Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2016 15:26 Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Við erum held ég eini flokkurinn sem er eftir sem er eftir sem er með verðtryggingarmálið, það er sem sagt afnám verðtryggingar og það er líklegast eitt frægasta kosningaloforð Íslandssögunnar held ég. Ég veit allavega ekki um neitt annað loforð sem kemst með tærnar þar sem það hefur hælana,“ segir Ragnar. Hann segir nauðsynlegt að lækka vexti fyrir heimilin í landinu þar sem þeir séu alltof háir. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft í hagkerfi þar sem íslenska krónan er gjaldmiðillinn segist Ragnar telja svo vera. „Verðtryggingunni var komið á með lagasetningu og það er hægt að taka hana af með lagasetningu. Krónan er bara ákveðið verkfæri og þú getur hengt hana við aðra gjaldmiðla. [...] Það er hagstjórnin fyrst og fremst sem hefur orðið til þess að aðrir gjaldmiðlar hafa ríflega tuttugufaldað verðgildi sitt á seinustu 25 árum eða svo. Það er hagstjórnin sem er vandamálið og við megum ekki gleyma því að helsta verkfæri Seðlabankans til að halda niðri neyslu virkar ekki út af verðtryggingunni vegna þess að þegar þeir hækka stýrivexti þá hækka ekki lánin heldur dembist kostnaðurinn ofan á höfuðstólinn. Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla. Þið sjáið bara hvað gerðist þegar hagstofan gerði smá feil í sínum útreikningum sem kostaði heimilin 10 milljarða,“ segir Ragnar. Hann kveðst telja að bara það eitt og sér að afnema verðtryggingu muni lækka vexti en varðandi það hversu hátt, eða lágt, þak Dögun vill setja á vexti segir Ragnar að flokkurinn horfi til landanna í kringum okkur. „Það er einfaldlega galið að hér séu 7 prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum.“Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Formaður Samfylkingarinnar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Við erum held ég eini flokkurinn sem er eftir sem er eftir sem er með verðtryggingarmálið, það er sem sagt afnám verðtryggingar og það er líklegast eitt frægasta kosningaloforð Íslandssögunnar held ég. Ég veit allavega ekki um neitt annað loforð sem kemst með tærnar þar sem það hefur hælana,“ segir Ragnar. Hann segir nauðsynlegt að lækka vexti fyrir heimilin í landinu þar sem þeir séu alltof háir. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft í hagkerfi þar sem íslenska krónan er gjaldmiðillinn segist Ragnar telja svo vera. „Verðtryggingunni var komið á með lagasetningu og það er hægt að taka hana af með lagasetningu. Krónan er bara ákveðið verkfæri og þú getur hengt hana við aðra gjaldmiðla. [...] Það er hagstjórnin fyrst og fremst sem hefur orðið til þess að aðrir gjaldmiðlar hafa ríflega tuttugufaldað verðgildi sitt á seinustu 25 árum eða svo. Það er hagstjórnin sem er vandamálið og við megum ekki gleyma því að helsta verkfæri Seðlabankans til að halda niðri neyslu virkar ekki út af verðtryggingunni vegna þess að þegar þeir hækka stýrivexti þá hækka ekki lánin heldur dembist kostnaðurinn ofan á höfuðstólinn. Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla. Þið sjáið bara hvað gerðist þegar hagstofan gerði smá feil í sínum útreikningum sem kostaði heimilin 10 milljarða,“ segir Ragnar. Hann kveðst telja að bara það eitt og sér að afnema verðtryggingu muni lækka vexti en varðandi það hversu hátt, eða lágt, þak Dögun vill setja á vexti segir Ragnar að flokkurinn horfi til landanna í kringum okkur. „Það er einfaldlega galið að hér séu 7 prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum.“Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Formaður Samfylkingarinnar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira