Stelpurnar tóku gullið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2016 18:45 Íslensku Evrópumeistararnir. Vísir/Steinunn Anna Svansdóttir Ísland eignaðist nú rétt í þessu Evrópumeistara í hópfimleikum er stúlknaliðið vann öruggan sigur í sínum flokki. Þetta er í annað sinn sem stúlknalið Íslands vinnur til gullverðlauna á EM en það gerðist fyrst fyrir fjórum árum í Árósum. Íslensku stelpurnar gáfu strax tóninn í dansinum. Fyrir hann fengu þær 21,783 í einkunn, jafn mikið og blandaða liðið fékk fyrr í dag. Eftir þessa góðu byrjun var íslenska liðið alltaf líklegast til að taka gullið. Stelpurnar fengu næst hæstu einkunina fyrir dýnustökk (16,550) og hæstu fyrir trampólínið (16,950). Heildareinkunn íslenska liðsins var 55,283 en Ísland hafði nokkra yfirburði. Danir komu næstir með 53,450 í einkunn, 1,833 á eftir Íslendingum. Svíar enduðu í 3. sæti með 52,100 í einkunn. Íslensku liðin sem kepptu í dag unnu því bæði til verðlauna en fyrr í dag tók blandaða liðið í unglingaflokki bronsið.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 16:40 Evrópumeistarar! Stelpurnar vinna með 55,283 í heildareinkunn! Ísland gaf tóninn í dansinum og var alltaf líklegast til að vinna. Danir tóku 2. sætið og Svíar það þriðja. 16:35 Ísland fékk 16,950 í einkunn fyrir trampólínið og er því komið með níu fingur á gullið. Íslenska liðið endar með 55,283 í heildareinkunn og aðeins Danir og Svíar geta náð Íslandi. Það gerist samt ekki. Til þess er munurinn of mikill. 16:05 Ísland fékk 16,550 fyrir dýnustökkin og er því enn með forystu. Danir og Svíar eiga enn eftir að fá einkunn númer tvö en þeir eru ekkert að fara upp fyrir okkar stelpur. 16:00 Stelpurnar voru að klára dýnustökkin. Gat ekki betur séð en þau gengu ljómandi vel. Lendingar flestar góðar og svona. 15:50 Íslensku stelpurnar endurtóku leik blandaða liðsins frá því áðan og fengu 21,783 í einkunn! Glæsilega gert. Næst eru það æfingar á dýnu. 15:20 Stelpurnar okkar eru númer fjögur í röðinni og byrja á dansinum. Norska liðið er fyrst á svið. 14:28 BRONS!!! Íslensku krakkarnir fengu 21,783 í einkunn fyrir dansinn og fóru þar með upp úr neðsta sætinu í það þriðja! Glæsilegur árangur hjá íslenska liðinu og fyrsti verðlaunapeningurinn kominn í hús. Einkuninn fyrir dansinn var sú hæsta sem var gefin í úrslitunum hjá blönduðu liðunum í unglingaflokki. 14:27 Danir fengu 18,050 í einkunn fyrir dýnustökk og skutust þar með upp fyrir Norðmenn. Danska liðið tekur gullið með 56,300 í heildareinkunn. 14:20 Íslensku krakkarnir voru að klára gólfæfingarnar. Ísland er sem stendur í sjötta og neðsta sæti og það er afar ólíklegt að liðið nái á pall. 13:50 Trampólínstökkin gengu ekki jafn vel og skiluðu Íslandi bara 15,500 í einkunn. Í fyrradag fékk íslenska liðið 17,000 í einkunn fyrir trampólínið. Íslensku krakkarnir eru því með 32,600 í heildareinkunn og eru í 5. sæti eftir fyrstu tvær umferðirnar. Norðmenn leiða, Danir eru í 2. sæti og Ítalir í því þriðja. 13:25 Íslenska liðið fékk 17,100 í einkunn fyrir dýnustökkin. Það telst nú vera nokkuð gott og talsverð bæting frá undankeppninni. 13:05 Ísland er númer fimm í röðinni af liðunum sex og byrjar á dýnu. Fimleikar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
Ísland eignaðist nú rétt í þessu Evrópumeistara í hópfimleikum er stúlknaliðið vann öruggan sigur í sínum flokki. Þetta er í annað sinn sem stúlknalið Íslands vinnur til gullverðlauna á EM en það gerðist fyrst fyrir fjórum árum í Árósum. Íslensku stelpurnar gáfu strax tóninn í dansinum. Fyrir hann fengu þær 21,783 í einkunn, jafn mikið og blandaða liðið fékk fyrr í dag. Eftir þessa góðu byrjun var íslenska liðið alltaf líklegast til að taka gullið. Stelpurnar fengu næst hæstu einkunina fyrir dýnustökk (16,550) og hæstu fyrir trampólínið (16,950). Heildareinkunn íslenska liðsins var 55,283 en Ísland hafði nokkra yfirburði. Danir komu næstir með 53,450 í einkunn, 1,833 á eftir Íslendingum. Svíar enduðu í 3. sæti með 52,100 í einkunn. Íslensku liðin sem kepptu í dag unnu því bæði til verðlauna en fyrr í dag tók blandaða liðið í unglingaflokki bronsið.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 16:40 Evrópumeistarar! Stelpurnar vinna með 55,283 í heildareinkunn! Ísland gaf tóninn í dansinum og var alltaf líklegast til að vinna. Danir tóku 2. sætið og Svíar það þriðja. 16:35 Ísland fékk 16,950 í einkunn fyrir trampólínið og er því komið með níu fingur á gullið. Íslenska liðið endar með 55,283 í heildareinkunn og aðeins Danir og Svíar geta náð Íslandi. Það gerist samt ekki. Til þess er munurinn of mikill. 16:05 Ísland fékk 16,550 fyrir dýnustökkin og er því enn með forystu. Danir og Svíar eiga enn eftir að fá einkunn númer tvö en þeir eru ekkert að fara upp fyrir okkar stelpur. 16:00 Stelpurnar voru að klára dýnustökkin. Gat ekki betur séð en þau gengu ljómandi vel. Lendingar flestar góðar og svona. 15:50 Íslensku stelpurnar endurtóku leik blandaða liðsins frá því áðan og fengu 21,783 í einkunn! Glæsilega gert. Næst eru það æfingar á dýnu. 15:20 Stelpurnar okkar eru númer fjögur í röðinni og byrja á dansinum. Norska liðið er fyrst á svið. 14:28 BRONS!!! Íslensku krakkarnir fengu 21,783 í einkunn fyrir dansinn og fóru þar með upp úr neðsta sætinu í það þriðja! Glæsilegur árangur hjá íslenska liðinu og fyrsti verðlaunapeningurinn kominn í hús. Einkuninn fyrir dansinn var sú hæsta sem var gefin í úrslitunum hjá blönduðu liðunum í unglingaflokki. 14:27 Danir fengu 18,050 í einkunn fyrir dýnustökk og skutust þar með upp fyrir Norðmenn. Danska liðið tekur gullið með 56,300 í heildareinkunn. 14:20 Íslensku krakkarnir voru að klára gólfæfingarnar. Ísland er sem stendur í sjötta og neðsta sæti og það er afar ólíklegt að liðið nái á pall. 13:50 Trampólínstökkin gengu ekki jafn vel og skiluðu Íslandi bara 15,500 í einkunn. Í fyrradag fékk íslenska liðið 17,000 í einkunn fyrir trampólínið. Íslensku krakkarnir eru því með 32,600 í heildareinkunn og eru í 5. sæti eftir fyrstu tvær umferðirnar. Norðmenn leiða, Danir eru í 2. sæti og Ítalir í því þriðja. 13:25 Íslenska liðið fékk 17,100 í einkunn fyrir dýnustökkin. Það telst nú vera nokkuð gott og talsverð bæting frá undankeppninni. 13:05 Ísland er númer fimm í röðinni af liðunum sex og byrjar á dýnu.
Fimleikar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira