Þetta verkefni snýst um að opinbera fyrir heiminum hversu skelfilegt ástandið er í Kongó Magnús Guðmundsson skrifar 1. október 2016 10:00 Richard Mosse, fyrir framan eina af ljósmyndunum sem gefur að líta á sýningunni Hólmlendan í Hafnarhúsinu. Visir/Stefán Næsta vika er helguð friði hjá Reykjavíkurborg, ekki veitir af í stríðshrjáðri veröld, og af því tilefni verður fjöldi viðburða sem tengjast þessu aðkallandi málefni með einum eða öðrum hætti. Á meðal þess sem tengist friðarþema í borginni næstu daga er sýningin Hólmlendan eftir írska listamanninn Richard Mosse í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Kvikmyndatökumaðurinn Trevor Tweeten og Íslendingurinn Ben Frost, sem bjó til hljóðmyndina, unnu að verkefninu með Mosse. Sýningin var opnuð í gærkvöldi og þar sýnir Mosse viðamikið 40 mínútna langt myndbandsverk á sex risaskjáum auk ljósmynda. Myndirnar eru teknar á stríðshrjáðum svæðum í austurhluta Kongó með innrauðri filmu sem breytir grænum lit í skærbleikan og eru í senn fádæma fallegar, magnþrungnar og óhugnanlegar.Frelsið í listinni Richard Mosse hóf ferilinn sem fréttaljósmyndari aðeins um tuttugu ára gamall en hann fann þó fljótlega að fréttanálgunin náði ekki að fullnægja því sem hann þyrfti að tjá. „Ég fann að þetta hentaði mér ekki. Það eru svo margir kokkar í eldhúsinu í þeim bransa ef svo má segja. Það eru ljósmyndarar, ljósmyndaritstjórar og svo eru ritstjórar yfir þeim og auk þess þá fannst mér hlutverk mitt oft felast í því að myndskreyta sögurnar fyrir blaðamennina. Þetta getur auðvitað verið alveg frábært og góðir fréttaljósmyndarar eru gríðarlega mikilvægir. En þetta hentaði mér ekki því mig langaði til þess að ná mínu fram á annan hátt og koma því á framfæri með mínum hætti. Mig langaði til þess að finna nýja leið til þess að ná í gegnum allt það haf mynda og upplýsinga sem flæða yfir okkur á hverjum degi. Það er því miður þannig að við getum ekki horft á mynd af sveltandi barni nema svo og svo oft. Við mettumst og verðum ónæm fyrir því sem er í gangi í heiminum. Það er dapurlegt. Fréttaljósmyndir fjalla um mannlegar þjáningar. Þar af leiðir að tungumál þessa miðils er takmarkað en ég sem listamaður er reiðubúinn til þess að þenja mörk þessa miðils og þar liggur munurinn.“Stríðsmaður í Kongó. Myndin er tekin á sérstaka filmu sem var hönnuð til þess að finna líf í felulitum í hernaðarlegum tilgangi.Filma til drepa Aðspurður hvernig það hefði komið til að hann hafi farið að mynda þessi stríðshrjáðu svæði í Kongó segir Mosse að upphaf þessa verkefnis megi í raun rekja til filmunnar fremur en myndefnisins. „Ég uppgötvaði þessa ákveðnu tegund af gamalli filmu sem ég hef notað í þetta verkefni og kallar fram þessi litaáhrif. Þetta er filma sem var hönnuð í kringum seinni heimsstyrjöldina í þeim sérhæfða tilgangi að taka myndir úr lofti og finna óvinabúðir úr lofti. Kodak hannaði þetta í samvinnu við Bandaríkjaher á sínum tíma. Á sínum tíma var hún líka mikið notuð í tónlistarbransanum af gaurum á borð við Bob Dylan og Hendrix enda hentaði hún sýrustemningunni vel. Þannig að um leið og hipparnir voru að nýta þessa filmu til þess að sýna útópíu án styrjalda og hörmunga þá var herinn að nota hana til þess að finna fólk og sprengja það svo í loft upp. Það er klikkað en þannig var það og filman á sér þannig merkilega sögu og ber með sér ákveðna merkingu. Þegar Kodak hætti að framleiða filmuna árið 2009 þá keypti ég eins mikið af henni og ég gat og setti í frystinn heima. Síðan fór ég að spá í hvernig ég gæti nýtt hana. Hvernig ég gæti nýtt hana, gefið henni tilgang og merkingu?“Opinberar ástandið Mosse segir að það hafi alltaf verið eitthvað við Kongó sem hafi togað í hann. Hann hafði aldrei komið þangað en lesið sér til um átökin og ástandið, um landið og menninguna. „Mér fannst að Kongó og þessi sérstaka filma væru tengd. Filman snýst um að að opinbera það sem sést ekki með berum augum og í Kongó er flókið ástand sem er erfitt að vekja athygli á og þess vegna fannst mér þessi leið henta vel. Það eru skelfilegir hlutir að gerast í Kongó á hverjum degi. Stríð, kynferðisofbeldi, líkamsmeiðingar og morð en þar sem það hefur aldrei verið skilgreint sem þjóðarmorð eins og gerðist t.d. handan við landamærin í Rúanda þá hefur athygli heimsins á þessa skelfilegu stríðsglæpi ekki verið mikil. Þetta verkefni snýst því um að opinbera þetta ástand fyrir heiminum. Þetta var auðvitað hættulegt á köflum en lykillinn að því að láta þetta ganga er að hlusta á heimafólk og fara sér hægt. Þannig byggir maður hægt og rólega upp traust fólksins og ég held að ákveðnu hámarki hafi verið náð í lok síðasta árs þegar ég fékk að hitta gaur að nafni Shaka, sem er einn hættulegasti stríðsglæpamaður í heimi. Maður sem hefur það á samviskunni að hafa skipulagt nauðganir á 300 manns á fjórum dögum ásamt fjöldanum öllum af aftökum. Þetta er skelfilegra en hægt er að koma í orð. Þrátt fyrir allt þetta þá eru tilfinningar mínar til Kongó fyrst og fremst hlýjar enda kynntist ég þar mörgu afskaplega góðu fólki.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október. Menning Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Næsta vika er helguð friði hjá Reykjavíkurborg, ekki veitir af í stríðshrjáðri veröld, og af því tilefni verður fjöldi viðburða sem tengjast þessu aðkallandi málefni með einum eða öðrum hætti. Á meðal þess sem tengist friðarþema í borginni næstu daga er sýningin Hólmlendan eftir írska listamanninn Richard Mosse í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Kvikmyndatökumaðurinn Trevor Tweeten og Íslendingurinn Ben Frost, sem bjó til hljóðmyndina, unnu að verkefninu með Mosse. Sýningin var opnuð í gærkvöldi og þar sýnir Mosse viðamikið 40 mínútna langt myndbandsverk á sex risaskjáum auk ljósmynda. Myndirnar eru teknar á stríðshrjáðum svæðum í austurhluta Kongó með innrauðri filmu sem breytir grænum lit í skærbleikan og eru í senn fádæma fallegar, magnþrungnar og óhugnanlegar.Frelsið í listinni Richard Mosse hóf ferilinn sem fréttaljósmyndari aðeins um tuttugu ára gamall en hann fann þó fljótlega að fréttanálgunin náði ekki að fullnægja því sem hann þyrfti að tjá. „Ég fann að þetta hentaði mér ekki. Það eru svo margir kokkar í eldhúsinu í þeim bransa ef svo má segja. Það eru ljósmyndarar, ljósmyndaritstjórar og svo eru ritstjórar yfir þeim og auk þess þá fannst mér hlutverk mitt oft felast í því að myndskreyta sögurnar fyrir blaðamennina. Þetta getur auðvitað verið alveg frábært og góðir fréttaljósmyndarar eru gríðarlega mikilvægir. En þetta hentaði mér ekki því mig langaði til þess að ná mínu fram á annan hátt og koma því á framfæri með mínum hætti. Mig langaði til þess að finna nýja leið til þess að ná í gegnum allt það haf mynda og upplýsinga sem flæða yfir okkur á hverjum degi. Það er því miður þannig að við getum ekki horft á mynd af sveltandi barni nema svo og svo oft. Við mettumst og verðum ónæm fyrir því sem er í gangi í heiminum. Það er dapurlegt. Fréttaljósmyndir fjalla um mannlegar þjáningar. Þar af leiðir að tungumál þessa miðils er takmarkað en ég sem listamaður er reiðubúinn til þess að þenja mörk þessa miðils og þar liggur munurinn.“Stríðsmaður í Kongó. Myndin er tekin á sérstaka filmu sem var hönnuð til þess að finna líf í felulitum í hernaðarlegum tilgangi.Filma til drepa Aðspurður hvernig það hefði komið til að hann hafi farið að mynda þessi stríðshrjáðu svæði í Kongó segir Mosse að upphaf þessa verkefnis megi í raun rekja til filmunnar fremur en myndefnisins. „Ég uppgötvaði þessa ákveðnu tegund af gamalli filmu sem ég hef notað í þetta verkefni og kallar fram þessi litaáhrif. Þetta er filma sem var hönnuð í kringum seinni heimsstyrjöldina í þeim sérhæfða tilgangi að taka myndir úr lofti og finna óvinabúðir úr lofti. Kodak hannaði þetta í samvinnu við Bandaríkjaher á sínum tíma. Á sínum tíma var hún líka mikið notuð í tónlistarbransanum af gaurum á borð við Bob Dylan og Hendrix enda hentaði hún sýrustemningunni vel. Þannig að um leið og hipparnir voru að nýta þessa filmu til þess að sýna útópíu án styrjalda og hörmunga þá var herinn að nota hana til þess að finna fólk og sprengja það svo í loft upp. Það er klikkað en þannig var það og filman á sér þannig merkilega sögu og ber með sér ákveðna merkingu. Þegar Kodak hætti að framleiða filmuna árið 2009 þá keypti ég eins mikið af henni og ég gat og setti í frystinn heima. Síðan fór ég að spá í hvernig ég gæti nýtt hana. Hvernig ég gæti nýtt hana, gefið henni tilgang og merkingu?“Opinberar ástandið Mosse segir að það hafi alltaf verið eitthvað við Kongó sem hafi togað í hann. Hann hafði aldrei komið þangað en lesið sér til um átökin og ástandið, um landið og menninguna. „Mér fannst að Kongó og þessi sérstaka filma væru tengd. Filman snýst um að að opinbera það sem sést ekki með berum augum og í Kongó er flókið ástand sem er erfitt að vekja athygli á og þess vegna fannst mér þessi leið henta vel. Það eru skelfilegir hlutir að gerast í Kongó á hverjum degi. Stríð, kynferðisofbeldi, líkamsmeiðingar og morð en þar sem það hefur aldrei verið skilgreint sem þjóðarmorð eins og gerðist t.d. handan við landamærin í Rúanda þá hefur athygli heimsins á þessa skelfilegu stríðsglæpi ekki verið mikil. Þetta verkefni snýst því um að opinbera þetta ástand fyrir heiminum. Þetta var auðvitað hættulegt á köflum en lykillinn að því að láta þetta ganga er að hlusta á heimafólk og fara sér hægt. Þannig byggir maður hægt og rólega upp traust fólksins og ég held að ákveðnu hámarki hafi verið náð í lok síðasta árs þegar ég fékk að hitta gaur að nafni Shaka, sem er einn hættulegasti stríðsglæpamaður í heimi. Maður sem hefur það á samviskunni að hafa skipulagt nauðganir á 300 manns á fjórum dögum ásamt fjöldanum öllum af aftökum. Þetta er skelfilegra en hægt er að koma í orð. Þrátt fyrir allt þetta þá eru tilfinningar mínar til Kongó fyrst og fremst hlýjar enda kynntist ég þar mörgu afskaplega góðu fólki.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október.
Menning Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira