksviði til þess bærra sérfræðinga. Eins verður ráðist í það í vikunni að aldurs- og kyngreina beinin. „Við hreinsuðum allstórt svæði í kringum fundarstaðinn, til að leita af okkur allan grun. Hvorki komu í ljós fleiri grafir né beinagrindur eða bein,“ segir Uggi. Almennt séð er það talið eitt af brýnustu verkefnum Minjastofnunar Íslands að safna saman upplýsingum um fornleifar, samræma skráningu og gögn og miðla áfram til almennings. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Nauðsynlegt er að ráðast í skráningu fornleifa í Skaftártungu á þeim slóðum sem tíundu aldar sverð og mannabein fundust á síðastliðnum vikum. Eins þarf að gera ráðstafanir til að varðveita þekktar fornminjar á svæðinu sem ella munu tapast í ána Eldvatn. Þar á meðal er kirkjugarður. Þetta segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, sem hefur um helgina rannsakað fundarstað beinanna í landi Ytri-Ása í Skaftártungu, en eins og kunnugt er gengu gæsaskyttur fram á mannabein á laugardag og var fundarstaðurinn aðeins nokkrum tugum metra frá þeim stað þar sem annar hópur gæsaveiðimanna fann sverð frá tíundu öld í september. Er sá fundur talinn einn sá merkasti í íslenskri fornleifafræði í langan tíma enda slíkir fundir fátíðir. Nærtækt er að álykta að beinin séu af eiganda sverðsins, þó sérfræðingar treysti sér ekki til að fullyrða að svo sé. Uggi Ævarsson „Eftir þetta stóra hlaup í fyrra – Skaftárhlaupið í október – höfum við verið að vinna viðbragðsáætlun fyrir þetta hamfarasvæði næst Eldvatninu, og þá sérstaklega af meiri þunga núna eftir þessa fundi. Þar er fyrsta vers fornleifaskráning á þessu svæði strax í haust. Síðan er viðbúið að þurfi að grafa í tóftir sem eru á árbakkanum sem eru í hættu. Þess utan verður unnin vöktunaráætlun,“ segir Uggi og bætir við að nú þegar sé vitað um þrjár tóftir sem eru í bráðri hættu þar sem verður að bregðast við strax. „Svo eru önnur stærri mál eins og þar sem áin er farin að ógna gömlum kirkjugarði sem þarf að verja með grjótgarði og moka upp úr árfarveginum til að verja þessar minjar, og þá til að stýra ánni frá kirkjugarðinum sem er á árbakkanum.“ Uggi segir jafnframt að aldur þessara minja sem um ræðir sé ekki þekktur og verði ekki staðfestur nema með rannsóknum. Mikið sé hins vegar af gjóskulögum á svæðinu svo aldursgreining sé ekkert tiltökumál þegar þar að kemur. Uggi og félagar fundu ekkert í gær til viðbótar því sem hafði þegar komið í leitirnar um helgina; botninn á kumli þar sem fundust smá fótabein, auk hluta af mjaðmagrind sem og bein úr vinstri fæti. Eins hafa fundist smáhlutir úr járni sem eftir er að greina, en það er á verksviði til þess bærra sérfræðinga. Eins verður ráðist í það í vikunni að aldurs- og kyngreina beinin. „Við hreinsuðum allstórt svæði í kringum fundarstaðinn, til að leita af okkur allan grun. Hvorki komu í ljós fleiri grafir né beinagrindur eða bein,“ segir Uggi. Almennt séð er það talið eitt af brýnustu verkefnum Minjastofnunar Íslands að safna saman upplýsingum um fornleifar, samræma skráningu og gögn og miðla áfram til almennings. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00
Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00
Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07
Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00