Samtök postulanna tólf Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2016 08:30 Sigurlína styður við starfsemina í Krýsuvík með vikulegri heimsókn, ræðir við ráðgjafana og útbýr efni í hendur þeirra. Vísir/Ernir „Það voru tólf manns, „postularnir tólf“ sem stofnuðu Krýsuvíkursamtökin fyrir 30 árum, hópur af áhugafólki sem hafði allt reynslu af alkóhólisma, sumir sem alkar, aðrir sem aðstandendur,“ segir Sigurlína Davíðsdóttir, prófessor emerita. Hún er ein stofnendanna, var lengi í forystu samtakanna og starfar nú sem handleiðari starfsfólks á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Húsið í Krýsuvík sem meðferðarheimilið er í er stórt og var í niðurníðslu þegar samtökin tóku við því af ríkinu fyrir 30 árum. Óx félagsmönnum það ekkert í augum? „Jú, jú. Húsið var búið að standa autt í tvo áratugi, þar var búið að brjóta allar rúður og stela öllu steini léttara. Það var bákn úti í eyðimörk. Við ákváðum að loka því svo það héldi ekki áfram að skemmast og taka það svo í notkun smátt og smátt.“ Í Krýsuvík innritar fólk sig til sex mánaða dvalar. Þessi langi meðferðartími er meðal þeirra þátta sem Sigurlína segir skila góðum árangri, enda sér unnin stíf sporavinna allan tímann. „Við notum AA sporin. Ég er alltaf jafn hissa hversu fáar meðferðarstofnanir nýta það kerfi, það er svo flott meðferðartæki,“ segir hún. „Með sporunum er hægt að fara algerlega ofan í saumana á því sem er að, þegar fólki er gefinn tími til þess.“ Sumir koma beint úr afvötnun til Krýsuvíkur, annað hvort af Landspítala eða SÁÁ, að sögn Sigurlínu. „Það er orðið minna um áfengisvanda en áður en meira um notkun á allskonar vanabindandi efnum,“ upplýsir hún og segir 21 geta verið í meðferð í einu, þeim sé skipt í þrjá hópa. „Við erum með þrjá ráðgjafa og hver þeirra er með sjö manna hóp. Svo eru tveir kokkar, staðarhaldari og forstöðumaður í Krýsuvík. Tveir starfsmenn eru á skrifstofu og læknir frá Landspítalanum kemur einu sinni í viku.“ Sjálf styður Sigurlína við starfsemina með vikulegri heimsókn, hún ræðir við ráðgjafana og útbýr efni í hendur þeirra. Auk kaffiboðsins sem samtökin efna til í dag hefur það gefið út fallegt afmælisrit, Krýsa heitir það og er fullt af fróðlegu efni. Meðal annars eru viðtöl við útskrifaða vistmenn og það sem þeim er efst í huga eftir dvölina er kærleikurinn sem ríkti innan stofnunarinnar. „Ritið er ekki síst gefið út fyrir hollvini okkar. Það er fólk sem styrkir okkur einu sinni í mánuði og oft hafar framlög þess komið sér meira en vel,“ segir Sigurlína. En aðal fjármagnið kemur frá ríkinu. Svíar leituðu mikið til samtakanna um tíma og margir þeirra eiga meðferð hjá okkur því að þakka að líf þeirra komst á réttan kjöl. Einn þeirra kemur alltaf hingað einu sinni á ári í pílagrímsferð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október 2016. Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Sjá meira
„Það voru tólf manns, „postularnir tólf“ sem stofnuðu Krýsuvíkursamtökin fyrir 30 árum, hópur af áhugafólki sem hafði allt reynslu af alkóhólisma, sumir sem alkar, aðrir sem aðstandendur,“ segir Sigurlína Davíðsdóttir, prófessor emerita. Hún er ein stofnendanna, var lengi í forystu samtakanna og starfar nú sem handleiðari starfsfólks á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Húsið í Krýsuvík sem meðferðarheimilið er í er stórt og var í niðurníðslu þegar samtökin tóku við því af ríkinu fyrir 30 árum. Óx félagsmönnum það ekkert í augum? „Jú, jú. Húsið var búið að standa autt í tvo áratugi, þar var búið að brjóta allar rúður og stela öllu steini léttara. Það var bákn úti í eyðimörk. Við ákváðum að loka því svo það héldi ekki áfram að skemmast og taka það svo í notkun smátt og smátt.“ Í Krýsuvík innritar fólk sig til sex mánaða dvalar. Þessi langi meðferðartími er meðal þeirra þátta sem Sigurlína segir skila góðum árangri, enda sér unnin stíf sporavinna allan tímann. „Við notum AA sporin. Ég er alltaf jafn hissa hversu fáar meðferðarstofnanir nýta það kerfi, það er svo flott meðferðartæki,“ segir hún. „Með sporunum er hægt að fara algerlega ofan í saumana á því sem er að, þegar fólki er gefinn tími til þess.“ Sumir koma beint úr afvötnun til Krýsuvíkur, annað hvort af Landspítala eða SÁÁ, að sögn Sigurlínu. „Það er orðið minna um áfengisvanda en áður en meira um notkun á allskonar vanabindandi efnum,“ upplýsir hún og segir 21 geta verið í meðferð í einu, þeim sé skipt í þrjá hópa. „Við erum með þrjá ráðgjafa og hver þeirra er með sjö manna hóp. Svo eru tveir kokkar, staðarhaldari og forstöðumaður í Krýsuvík. Tveir starfsmenn eru á skrifstofu og læknir frá Landspítalanum kemur einu sinni í viku.“ Sjálf styður Sigurlína við starfsemina með vikulegri heimsókn, hún ræðir við ráðgjafana og útbýr efni í hendur þeirra. Auk kaffiboðsins sem samtökin efna til í dag hefur það gefið út fallegt afmælisrit, Krýsa heitir það og er fullt af fróðlegu efni. Meðal annars eru viðtöl við útskrifaða vistmenn og það sem þeim er efst í huga eftir dvölina er kærleikurinn sem ríkti innan stofnunarinnar. „Ritið er ekki síst gefið út fyrir hollvini okkar. Það er fólk sem styrkir okkur einu sinni í mánuði og oft hafar framlög þess komið sér meira en vel,“ segir Sigurlína. En aðal fjármagnið kemur frá ríkinu. Svíar leituðu mikið til samtakanna um tíma og margir þeirra eiga meðferð hjá okkur því að þakka að líf þeirra komst á réttan kjöl. Einn þeirra kemur alltaf hingað einu sinni á ári í pílagrímsferð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október 2016.
Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Sjá meira