Hulkenberg til Renault Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2016 14:46 Nico Hulkenberg. Þýski Formula 1 ökumaðuirinn Nico Hulkenberg hefur skipt frá Force India liðinu yfir til Renault og mun aka fyrir lið þeirra á næsta keppnistímabili. Hulkenberg, sem er nú 29 ára, á þó eftir nokkrar keppnir með Force India liðinu, þ.e. til enda þessa keppnistímabils. Hulkenberg hefur alls ekið fyrir Force India í 5 ár, eða árin 2011 og 2012 og 2014 til 2016, en árið 2013 ók hann fyrir Sauber. Hann er nú níundi stigahæsti ökumaður keppnistímabilsins með 45 stig, 26 stigum á eftir liðsfélaga sínum í Force India, Mexikóanum Sergio Perez. Sergio Perez hafði einnig verið bendlaður við Renault liðið, en hefur ákveðið að halda kyrru fyrir hjá Force India. Force India hefur það takmark á þessu tímabili að ná fjórða sæti meðal bílaframleiðenda, en til þess þarf margt að ganga upp hjá þeim Hulkenberg og Perez. Svo háu sæti hefur Force India aldrei náð og hefur liðinu gengið betur á þessu keppnistímabili í ár en margir héldu fyrirfram. Þeir sem helst koma til greina til að leysa Hulkenberg af í Force India liðinu eru Kevin Magnussen, Jolyon Palmer eða Esteban Ocon. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent
Þýski Formula 1 ökumaðuirinn Nico Hulkenberg hefur skipt frá Force India liðinu yfir til Renault og mun aka fyrir lið þeirra á næsta keppnistímabili. Hulkenberg, sem er nú 29 ára, á þó eftir nokkrar keppnir með Force India liðinu, þ.e. til enda þessa keppnistímabils. Hulkenberg hefur alls ekið fyrir Force India í 5 ár, eða árin 2011 og 2012 og 2014 til 2016, en árið 2013 ók hann fyrir Sauber. Hann er nú níundi stigahæsti ökumaður keppnistímabilsins með 45 stig, 26 stigum á eftir liðsfélaga sínum í Force India, Mexikóanum Sergio Perez. Sergio Perez hafði einnig verið bendlaður við Renault liðið, en hefur ákveðið að halda kyrru fyrir hjá Force India. Force India hefur það takmark á þessu tímabili að ná fjórða sæti meðal bílaframleiðenda, en til þess þarf margt að ganga upp hjá þeim Hulkenberg og Perez. Svo háu sæti hefur Force India aldrei náð og hefur liðinu gengið betur á þessu keppnistímabili í ár en margir héldu fyrirfram. Þeir sem helst koma til greina til að leysa Hulkenberg af í Force India liðinu eru Kevin Magnussen, Jolyon Palmer eða Esteban Ocon.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent