Kosningaspjall Vísis: Sameining komið til tals en aldrei til greina Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. október 2016 16:10 Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, segir að þrátt fyrir að komið hafi til tals að láta Bjarta framtíð ganga inn í aðra flokka hafi það aldrei komið til greina. Þó svo að einhver líkindi séu með flokkunum sé á þeim stigs- og kúltúrmunur sem Björt framtíð hafi beinlínis verið stofnuð til að sporna við. Í ljósi þess hversu þéttskipað er á miðjunni í íslenskum stjórnmálum í dag var Óttarr spurður í Kosningaspjalli Vísis hvernig flokkur hans aðgreindi sig frá öðrum flokkum á sömu slóðum, svo sem Samfylkingunni. „Það er kannski auðvitað sá munur að við erum með okkar áherslur og Samfylkingin er með sínar,“ segir Óttarr. Síðarnefndi flokkurinn skilgreindi sig til að mynda sem sósíaldemókratískan jafnaðarmannaflokk en Björt framtíð liti frekar á sig sem frjálslynt stjórnmálaafl. Í því samhengi nefndi Óttarr að Björt framtíð væri opnari fyrir meiri blöndun í efnahagslífi og fjölbreyttari í rekstrarformi í hverskyns þjónustu - svo lengi þjónustan væri tryggð og með henni væri gott eftirlit.Vilja ganga lengra en Samfylking í umhverfismálum „Það er ekki beinlínis keppikefli fyrir okkur, þessi jafnaðarmennska, þetta er kannski meiri stigsmunur en að við séum algjörlega sitthvorum megin á endunum,“ segir Óttarr og nefnir umhverfismál sem dæmi um málaflokk þar sem Björt framtíð hefur viljað ganga lengra í andstöðu við stóriðjustefnu en Samfylkingin. Þá segir hann einnig að töluverður „kúltúrmunur“ sé á Bjartri framtíð og þeim flokkum sem eldri eru. Flokkurinn hafi verið stofnaður með það að leiðarljósi að vinna hluti í meiri sátt og af meiri auðmýkt en áður þekktist, til að mynda í Samfylkingunni - „sem er byggð upp í harðari stofnunarstrúktúr sem stjórnmálaflokkur en Björt framtíð,“ segir Óttarr. Aðspurður um hvort hafi komið til greina að sameina Bjarta framtíð öðrum flokkum á miðjunni segir Óttarr að það hafi vissulega komið til tals og verið rætt við grasrót flokksins. Það hafi þó aldrei verið í myndinni. „Við erum nýbúin að stofna flokkinn. Við gerðum það ekki til að sameinast öðrum flokkum. Við höfum alltaf getið gengið í aðra flokka og við eigum ekki fólk frekar en nokkur annar.“ Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, segir að þrátt fyrir að komið hafi til tals að láta Bjarta framtíð ganga inn í aðra flokka hafi það aldrei komið til greina. Þó svo að einhver líkindi séu með flokkunum sé á þeim stigs- og kúltúrmunur sem Björt framtíð hafi beinlínis verið stofnuð til að sporna við. Í ljósi þess hversu þéttskipað er á miðjunni í íslenskum stjórnmálum í dag var Óttarr spurður í Kosningaspjalli Vísis hvernig flokkur hans aðgreindi sig frá öðrum flokkum á sömu slóðum, svo sem Samfylkingunni. „Það er kannski auðvitað sá munur að við erum með okkar áherslur og Samfylkingin er með sínar,“ segir Óttarr. Síðarnefndi flokkurinn skilgreindi sig til að mynda sem sósíaldemókratískan jafnaðarmannaflokk en Björt framtíð liti frekar á sig sem frjálslynt stjórnmálaafl. Í því samhengi nefndi Óttarr að Björt framtíð væri opnari fyrir meiri blöndun í efnahagslífi og fjölbreyttari í rekstrarformi í hverskyns þjónustu - svo lengi þjónustan væri tryggð og með henni væri gott eftirlit.Vilja ganga lengra en Samfylking í umhverfismálum „Það er ekki beinlínis keppikefli fyrir okkur, þessi jafnaðarmennska, þetta er kannski meiri stigsmunur en að við séum algjörlega sitthvorum megin á endunum,“ segir Óttarr og nefnir umhverfismál sem dæmi um málaflokk þar sem Björt framtíð hefur viljað ganga lengra í andstöðu við stóriðjustefnu en Samfylkingin. Þá segir hann einnig að töluverður „kúltúrmunur“ sé á Bjartri framtíð og þeim flokkum sem eldri eru. Flokkurinn hafi verið stofnaður með það að leiðarljósi að vinna hluti í meiri sátt og af meiri auðmýkt en áður þekktist, til að mynda í Samfylkingunni - „sem er byggð upp í harðari stofnunarstrúktúr sem stjórnmálaflokkur en Björt framtíð,“ segir Óttarr. Aðspurður um hvort hafi komið til greina að sameina Bjarta framtíð öðrum flokkum á miðjunni segir Óttarr að það hafi vissulega komið til tals og verið rætt við grasrót flokksins. Það hafi þó aldrei verið í myndinni. „Við erum nýbúin að stofna flokkinn. Við gerðum það ekki til að sameinast öðrum flokkum. Við höfum alltaf getið gengið í aðra flokka og við eigum ekki fólk frekar en nokkur annar.“
Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04
Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20
Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25
Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44
Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26