Ragnar: Lít á alla heimaleiki sem skyldusigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2016 20:58 Ragnar kann vel við sig í London. vísir/eyþór Ragnar Sigurðsson segist kunna vel við sig hjá Fulham en hann gekk til liðs við enska B-deildarliðið í ágúst. Hann er ánægður með fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. „Þær hafa verið frábærar, ég er að fíla þetta í botn. Það vita allir að London er frábær borg. Við Ragga, unnusta mín, höfum verið svolítið einangruð í Rússlandi. Núna á ég allt í einu fullt af vinum aftur,“ sagði Ragnar í léttum dúr í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Það er frábært að það sé töluð enska og maður skilji og geti tjáð sig, að maður geti farið á veitingastað og pantað mat án þess að verði misskilningur. Ég tala nú ekki um allt sem er hægt að gera þarna, lífið og menningin þarna er frábær,“ bætti Ragnar við. Miðvörðurinn hefur spilað síðustu fimm deildarleiki Fulham og virðist vera búinn að festa sig í sessi í liðinu. Ragnar segir að leikstíllinn á Englandi henti sér vel. „Þetta er geðveikur bolti. Það hefur alltaf verið sagt um mig að ég ætti að spila í ensku deildinni. Það er mikill hraði og kraftur í þessari deild og minn leikstíll hefur verið svolítið þannig í gegnum árin. Ég fíla þetta,“ sagði Ragnar. Framundan hjá íslenska liðinu er tveir heimaleikir gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Nokkuð er um meiðsli í íslenska liðinu og Ragnar segir að nú geti reynt á breiddina í hópnum. „Við vonum að allir verði komnir í stand á fimmtudaginn. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli og nánast spilað á sama liðinu í nokkur ár. Núna reynir kannski aðeins á breiddina en við erum með frábæran hóp og erum ekkert áhyggjufullir. Það kemur maður í manns stað í fótbolta og það vita allir hvað þeir eiga að gera. Mér líst vel á þetta,“ sagði Ragnar. En lítur hann á leikinn gegn Finnum sem skyldusigur? „Ég er farinn að líta á alla heimaleiki sem skyldusigur. Það skiptir eiginlega ekki máli við hverja við spilum, nema ef það er Þýskaland eða eitthvað svoleiðis. Eins og Heimir [Hallgrímsson, landsliðsþjálfari] sagði áðan erum við í dauðafæri að ná góðri byrjun,“ sagði Ragnar að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2016 19:39 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Ragnar Sigurðsson segist kunna vel við sig hjá Fulham en hann gekk til liðs við enska B-deildarliðið í ágúst. Hann er ánægður með fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. „Þær hafa verið frábærar, ég er að fíla þetta í botn. Það vita allir að London er frábær borg. Við Ragga, unnusta mín, höfum verið svolítið einangruð í Rússlandi. Núna á ég allt í einu fullt af vinum aftur,“ sagði Ragnar í léttum dúr í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Það er frábært að það sé töluð enska og maður skilji og geti tjáð sig, að maður geti farið á veitingastað og pantað mat án þess að verði misskilningur. Ég tala nú ekki um allt sem er hægt að gera þarna, lífið og menningin þarna er frábær,“ bætti Ragnar við. Miðvörðurinn hefur spilað síðustu fimm deildarleiki Fulham og virðist vera búinn að festa sig í sessi í liðinu. Ragnar segir að leikstíllinn á Englandi henti sér vel. „Þetta er geðveikur bolti. Það hefur alltaf verið sagt um mig að ég ætti að spila í ensku deildinni. Það er mikill hraði og kraftur í þessari deild og minn leikstíll hefur verið svolítið þannig í gegnum árin. Ég fíla þetta,“ sagði Ragnar. Framundan hjá íslenska liðinu er tveir heimaleikir gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Nokkuð er um meiðsli í íslenska liðinu og Ragnar segir að nú geti reynt á breiddina í hópnum. „Við vonum að allir verði komnir í stand á fimmtudaginn. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli og nánast spilað á sama liðinu í nokkur ár. Núna reynir kannski aðeins á breiddina en við erum með frábæran hóp og erum ekkert áhyggjufullir. Það kemur maður í manns stað í fótbolta og það vita allir hvað þeir eiga að gera. Mér líst vel á þetta,“ sagði Ragnar. En lítur hann á leikinn gegn Finnum sem skyldusigur? „Ég er farinn að líta á alla heimaleiki sem skyldusigur. Það skiptir eiginlega ekki máli við hverja við spilum, nema ef það er Þýskaland eða eitthvað svoleiðis. Eins og Heimir [Hallgrímsson, landsliðsþjálfari] sagði áðan erum við í dauðafæri að ná góðri byrjun,“ sagði Ragnar að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2016 19:39 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03
Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15
900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34
Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2016 19:39