Hundar rífa í sig bíl Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 16:28 Hann hlýtur að hafa verið einkar gómsætur þessi bíll í Tyrklandi sem varð fyrir árás 8 villihunda. Honum var lagt fyrir utan verslun í Sakarya, en þegar eigandi hans kom að honum eftir árás hundanna hélt hann að um þjófnað hefði verið að ræða. Þegar hann fékk að sjá myndir úr eftirlitsvél sem náði atvikinu á mynd brá honum heldur betur í brún. Þar sá hann að hundarnir rífa af bílnum framstuðarann í heilu lagi og skemmdu með því ljós bílsins og annan búnað. Skemmdirnar á bílnum kosta eiganda hans rétt um 200.000 krónur og þarf hann að bera skaðann sjálfur. Hvað það var sem að fékk hundana til að aðhafast þetta er óljóst ein líklega hafa þeir fundið einhverja matarlykt sem úr bílnum kom, hvort sem það er innan úr vélarhúsinu eða innanrými bílsins. Sjá má árás hundanna á bílinn hér að ofan. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
Hann hlýtur að hafa verið einkar gómsætur þessi bíll í Tyrklandi sem varð fyrir árás 8 villihunda. Honum var lagt fyrir utan verslun í Sakarya, en þegar eigandi hans kom að honum eftir árás hundanna hélt hann að um þjófnað hefði verið að ræða. Þegar hann fékk að sjá myndir úr eftirlitsvél sem náði atvikinu á mynd brá honum heldur betur í brún. Þar sá hann að hundarnir rífa af bílnum framstuðarann í heilu lagi og skemmdu með því ljós bílsins og annan búnað. Skemmdirnar á bílnum kosta eiganda hans rétt um 200.000 krónur og þarf hann að bera skaðann sjálfur. Hvað það var sem að fékk hundana til að aðhafast þetta er óljóst ein líklega hafa þeir fundið einhverja matarlykt sem úr bílnum kom, hvort sem það er innan úr vélarhúsinu eða innanrými bílsins. Sjá má árás hundanna á bílinn hér að ofan.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent