BMW X7 M á teikniborðinu Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2016 12:39 Svona gæti BMW X7 litið út. BMW, eins og svo margur annar bílaframleiðandinn um þessar mundir, er að fjölga úrvalinu hjá sér í jeppum. Til stendur að framleiða stærri jeppa en hinn vinsæla X5 jeppa og fær hann stafina X7, en það ætlar BMW hugsanlega ekki að láta nægja því til greina kemur að bjóða hann einnig í kraftaútfærslu, það er með stafinn M í endann. BMW X7 á að líta dagsljósið árið 2019 og kæmi M-útgáfan eitthvað síðar, svo fremi sem smíði hans fái græna ljósið hjá þeim sem mest ráða í herbúðum BMW. Ákvörðun um það verður líklega ekki tekin fyrr en árið 2018 þó svo kristaltært sé að X7 jeppi fari í framleiðslu. Ef að framleiðslu X7 M verður mun hann líklega fá sömu vél og verður í BMW M5 bílnum, eða 4,4 lítra V8 vélina sem skilar 620 hestöflum í sinni nýjustu útgáfu. Bæði X5 og X6 jepparnir eru til í M-útgáfu, svo það myndi í raun fremur koma á óvart að stærsti jeppinn í fjölskydunni fengi ekki sömu meðferð. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent
BMW, eins og svo margur annar bílaframleiðandinn um þessar mundir, er að fjölga úrvalinu hjá sér í jeppum. Til stendur að framleiða stærri jeppa en hinn vinsæla X5 jeppa og fær hann stafina X7, en það ætlar BMW hugsanlega ekki að láta nægja því til greina kemur að bjóða hann einnig í kraftaútfærslu, það er með stafinn M í endann. BMW X7 á að líta dagsljósið árið 2019 og kæmi M-útgáfan eitthvað síðar, svo fremi sem smíði hans fái græna ljósið hjá þeim sem mest ráða í herbúðum BMW. Ákvörðun um það verður líklega ekki tekin fyrr en árið 2018 þó svo kristaltært sé að X7 jeppi fari í framleiðslu. Ef að framleiðslu X7 M verður mun hann líklega fá sömu vél og verður í BMW M5 bílnum, eða 4,4 lítra V8 vélina sem skilar 620 hestöflum í sinni nýjustu útgáfu. Bæði X5 og X6 jepparnir eru til í M-útgáfu, svo það myndi í raun fremur koma á óvart að stærsti jeppinn í fjölskydunni fengi ekki sömu meðferð.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent