Gerðum það sem okkur datt í hug Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. október 2016 10:00 "Þegar samlesturinn byrjaði og æfingarnar þá breyttist allt mjög mikið til batnaðar,“ segir Óli Gunnar. Vísir/Eyþór Árnason „Þetta er leikrit með söngleikjaívafi. Við Arnór Björnsson, vinur minn, skrifuðum það saman. Það byrjaði sem leikrit og svo gerðum við bara það sem okkur datt í hug. – Hey, það væri geggjað að hafa söngatriði þarna – og settum það inn. Þannig þróaðist þetta,“ segir Óli Gunnar Gunnarsson. Þetta er annað leikritið sem þeir félagar semja. Hitt heitir Unglingurinn og það varð mjög vinsælt. Óli Gunnar segir samt að þeir Arnór eigi ekki heiðurinn einir að þessu nýja leikriti, enda taki fjórtán leikreyndir snillingar þátt í því. „Það var sumarvinnan okkar Arnórs að semja leikritið, síðan þegar samlesturinn byrjaði og æfingarnar þá breyttist það mjög mikið til batnaðar.“ Móðir Óla Gunnars, Björk Jakobsdóttir er leikstjórinn. „Hún er eins og hver annar leikstjóri nema ég get ekki baktalað hana þegar ég kem heim,“ segir hann í gríni og hrósar svo mömmu sinni fyrir að vera frábær leikstjóri. En leika þeir félagar aðalhlutverkin í Stefán Rís? „Nei. Þetta er frekar flókið því sagan byrjar á okkur þar sem við erum rithöfundar að skrifa leikrit. En í leikritinu okkar er svo aðalhlutverk. Áhorfandinn fær aðeins víðara sjónarhorn þannig, hann kemst að því hvað við vorum að pæla þegar við vorum að skrifa handritið. Óli Gunnar segir Stefán Rís gamanleik fyrir alla fjölskylduna, þar með talda unglinga. „Oft eru leikrit skrifuð fyrir börn og þá fara fullorðnir með þeim en við fókuserum líka á unglingana. Við viljum fá ungmennin í landinu í leikhús.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október 2016. Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
„Þetta er leikrit með söngleikjaívafi. Við Arnór Björnsson, vinur minn, skrifuðum það saman. Það byrjaði sem leikrit og svo gerðum við bara það sem okkur datt í hug. – Hey, það væri geggjað að hafa söngatriði þarna – og settum það inn. Þannig þróaðist þetta,“ segir Óli Gunnar Gunnarsson. Þetta er annað leikritið sem þeir félagar semja. Hitt heitir Unglingurinn og það varð mjög vinsælt. Óli Gunnar segir samt að þeir Arnór eigi ekki heiðurinn einir að þessu nýja leikriti, enda taki fjórtán leikreyndir snillingar þátt í því. „Það var sumarvinnan okkar Arnórs að semja leikritið, síðan þegar samlesturinn byrjaði og æfingarnar þá breyttist það mjög mikið til batnaðar.“ Móðir Óla Gunnars, Björk Jakobsdóttir er leikstjórinn. „Hún er eins og hver annar leikstjóri nema ég get ekki baktalað hana þegar ég kem heim,“ segir hann í gríni og hrósar svo mömmu sinni fyrir að vera frábær leikstjóri. En leika þeir félagar aðalhlutverkin í Stefán Rís? „Nei. Þetta er frekar flókið því sagan byrjar á okkur þar sem við erum rithöfundar að skrifa leikrit. En í leikritinu okkar er svo aðalhlutverk. Áhorfandinn fær aðeins víðara sjónarhorn þannig, hann kemst að því hvað við vorum að pæla þegar við vorum að skrifa handritið. Óli Gunnar segir Stefán Rís gamanleik fyrir alla fjölskylduna, þar með talda unglinga. „Oft eru leikrit skrifuð fyrir börn og þá fara fullorðnir með þeim en við fókuserum líka á unglingana. Við viljum fá ungmennin í landinu í leikhús.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október 2016.
Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira