Audi hættir smíði R8 e-tron Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 09:36 Audi R8 e-tron. Samkvæmt fréttum frá Car and Driver hefur Audi hætt smíði Audi R8 e-tron rafmagnsbílsins. Aðeins voru smíðuð innan við 100 eintök af þessum bíl og voru öll þau eintök seld innan Evrópu og lang flest í Þýskalandi. Audi auglýsti aldrei þessa gerð bílsins og var raunverulega aldrei með hann til sölu til almennings, heldur voru ákveðin söluumboð sem fengu úthlutað þessum fáu eintökum, en þau höfðu þá þegar selt þau fyrirfram. Heyrst hefur að verð hvers eintaks hafi verið um 115 milljónir króna. Audi hafði sagst ætla að markaðssetja bílinn til almennings árið 2015 en það var svo aldrei gert. Audi R8 e-tron er með 456 hestafla rafmagnsdrifrás með 450 km drægni og þessi bíll fer sprettinn í hundraðið á 3,9 sekúndum. Audi hefur ekki enn gefið upp ástæðuna fyrir því að fyrirtækið hefur hætt smíði bílsins en gera má ráð fyrir því að þau fáu eintök sem smíðuð voru teljist til verðmætra söfnunareintaka nú. Hefðbundinn Audi R8 með brunavél lifir ennþá góðu lífi og má fá hann með 610 hestafla V10 vél. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent
Samkvæmt fréttum frá Car and Driver hefur Audi hætt smíði Audi R8 e-tron rafmagnsbílsins. Aðeins voru smíðuð innan við 100 eintök af þessum bíl og voru öll þau eintök seld innan Evrópu og lang flest í Þýskalandi. Audi auglýsti aldrei þessa gerð bílsins og var raunverulega aldrei með hann til sölu til almennings, heldur voru ákveðin söluumboð sem fengu úthlutað þessum fáu eintökum, en þau höfðu þá þegar selt þau fyrirfram. Heyrst hefur að verð hvers eintaks hafi verið um 115 milljónir króna. Audi hafði sagst ætla að markaðssetja bílinn til almennings árið 2015 en það var svo aldrei gert. Audi R8 e-tron er með 456 hestafla rafmagnsdrifrás með 450 km drægni og þessi bíll fer sprettinn í hundraðið á 3,9 sekúndum. Audi hefur ekki enn gefið upp ástæðuna fyrir því að fyrirtækið hefur hætt smíði bílsins en gera má ráð fyrir því að þau fáu eintök sem smíðuð voru teljist til verðmætra söfnunareintaka nú. Hefðbundinn Audi R8 með brunavél lifir ennþá góðu lífi og má fá hann með 610 hestafla V10 vél.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent