Tesla slær Benz, Audi og BMW við í sölu stórra lúxusbíla vestra Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 09:56 Tesla Model S. Í flokki stórra lúxusbíla, svo sem Mercedes Benz S-Class, Audi A8 og A7, BMW-7 línunnar og Tesla Model S er lang mest sala í Tesla Model S í Bandaríkjunum. Tesla náði að selja meira af Model S bílnum en allir þýsku lúxusbílasalarnir til samans á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Tesla seldi alls 9.156 Model S bíla á meðan Mercedes Benz seldi 3.138 S-Class bíla, BMW 3.634 7-línu bíla og Audi 1.532 A8 og A7 bíla. Aðeins Tesla Model S og BMW 7-línan seldust meira á þriðja ársfjórðungi þessa árs en í fyrra af þessum bílum. Sala Tesla Model S jókst um 59% á milli ára. Tesla telst með 34% markaðshlutdeild í þessum flokki bíla í Bandaríkjunum, en BMW 14%. BMW hefur reyndar aukið sölu sína á milli ára um heil 219% í 7-línu bíl sínum, enda er stutt síðan hann kom fram af nýrri kynslóð. Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent
Í flokki stórra lúxusbíla, svo sem Mercedes Benz S-Class, Audi A8 og A7, BMW-7 línunnar og Tesla Model S er lang mest sala í Tesla Model S í Bandaríkjunum. Tesla náði að selja meira af Model S bílnum en allir þýsku lúxusbílasalarnir til samans á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Tesla seldi alls 9.156 Model S bíla á meðan Mercedes Benz seldi 3.138 S-Class bíla, BMW 3.634 7-línu bíla og Audi 1.532 A8 og A7 bíla. Aðeins Tesla Model S og BMW 7-línan seldust meira á þriðja ársfjórðungi þessa árs en í fyrra af þessum bílum. Sala Tesla Model S jókst um 59% á milli ára. Tesla telst með 34% markaðshlutdeild í þessum flokki bíla í Bandaríkjunum, en BMW 14%. BMW hefur reyndar aukið sölu sína á milli ára um heil 219% í 7-línu bíl sínum, enda er stutt síðan hann kom fram af nýrri kynslóð.
Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent