Gott að byrja í þessu liði Ingvi Þór Sæmundsson í Maribor skrifar 14. október 2016 06:00 Gerplukonan Norma Dögg Róbertsdóttir hefur skipt úr áhaldafimleikunum yfir í hópfimleikana en hún hefur verið ein af bestu fimleikakonum Íslands síðustu ár. Hér sést hún á EM úti í Maribor í Slóveníu. Vísir/Steinunn Anna Svansdóttir Það má segja að Norma Dögg hafi stokkið beint út í djúpu laugina. Hún er nú stödd í Maribor í Slóveníu þar sem ellefta Evrópumótið í hópfimleikum fer fram en þetta er hennar fyrsta mót í hópfimleikum. Hún hafði ekki einu sinni keppt á móti heima fyrir áður en hún hélt út með landsliðinu. Norma Dögg er hluti af blönduðu liði Íslands sem komst í gær áfram í úrslit á EM. Blandaða liðið endaði í 5. sæti í undankeppninni en Ísland var um tíma með forystu eftir vel heppnaðar gólfæfingar. „Þetta var geðveikt skemmtilegt og við fengum frábæran stuðning,“ sagði Norma Dögg í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir að blandaða liðið hafði klárað sínar æfingar. Hún segir að það sé eitt og annað sem íslenska liðið geti bætt fyrir úrslitin sem fara fram á morgun. „Þetta var fínn fyrsti dagur en ég veit að við eigum miklu meira inni. Vonandi náum við að sýna hvað í okkur býr í úrslitunum,“ bætti þessi tvítuga fimleikadrottning við. Norma Dögg er margfaldur Íslandsmeistari í áhaldafimleikum og náði einnig góðum árangri á alþjóðlegum mótum. Hún endaði m.a. í 9. sæti í stökki á EM í áhaldafimleikum í Montpellier í Frakklandi í fyrra en það er besti árangur íslenskrar fimleikakonu á EM. En hvað fékk hana til að skipta yfir í hópfimleikana?Vísir/Steinunn Anna SvansdóttirNý áskorun „Það var kominn tími til að prufa eitthvað nýtt. Þessir krakkar tóku ótrúlega vel á móti mér og þetta er mjög skemmtilegt. Ég er mjög sátt við ákvörðun mína,“ sagði Norma Dögg brosandi. Hún segir að félagsskapurinn í hópfimleikunum skipti miklu máli. „Félagsskapurinn er meiri. Það eru fleiri stelpur og kannski meiri stemning. En báðar íþróttirnar eru ótrúlega skemmtilegar á sinn hátt,“ sagði Norma sem lítur á þetta sem nýja áskorun á ferlinum. „Já, það mætti segja það. Það var kominn tími til að prófa eitthvað nýtt.“ Norma er ekki fyrsta fimleikakonan sem færir sig úr áhaldafimleikunum yfir í hópfimleikana. Fimleikakonur á borð við Sif Pálsdóttur og Fríðu Rún Einarsdóttur, sem urðu Íslandsmeistarar í áhaldafimleikum, færðu sig t.d. yfir í hópfimleikana með góðum árangri. Þær voru báðar í liði Gerplu sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum bæði árið 2010 og árið 2012.Góður grunnur Norma Dögg segir að áhaldafimleikarnir séu góður grunnur fyrir hópfimleikana. Hún segist þó enn vera að aðlagast nýjum aðstæðum. „Þetta er öðruvísi en þetta er góður grunnur þannig að ég var fljót að ná þessu. En ég á eftir að bæta fullt af hlutum við mig,“ sagði Norma Dögg sem er ánægð með móttökurnar sem hún fékk í hópfimleikunum. „Krakkarnir tóku vel á móti mér og hafa hjálpað mér mikið og liðsheildin er æðisleg. Það er gott að byrja í þessu liði.“Blandaða liðið fór á kostum á gólfinu í undankeppninni í gær og er komið í úrslit á Evrópumótinu. Hér sjást þau klára æfingu sína.Vísir/Steinunn Anna Svansdóttir Fimleikar Tengdar fréttir Kvennaliðið efst í undankeppninni Öll fjögur liðin sem Ísland sendi til leiks á EM í hópfimleikum eru komin í úrslit. 13. október 2016 18:00 Sjáðu ofurstökk Kolbrúnar Þallar | Myndband Stjörnustúlkan Kolbrún Þöll Þorradóttir frumsýndi í kvöld nýtt stökk á EM í hópfimleikum sem fer fram í slóvensku borginni Maribor. 13. október 2016 21:51 Sólveig: Eins og gott að allar þessar þrotlausu æfingar skili sér Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum sendu skýr skilaboð í undankeppninni á EM í Maribor í Slóveníu í kvöld. 13. október 2016 20:39 Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Blandað lið Íslands komst nú rétt í þessu í úrslit á EM í hópfimleikum sem fer fram í Lukna höllinni í Maribor í Slóveníu. 13. október 2016 15:50 Nákvæmlega staðurinn sem við viljum vera á Blandað lið Íslands er komið í úrslit á EM í hópfimleikum. 13. október 2016 16:28 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Það má segja að Norma Dögg hafi stokkið beint út í djúpu laugina. Hún er nú stödd í Maribor í Slóveníu þar sem ellefta Evrópumótið í hópfimleikum fer fram en þetta er hennar fyrsta mót í hópfimleikum. Hún hafði ekki einu sinni keppt á móti heima fyrir áður en hún hélt út með landsliðinu. Norma Dögg er hluti af blönduðu liði Íslands sem komst í gær áfram í úrslit á EM. Blandaða liðið endaði í 5. sæti í undankeppninni en Ísland var um tíma með forystu eftir vel heppnaðar gólfæfingar. „Þetta var geðveikt skemmtilegt og við fengum frábæran stuðning,“ sagði Norma Dögg í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir að blandaða liðið hafði klárað sínar æfingar. Hún segir að það sé eitt og annað sem íslenska liðið geti bætt fyrir úrslitin sem fara fram á morgun. „Þetta var fínn fyrsti dagur en ég veit að við eigum miklu meira inni. Vonandi náum við að sýna hvað í okkur býr í úrslitunum,“ bætti þessi tvítuga fimleikadrottning við. Norma Dögg er margfaldur Íslandsmeistari í áhaldafimleikum og náði einnig góðum árangri á alþjóðlegum mótum. Hún endaði m.a. í 9. sæti í stökki á EM í áhaldafimleikum í Montpellier í Frakklandi í fyrra en það er besti árangur íslenskrar fimleikakonu á EM. En hvað fékk hana til að skipta yfir í hópfimleikana?Vísir/Steinunn Anna SvansdóttirNý áskorun „Það var kominn tími til að prufa eitthvað nýtt. Þessir krakkar tóku ótrúlega vel á móti mér og þetta er mjög skemmtilegt. Ég er mjög sátt við ákvörðun mína,“ sagði Norma Dögg brosandi. Hún segir að félagsskapurinn í hópfimleikunum skipti miklu máli. „Félagsskapurinn er meiri. Það eru fleiri stelpur og kannski meiri stemning. En báðar íþróttirnar eru ótrúlega skemmtilegar á sinn hátt,“ sagði Norma sem lítur á þetta sem nýja áskorun á ferlinum. „Já, það mætti segja það. Það var kominn tími til að prófa eitthvað nýtt.“ Norma er ekki fyrsta fimleikakonan sem færir sig úr áhaldafimleikunum yfir í hópfimleikana. Fimleikakonur á borð við Sif Pálsdóttur og Fríðu Rún Einarsdóttur, sem urðu Íslandsmeistarar í áhaldafimleikum, færðu sig t.d. yfir í hópfimleikana með góðum árangri. Þær voru báðar í liði Gerplu sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum bæði árið 2010 og árið 2012.Góður grunnur Norma Dögg segir að áhaldafimleikarnir séu góður grunnur fyrir hópfimleikana. Hún segist þó enn vera að aðlagast nýjum aðstæðum. „Þetta er öðruvísi en þetta er góður grunnur þannig að ég var fljót að ná þessu. En ég á eftir að bæta fullt af hlutum við mig,“ sagði Norma Dögg sem er ánægð með móttökurnar sem hún fékk í hópfimleikunum. „Krakkarnir tóku vel á móti mér og hafa hjálpað mér mikið og liðsheildin er æðisleg. Það er gott að byrja í þessu liði.“Blandaða liðið fór á kostum á gólfinu í undankeppninni í gær og er komið í úrslit á Evrópumótinu. Hér sjást þau klára æfingu sína.Vísir/Steinunn Anna Svansdóttir
Fimleikar Tengdar fréttir Kvennaliðið efst í undankeppninni Öll fjögur liðin sem Ísland sendi til leiks á EM í hópfimleikum eru komin í úrslit. 13. október 2016 18:00 Sjáðu ofurstökk Kolbrúnar Þallar | Myndband Stjörnustúlkan Kolbrún Þöll Þorradóttir frumsýndi í kvöld nýtt stökk á EM í hópfimleikum sem fer fram í slóvensku borginni Maribor. 13. október 2016 21:51 Sólveig: Eins og gott að allar þessar þrotlausu æfingar skili sér Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum sendu skýr skilaboð í undankeppninni á EM í Maribor í Slóveníu í kvöld. 13. október 2016 20:39 Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Blandað lið Íslands komst nú rétt í þessu í úrslit á EM í hópfimleikum sem fer fram í Lukna höllinni í Maribor í Slóveníu. 13. október 2016 15:50 Nákvæmlega staðurinn sem við viljum vera á Blandað lið Íslands er komið í úrslit á EM í hópfimleikum. 13. október 2016 16:28 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Kvennaliðið efst í undankeppninni Öll fjögur liðin sem Ísland sendi til leiks á EM í hópfimleikum eru komin í úrslit. 13. október 2016 18:00
Sjáðu ofurstökk Kolbrúnar Þallar | Myndband Stjörnustúlkan Kolbrún Þöll Þorradóttir frumsýndi í kvöld nýtt stökk á EM í hópfimleikum sem fer fram í slóvensku borginni Maribor. 13. október 2016 21:51
Sólveig: Eins og gott að allar þessar þrotlausu æfingar skili sér Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum sendu skýr skilaboð í undankeppninni á EM í Maribor í Slóveníu í kvöld. 13. október 2016 20:39
Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Blandað lið Íslands komst nú rétt í þessu í úrslit á EM í hópfimleikum sem fer fram í Lukna höllinni í Maribor í Slóveníu. 13. október 2016 15:50
Nákvæmlega staðurinn sem við viljum vera á Blandað lið Íslands er komið í úrslit á EM í hópfimleikum. 13. október 2016 16:28