Geely stofnar nýtt bílamerki Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2016 13:30 Volvo Concept 40.2. Bílar Lynk & Co verða innblásnir af þessari hönnun. Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem er einnig eigandi Volvo, mun í enda þessarar viku kynna nýtt bílamerki sem bera mun nafnið Lynk & Co. Bílar undir þessu nýja merki verða með undirvagn sem þróaður er af Volvo (Compact Modular Architecture). Meiningin er að bílar Lynk & Co verði í fyrstu seldir í Kína en svo síðar einnig í Evrópu og Bandaríkjunum. Ekki er enn ljóst hvenær bílar Lynk & Co muni fara að sjást á götunum, en bílar Volvo með sama undirvagni munu þó fyrst streyma útúr verksmiðjum Volvo. Þennan nýja undirvagn kynnti Volvo fyrir um einu ári síðan og líklega verður fyrsti bíll Volvo með honum XC40 jepplingurinn af árgerð 2017. Haft var eftir einum forsvarsmanni Lynk & Co að bílar fyrirtækisins verði best “tengdu” bílar heims og þá að líkindum átt við tengingar við umheiminn, svo sem í formi leiðsögukerfa, veraldarvefsins, afþreyingarkerfa og alls þess sem tengja má bíl við. Hvað útlit Lynk & Co. bíla varðar er sagt að þeir verði hannaðir með innblástri frá Concept 40.1 og 40.2 tilraunabílunum sem Volvo kynnti í maí síðastliðnum. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem er einnig eigandi Volvo, mun í enda þessarar viku kynna nýtt bílamerki sem bera mun nafnið Lynk & Co. Bílar undir þessu nýja merki verða með undirvagn sem þróaður er af Volvo (Compact Modular Architecture). Meiningin er að bílar Lynk & Co verði í fyrstu seldir í Kína en svo síðar einnig í Evrópu og Bandaríkjunum. Ekki er enn ljóst hvenær bílar Lynk & Co muni fara að sjást á götunum, en bílar Volvo með sama undirvagni munu þó fyrst streyma útúr verksmiðjum Volvo. Þennan nýja undirvagn kynnti Volvo fyrir um einu ári síðan og líklega verður fyrsti bíll Volvo með honum XC40 jepplingurinn af árgerð 2017. Haft var eftir einum forsvarsmanni Lynk & Co að bílar fyrirtækisins verði best “tengdu” bílar heims og þá að líkindum átt við tengingar við umheiminn, svo sem í formi leiðsögukerfa, veraldarvefsins, afþreyingarkerfa og alls þess sem tengja má bíl við. Hvað útlit Lynk & Co. bíla varðar er sagt að þeir verði hannaðir með innblástri frá Concept 40.1 og 40.2 tilraunabílunum sem Volvo kynnti í maí síðastliðnum.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent